Skógræktarritið - 15.05.1999, Side 50
Skriðeinir 'Búi’ - )uniperus horizontalis
'Búi’.
Mjaðarlyng ’Gosi’ - Myrica gale 'Gosi’ og
Mjaðarlyng 'Gletta' - Myrica gale 'Gletta'.
Bersarunni 'Funi' - Viburnum edule
'Funi'.
Alaganik, austan við Cordova í
Suður-Alaska, ca. 60°32'N.
Þau eru valin úr hópi fræ-
plantna, þar sem þau skáru sig úr
vegna hraustlegs vaxtar og ríku-
legrar þlómgunar. Gletta er kven-
kynsblómstrandi klónn og Gosi
karlkyns.
Mjaðarlyng er lágvaxinn, þétt-
greinóttur, fíngerður runni, sem
verður um 30-120 cm hár og
breiður eftir aðstæðum. Mjaðar-
lyng þrífst bæði í raklendi og á
þurrari stöðum.
Blöð eru skrúfstæð, mjóöfug-
eggiaga með kíllaga grunni og
tennt í endann. Mjög sérkenni-
legur ilmur gýs upp af þeim við
nudd, og er mjaðarlyng notað
m.a. til að gefa áfengum drykkj-
um sérstakt bragð. Haustlitur er
gulur.
Gletta og Gosi blómstra bæði
ríkulega, hún með litla rauða
rekla og hann með stórum gul-
grænum reklum, rétt fyrirog
samtímis laufgun. Blómbrum
næsta árs eru áberandi stærri á
karlkynsklóninum Gosa, og gefa
runnanum dálítið hnyklað yfir-
bragð á veturna.
Nota má Gosa og Glettu á
ýmsa vegu fyrir utan í brennivfns-
gerð. Þau henta t.d. vel við læki
og tjarnir, í blönduð beð með
skrautrunnum, í lága óklippta
kanta, í stórar steinhæðir og
stalla.
Bersarunni ‘Funi’ - \iburnum edule
‘Funi’
Náð var í Funa rétt við stíginn að
olíuleiðslunni frægu í Cordova í
Suður-Alaska, ca. 60°32’N.
48
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999