Skógræktarritið - 15.05.1999, Side 43
við ána Alaganik á Cördovasvæð-
inu í Suður-Alaska, ca. 60°30’N.
Lýsing: Grannvaxinn, greinótt-
ur, fíngerður og karlkynsblómstr-
andi runni (um 1,6 m hár á Reykj-
um '95). Vetrarsprotar eru ljós-
gráhærðir og börkur dökkbrúnn.
Sumarsprotar Ijúka vexti í annarri
viku september. Blöð eru þunn-
hærð og áberandi tauguð.
Framleiðsla á Ugga gengur vel
og kelur hann ekkert.
Markavíðir:
MUGGA - er góð í öllum tilrauna-
reitum sunnan heiða (Reykir, Sel-
partur, Haukadalur, Hvanneyri),
en er þó betri inn til landsins.
Önnur kvæmi af sömu tegund,
sem eru í tilraunareitum fyrir
vestan og norðan sýna einnig góð
þrif. Náð var í Muggu við vatnið
Harlequin í Yakutat í Suður-
Alaska, ca. 59°30'N.
Lýsing: Greinóttur, miðlungs-
grófur, kvenkynsblómstrandi
runni (um 2 m hár á Reykjum og í
Haukadal '95). Efri helmingur
vetrarsprota er hærður og börkur
dökkbrúnn. Sumarsprotar eru
gljáandi, gulrauðbrúnirtil brúnir
og ljúka vexti í annarri viku sept-
ember. Blöð eru dökkgræn og
með nær hvítum meginæðum.
Framleiðsla á Muggu gengur
vel til sæmilega og kelur hana lft-
ið eða ekkert. Sumarsprotar vaxa
um 40-60 cm á ári.
MÖKKUR - er góður í öllum til-
raunareitum sunnan heiða (Reyk-
ir, Selpartur, Haukadalur, Hvann-
eyri). Hann virðist þolnari á um-
hleypingasömustu stöðunum en
Mugga. Önnur kvæmi af sömu
tegund, sem eru í tilraunareitum
fyrirvestan og norðan sýna
einnig góð þrif. Náð var í Mökk
við þorpið í Yakutat f Suður-
Alaska, ca. 59°31'N.
Lýsing: Mjög þéttgreinóttur,
miðlungsgrófur, karlkynsblómstr-
andi runni (um 2,5 m á hæð á
Reykjum og í Haukadal '95). Efri
helmingur vetrarsprota er hærður
og börkur dökkbrúnn. Sumar-
sprotar þunnhærðir og Ijúka vexti
um miðjan september. Blöð eru
dökkgræn og gljáandi.
Framleiðsla á Mekki gengur vel
og kelur hann lítið eða ekkert.
Sprotar vaxa um 80-100 cm á ári.
Auðnuvíðir:
NÝPA - er góð inn til landsins,
en þarf meira skjól annars staðar
(Reykir, Selpartur, Haukadalur,
Akureyri). Náð var í Nýpu við ána
Matanuska norðan við Anchorage
f Suður-Alaska, ca. 61°45'N.
Lýsing: Grannvaxinn, þéttgrein-
óttur, fíngerður, smávaxinn,
kvenkynsblómstrandi runni (um
1,2 m á hæð á Reykjum ‘95). Vetr-
arsprotar eru hvítloðnir og börkur
rauðgulbrúnn. Sumarsprotar
loðnir og ljúka vexti um miðjan
september. Blöð eru lítil, breið-
sporbaugótt og ljósgrá af hær-
ingu.
Framleiðsla á Nýpu gengur
frekar illa eða sæmilega og kelur
hana mikið hjá framleiðendum
fyrir sunnan, en hins vegar kelur
Nýpu mjög lítið á Akureyri. Notk-
unarsvið er helst sem skraut-
runni.
Bitvíðir:
BUSKA - er góð í öllum tilrauna-
reitum (Reykir, Selpartur, Hauka-
dalur, Lækur, Kópasker, Akureyri,
Hvanneyri). Náð var í Busku við
Steriing, norðan við Anchorage f
Suður-Alaska, ca. 60°32'N.
Lýsing: Breiðvaxinn, lágur,
mjög þéttgreinóttur, fínlegur,
kvenkynsblómstrandi runni (um
1,2 m hár og breiður á Reykjum
'95). Vetrarsprotar eru hárlausir
og börkur grænn til gulbrúnn og
gljáandi. Sumarsprotar Ijúka
vexti í þriðju viku ágúst. Blöð eru
breiðsporbaugótt, þunn og ljós-
græn.
Framleiðsla á Busku gengur vel
til sæmilega og kelur hana lítið
eða ekkert.
Demantsvíðir:
GLÓl - er betri að Læk en í til-
raunareitunum fyrirsunnan
(Reykir, Hvanneyri, Selpartur,
Haukadalur), þar eð honum
hættirtil að lifna snemma í um-
hleypingum. Hann er góður alls
staðar þar sem skjóls nýtur og
þrífst betur inn til landsins. Náð
var í Glóa við lækinn Sampson á
Sewardskaga í Vestur-Alaska, ca.
65°N.
Lýsing: Breiðvaxinn, lágur (um
70 cm á Reykjum '95), þéttgrein-
óttur, ffnlegur karlkynsblómstr-
andi runni. Vetrarsprotar hárlaus-
ir og börkur karamellubrúnn.
Löng, örmjó axlablöð haldast á
ársprotum fram á vetur. Sumar-
sprotar vaxa um 40-60 cm og
ljúka vexti í byrjun september.
Blöð eru mjólensulaga.
Framleiðsla á Glóa gengur
sæmilega og kelur hann mikið til
að byrja með fyrir sunnan. Von-
ast er til að kal verði minna við
réttari framleiðsluaðstæður fyrir
norðan.
Lensuvíðir:
L)ÓMI - er til í nær öllum til-
raunareitunum (Reykir, Hvann-
eyri, Kópasker, Lækur, Akureyri,
Selpartur. Haukadalur). Hann er
góður alls staðar þar sem skjóls
nýtur, og er betri inn til landsins.
Náð var í Ljóma í Palmer norðan
viðAnchorage í Suður-Alaska, ca.
61°46'N.
Lýsing: Mjög grannvaxinn,
þéttgreinóttur, fínlegur og karl-
kynsblómstrandi runni (um 2 m á
hæð á Reykjum '95). Vetrarsprot-
ar eru hárlausir, dálítið gljáandi
og börkur brúnn til brúnfjólublár,
en fljótlega ber mikið á gulgráum
„veðrunarskellum". Eldri greinar
eru gulgráar. Sumarsprotar Ijúka
vexti í byrjun september. Blöð
eru mjó, mjög langydd, áberandi
tennt og dökkgræn.
Framleiðsla á Ljóma gengur vel
til sæmilega og kelur hann yfir-
leitt lítið, nema allra syðst í
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
41