Skógræktarritið - 15.05.1999, Side 44

Skógræktarritið - 15.05.1999, Side 44
mestu umhleypingunum. Sprotar vaxa um 60-100 cm á ári. Lækjavíðir: BLIKA - er til í nær öllum til- raunareitunum (Reykir, Hvann- eyri, Kópasker, Lækur, Akureyri, Selpartur, Haukadalur). Hún er góð alls staðar þar sem skjóls nýtur, og er betri inn til landsins. Náð var í Bliku í Port Alsworth á Alaskaskaga í Suðvestur-Alaska, ca. 60°13'N. Lýsing: Grannvaxinn, þéttgrein- óttur, mjög fíngerður, kvenkyns- blómstrandi runni (um 1,8 m á hæð á Reykjum og 1,2 m á hæð að Læk '95). Vetrarsprotar eru hárlausir og börkur dökkrauð- brúnn og gljáandi, en greinar dökkgrábrúnar. Sumarsprotar ljúka vexti f byrjun september. Blöðin eru lítil, breiðlensulaga, dökkgræn og gljáandi. Framleiðsla á Bliku gengur vel til sæmilega og kelur hana lítið að jafnaði, en mikið á umhleyp- ingasömustu stöðum allra syðst. Rjúpuvíðir: UNA - er betri inn til landsins og kelur þá lítið (Reykir, Hvanneyri, Prestsbakki, Akureyri, Haukadal- ur, Selpartur). Á umhleypinga- sömustu stöðunum er kalið stundum mikið. Náð var í Unu norðan við Unalakleet íVestur- Alaska, ca. 63°54’N. Lýsing: Breiðvaxinn, þéttgrein- óttur runni (um 1,3 m á hæð á Reykjum og Prestsbakka '95). Vetrarsprotar eru loðnir, og börk- ur mjög dökkur. Sumarsprotar ljúka vexti íbyrjun september. Blöð eru breiðlensulaga og grá- hærð. Una hefurekki blómstrað enn, og er því ókyngreind. Framleiðsla á Unu gengur sæmilega og kal yfirleitt lítið nema í mestu umhleypingum allra syðst. Sviðjuvíðir: KRAKI - er góður í skjóli (Reykir, Haukadalur, Selpartur). Náð var í Kraka í tilraunastöðinni í Palmer norðan við Anchörage í Alaska. Upplýsingar um hvar uppruna- lega var náð í hann hafa ekki fengist. Lýsing: Greinóttur, karlkyns- blómstrandi runni (um 1,4 m á hæð á Reykjum '95), sem minnir mikið á viðju (Salix borealis). Vetr- arsprotar eru hárlausir og börkur er rauðbrúnn, með gulbrúnum skellum, en greinar brúnar. Sum- arsprotar ljúka vexti í byrjun september. Blöð eru breiðlensulaga og mött. Framleiðsla á Kraka gengur frekar illa og er kal lítið til mikið. Kraki mun því líklega heltast úr lestinni bráðlega. Hann er samt einn besti klónninn af tegundinni sviðjuvíðir í safninu, og var þvf hafður með í úrvalinu tegundar- innar vegna. Kraki stendur sig betur inn til landsins. Eirvíðir: MÓRA - er góð í öllum tilrauna- reitum sunnan heiða (Reykir, Sel- partur, Haukadalur, Prestsbakki). Hún þarf langt vaxtartímabil og mild haust, og hentar því ein- göngu sunnanlands, á skjólbetri stöðunum. Náð var f Móru í Haines í Suðaustur-Alaska, ca. 59°14'N. Lýsing: Grannvaxinn, þéttgrein- óttur, mjög ffngerður, kvenkyns- blómstrandi runni (um 1,8 m á hæð á Reykjum '95). Vetrarsprot- ar eru hárlausir og börkur dökk- brúnn og gljáandi. Sumarsprotar ljúka vexti í annarri viku septem- ber. Blöð eru mjólensulaga, gljá- andi, í fyrstu rauðbrún til olífu- græn, en síðar dökkgræn. Framleiðsla á Móru gengur vel til sæmilega og kal er miðlungs (svipað og hjá gljávfði). Móra er valin vegna fegurðar, fínleika og litauðgi, og mun hún líklega verða vinsæl í fíngerð limgerði, sem eru klippt mikið á hverju ári. SKRAUTRUNNAR Skrautrunnar kynntir 1993 Árið 1993 voru 6 tegundir af skrautrunnum úr Alaskasöfnunar- ferðinni 1985 kynntar fyrir fram- leiðendum. Var það töluvert fyrr en vinnuáætlun sagði fyrir um, en hún gerði ráð fyrir fyrstu sleppingum árið 1996. En þessar 6 tegundir af skrautrunnum höfðu hins vegar staðið sig svo vel í tilraunareitnum alveg frá gróðursetningu árið 1987, að mér þótti árið 1991 ekki ástæða til að halda þeim lengur inni f lokuðu tilraunaprógrammi. Tilraunareit- urinn var vita skjóllaus í upphafi, þegar runnarnir voru gróðursett- ir. Þeir máttu því þola allt sem veðrið hafði upp á að bjóða fyrstu fjögur árin án nokkurrar hlífðar (sjá kaflann um veðrið á Reykjum). Þessi fyrstu ár og fram að sleppingu höfðu þeir alltaf komið vel undan vetri með ýmist lítið eða ekkert kal, og voru þar að auki farnir að blómstra eðli- lega. Blárifs 'Perla’ - Ribes bracteosum ‘Perla’ Náð var í Perlu við skriðjökulinn Sheridan, austan við Cordova í Suður-Alaska, ca. 60°32'N. Þessi runni er sannkölluð perla, þegar döggin glitrar á stór- um og fagurgrænum blöðunum, eða þegar hann blómstrar rnieð sínum löngu blómklösum. Blóm- klasarnir verða 10-20 cm langir og raðast blómin út eftir þeim eins og perlur á snúru. Blómin eru hvít. Fullþroskuð ber má finna allt frá miðju sumri og fram á haust. Þau eru dökkblá til blásvört og þakin ljósu vaxi (oft kallað „döggvuð" á garðyrkjumáli). Berin eru fín í sultu, en hrá hugnast þau mönnum misjafnlega. Runninn verður 1-1,5 m á hæð og breidd og er mjög skuggþolinn. Greinar og greina- 42 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.