Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 92

Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 92
2. mynd. Við meiri stækkun koma í ljós dökkar flikrur á baki og rauð augu. Köngul ingurinn er þakinn hárum, enda treystir hann meira á snertiskyn en sjónskyn. ir tveim metrum. Árásir mítlanna leiða til sprota-og nálarstyttingar. Yfir vetrarmánuðina lifir köngulingurinn á eggstigi (3. mynd). Á norðlægum slóðum klekst vetrareggið út um mánaða- mótin maí/júní (Bejer, 1979). f sunnanverðri Skandinavíu verpir hver mítill 30-40 eggjum með meyfæðingu (Bejer, 1979). Úr eggjum skríða sexfættar gyðlur. Þær nærast í nokkra daga áður en þær leita skjóls til að hafa fyrstu hamskipti. Við fyrstu hamskipti bætist fjórða fótaparið við. Tvenn hamskipti fylgja í kjölfarið og er þá kominn fram fullorðinn mftill (lohnson & Lyon, 1988). Fjöldi kynslóða á ári ákvarðast að mestu leyti af hitastiginu, því meiri hiti því fleiri kynslóðir. í Danmörku eru að jafnaði fjórar kynslóðir á ári. Áður en sú athug- un, sem hér greinir frá, var gerð lá engin vitneskja fyrir um kyn- slóðafjöldann á íslandi en eitt af markmiðum þessa verkefnis var að ákvarða hann. Sýnataka og aðferðir Rannsóknin var framkvæmd sumarið 1995. Sýni voru tekin úr u.þ.b. eins hektara rauðgrenireit í Hallormsstaðaskógi sem er um 1 km utan við Atlavík. Tekin voru sýni þrisvar yfir sumarið: 6. júní, 4. júlf og að lokum 24. júlf. Reitn- um var skipt í fjórar blokkir sem hver um sig var hlutuð niður í 5 minni reiti. í allt var því um 20 smáreiti að ræða sem hver um sig innihélt 20 merkt tré. Til- raunaliðir voru fimm en hérverða aðeins sýndar niðurstöður úr ómeðhöndluðum reitum (reitum sem ekki voru eitraðir). Sýni voru tekin á þann hátt að úr hverjum smáreit voru klipptar 10 greinar af handahófi, sem hver um sig var 15 cm löng. Flæmir var notað- ur til að fæla lifandi mítla niður úr greinum f lítil sýnaglös full af alkóhóli. Hver flæming stóð yfir í rúmlega einn klukkutíma. Ung- viði (sexfætt) og gyðlur eða full- orðin dýr (áttfætt) voru aðgreind og talin undir víðsjá. Fyrir flæm- ingu voru bæði sumar- og vetrar- egg talin undirvíðsjá. Hverri grein var rennt í gegnum sjónsvið víðsjár á 20-30 sekúndum við 10 x stækkun og talin öll þau egg sem sáust. Eingöngu vartalið á neðra borði greina. Lífsferill og kynslóðafjöldi Á 4. mynd má sjá niðurstöður úr þeim fjórum smáreitum sem ekki voru úðaðir með eitri og ættu því að sýna eiginlegan lífsferil köngulingsins. Vetraregg og ný- klaktar gyðlur fundust eingöngu við fyrstu sýnatöku. Við aðra sýnatöku fundust eingöngu gyðl- ur og/eða fullorðin dýr ásamt sumareggjum. Við þriðju sýna- töku hafði gyðlum og/eða full- orðnum dýrum fækkað en fjöldi sumareggja aukist. Gera má ráð fyrir að tíminn frá mestum fjölda vetrareggja að mestum fjölda sumareggja gefi til kynna þann tíma sem það tekur eina kynslóð að renna sitt skeið. Samkvæmt þessum niðurstöðum spannar ein köngulingskynslóð rúmlega einn og hálfan mánuð (frá 4. júní fram að 24. júlí), en hafa ber í huga að við fyrstu talningu var þegar komið fram sexfætt ungviði sem bendir til þess að nokkur hluti eggja hafi þá þegar verið klakinn. Þvf má gera ráð fyrir að kynslóðatími köngulingsins sé örlítið lengri, hugsanlega kring- um 8 vikur við meðalhita í kring- um 10°C. 3. mynd. Sumaregg köngulings eru rauðbleik að lit. Eitt eggjanna er þegar klakið. Spuni mauranna festir eggin niður á greninálina. 90 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.