Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 44
mestu umhleypingunum. Sprotar
vaxa um 60-100 cm á ári.
Lækjavíðir:
BLIKA - er til í nær öllum til-
raunareitunum (Reykir, Hvann-
eyri, Kópasker, Lækur, Akureyri,
Selpartur, Haukadalur). Hún er
góð alls staðar þar sem skjóls
nýtur, og er betri inn til landsins.
Náð var í Bliku í Port Alsworth á
Alaskaskaga í Suðvestur-Alaska,
ca. 60°13'N.
Lýsing: Grannvaxinn, þéttgrein-
óttur, mjög fíngerður, kvenkyns-
blómstrandi runni (um 1,8 m á
hæð á Reykjum og 1,2 m á hæð
að Læk '95). Vetrarsprotar eru
hárlausir og börkur dökkrauð-
brúnn og gljáandi, en greinar
dökkgrábrúnar. Sumarsprotar
ljúka vexti f byrjun september.
Blöðin eru lítil, breiðlensulaga,
dökkgræn og gljáandi.
Framleiðsla á Bliku gengur vel
til sæmilega og kelur hana lítið
að jafnaði, en mikið á umhleyp-
ingasömustu stöðum allra syðst.
Rjúpuvíðir:
UNA - er betri inn til landsins og
kelur þá lítið (Reykir, Hvanneyri,
Prestsbakki, Akureyri, Haukadal-
ur, Selpartur). Á umhleypinga-
sömustu stöðunum er kalið
stundum mikið. Náð var í Unu
norðan við Unalakleet íVestur-
Alaska, ca. 63°54’N.
Lýsing: Breiðvaxinn, þéttgrein-
óttur runni (um 1,3 m á hæð á
Reykjum og Prestsbakka '95).
Vetrarsprotar eru loðnir, og börk-
ur mjög dökkur. Sumarsprotar
ljúka vexti íbyrjun september.
Blöð eru breiðlensulaga og grá-
hærð. Una hefurekki blómstrað
enn, og er því ókyngreind.
Framleiðsla á Unu gengur
sæmilega og kal yfirleitt lítið
nema í mestu umhleypingum
allra syðst.
Sviðjuvíðir:
KRAKI - er góður í skjóli (Reykir,
Haukadalur, Selpartur). Náð var í
Kraka í tilraunastöðinni í Palmer
norðan við Anchörage í Alaska.
Upplýsingar um hvar uppruna-
lega var náð í hann hafa ekki
fengist.
Lýsing: Greinóttur, karlkyns-
blómstrandi runni (um 1,4 m á
hæð á Reykjum '95), sem minnir
mikið á viðju (Salix borealis). Vetr-
arsprotar eru hárlausir og börkur
er rauðbrúnn, með gulbrúnum
skellum, en greinar brúnar. Sum-
arsprotar ljúka vexti í byrjun
september.
Blöð eru breiðlensulaga og
mött.
Framleiðsla á Kraka gengur
frekar illa og er kal lítið til mikið.
Kraki mun því líklega heltast úr
lestinni bráðlega. Hann er samt
einn besti klónninn af tegundinni
sviðjuvíðir í safninu, og var þvf
hafður með í úrvalinu tegundar-
innar vegna. Kraki stendur sig
betur inn til landsins.
Eirvíðir:
MÓRA - er góð í öllum tilrauna-
reitum sunnan heiða (Reykir, Sel-
partur, Haukadalur, Prestsbakki).
Hún þarf langt vaxtartímabil og
mild haust, og hentar því ein-
göngu sunnanlands, á skjólbetri
stöðunum. Náð var f Móru í
Haines í Suðaustur-Alaska, ca.
59°14'N.
Lýsing: Grannvaxinn, þéttgrein-
óttur, mjög ffngerður, kvenkyns-
blómstrandi runni (um 1,8 m á
hæð á Reykjum '95). Vetrarsprot-
ar eru hárlausir og börkur dökk-
brúnn og gljáandi. Sumarsprotar
ljúka vexti í annarri viku septem-
ber. Blöð eru mjólensulaga, gljá-
andi, í fyrstu rauðbrún til olífu-
græn, en síðar dökkgræn.
Framleiðsla á Móru gengur vel
til sæmilega og kal er miðlungs
(svipað og hjá gljávfði). Móra er
valin vegna fegurðar, fínleika og
litauðgi, og mun hún líklega
verða vinsæl í fíngerð limgerði,
sem eru klippt mikið á hverju ári.
SKRAUTRUNNAR
Skrautrunnar kynntir 1993
Árið 1993 voru 6 tegundir af
skrautrunnum úr Alaskasöfnunar-
ferðinni 1985 kynntar fyrir fram-
leiðendum. Var það töluvert fyrr
en vinnuáætlun sagði fyrir um,
en hún gerði ráð fyrir fyrstu
sleppingum árið 1996. En þessar
6 tegundir af skrautrunnum
höfðu hins vegar staðið sig svo
vel í tilraunareitnum alveg frá
gróðursetningu árið 1987, að mér
þótti árið 1991 ekki ástæða til að
halda þeim lengur inni f lokuðu
tilraunaprógrammi. Tilraunareit-
urinn var vita skjóllaus í upphafi,
þegar runnarnir voru gróðursett-
ir. Þeir máttu því þola allt sem
veðrið hafði upp á að bjóða
fyrstu fjögur árin án nokkurrar
hlífðar (sjá kaflann um veðrið á
Reykjum). Þessi fyrstu ár og fram
að sleppingu höfðu þeir alltaf
komið vel undan vetri með ýmist
lítið eða ekkert kal, og voru þar
að auki farnir að blómstra eðli-
lega.
Blárifs 'Perla’ - Ribes bracteosum
‘Perla’
Náð var í Perlu við skriðjökulinn
Sheridan, austan við Cordova í
Suður-Alaska, ca. 60°32'N.
Þessi runni er sannkölluð
perla, þegar döggin glitrar á stór-
um og fagurgrænum blöðunum,
eða þegar hann blómstrar rnieð
sínum löngu blómklösum. Blóm-
klasarnir verða 10-20 cm langir
og raðast blómin út eftir þeim
eins og perlur á snúru. Blómin
eru hvít.
Fullþroskuð ber má finna allt
frá miðju sumri og fram á haust.
Þau eru dökkblá til blásvört og
þakin ljósu vaxi (oft kallað
„döggvuð" á garðyrkjumáli). Berin
eru fín í sultu, en hrá hugnast
þau mönnum misjafnlega.
Runninn verður 1-1,5 m á
hæð og breidd og er mjög
skuggþolinn. Greinar og greina-
42
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999