Skógræktarritið - 15.05.1999, Side 25
ÓLAFUR STURLA NJÁLSSON
Úrvinnsla Alaskaverkefnis
frá 1985
INNGANGUR
í grein þessari er fjallað um úrval
plantna úr svokölluðum Alaska-
efnivið frá árinu 1985. Er fyrst og
fremst fjallað annars vegar um
víðinn og hins vegar skrautrunn-
ana, en ýmislegt fleira fær að
fljóta með.
Haustið 1985 héldu fjórirgal-
vaskir gróðurelskendur, Óli Valur
Hansson, Ágúst Árnason, Kári
Aðalsteinsson og Böðvar Guð-
Salix alaxensis ssp. longistylis.
Hárlaus alaskavíðir í haustlit.
Haustskoðun Gróðurbótafélagsins í
víðireitum í Mörkinni á Hallormsstað,
sept. '91.
mundsson til Alaska og Yukon og
ferðuðust mörg þúsund kílómetra
um þvert og endilangt norðvest-
urhorn Ameríku, til þess að ná í
sem fjölbreyttastan efnivið af sem
flestum tegundum trjáa, runna og
jurta. Mikil áhersla var lögð á að
ná í sem flest kvæmi og klóna af
hverri tegund og óðu þeir um í
öllum gróðursamfélögum og
loftslagsgerðum, alveg frá fjöru
og upp í skógarmörk við söfnun
si'na á fræi, græðlingum og plönt-
um. Lýsingu á ferð þeirra félaga
má finna í greininni „Fræsöfnun í
Alaska og Yukon haustið 1985",
sem birtist í Ársriti Skógræktarfé-
lags íslands árið 1986.
Að taka síðan á þessum efni-
viði öllum, ala hann upp og gróð-
ursetja víða um land og fylgjast
með, hefur á margan hátt reynst
brautryðjendastarf. Bæði er um-
fangið svo mikið og hitt að
samstarf hinna ýmsu stofnana í
landbúnaðargeiranum og skóg-
ræktargeiranum varð að koma til.
Svokallað Gróðurbótafélag varð
til af aðkallandi nauðsyn, til að
koma lykilfólki í geirunum saman
til skrafs og ráðagerða um fram-
tíð og meðhöndlun efniviðarins.
Vorið 1986 var ákveðið að
skipta í tvennt hverri grein af öll-
um víði og öspum. Annar helm-
ingurinn fór f ræktun hjá Skóg-
rækt ríkisins á Hallormsstað en
hinn helmingurinn til Garðyrkju-
skóla rfkisins, þar sem mér var
falin umsjá og prófun efniviðar-
ins. Sama tilraunanúmer er á
báðum helmingunum, þannig að
samanburður á að vera auðveld-
ur. Reiturinn á Hallormsstað er í
umsjá Rannsóknastöðvarinnar á
Mógilsá, og verður þvf lítið fjall-
að um hann hér.
Óli Valur Hansson sendi mér
næstu tvö árin litlar fræprufur af
nær öllum tegundum og kvæm-
um barrtrjáa, lauftrjáa og skraut-
runna úr ferðinni. Eru því til
sýnishorn af þeim í tilraunareit-
um, í garði skólans og á ýmsum
stöðum í skógræktinni á Reykjum.
Ég var í fullu starfi sem fag-
deildarstjóri á garðplöntubraut
skólans, og því hlaut öll tilrauna-
vinna að mæta afgangi frá ágúst-
lokum og fram til loka maí ár
hvert. Skólastarfið varð að ganga
fyrir á þvf tímabili. í tvo mánuði á
hverju sumri var efniviðnum,
mælingum og öðru sinnt að
fullu, en dugði ekki til. Allmargir
hafa tekið þátt í að gróðursetja
plönturnar, og greiða götu mína
á einn eða annan hátt og kann ég
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
23