Skógræktarritið - 15.05.1999, Side 43

Skógræktarritið - 15.05.1999, Side 43
við ána Alaganik á Cördovasvæð- inu í Suður-Alaska, ca. 60°30’N. Lýsing: Grannvaxinn, greinótt- ur, fíngerður og karlkynsblómstr- andi runni (um 1,6 m hár á Reykj- um '95). Vetrarsprotar eru ljós- gráhærðir og börkur dökkbrúnn. Sumarsprotar Ijúka vexti í annarri viku september. Blöð eru þunn- hærð og áberandi tauguð. Framleiðsla á Ugga gengur vel og kelur hann ekkert. Markavíðir: MUGGA - er góð í öllum tilrauna- reitum sunnan heiða (Reykir, Sel- partur, Haukadalur, Hvanneyri), en er þó betri inn til landsins. Önnur kvæmi af sömu tegund, sem eru í tilraunareitum fyrir vestan og norðan sýna einnig góð þrif. Náð var í Muggu við vatnið Harlequin í Yakutat í Suður- Alaska, ca. 59°30'N. Lýsing: Greinóttur, miðlungs- grófur, kvenkynsblómstrandi runni (um 2 m hár á Reykjum og í Haukadal '95). Efri helmingur vetrarsprota er hærður og börkur dökkbrúnn. Sumarsprotar eru gljáandi, gulrauðbrúnirtil brúnir og ljúka vexti í annarri viku sept- ember. Blöð eru dökkgræn og með nær hvítum meginæðum. Framleiðsla á Muggu gengur vel til sæmilega og kelur hana lft- ið eða ekkert. Sumarsprotar vaxa um 40-60 cm á ári. MÖKKUR - er góður í öllum til- raunareitum sunnan heiða (Reyk- ir, Selpartur, Haukadalur, Hvann- eyri). Hann virðist þolnari á um- hleypingasömustu stöðunum en Mugga. Önnur kvæmi af sömu tegund, sem eru í tilraunareitum fyrirvestan og norðan sýna einnig góð þrif. Náð var í Mökk við þorpið í Yakutat f Suður- Alaska, ca. 59°31'N. Lýsing: Mjög þéttgreinóttur, miðlungsgrófur, karlkynsblómstr- andi runni (um 2,5 m á hæð á Reykjum og í Haukadal '95). Efri helmingur vetrarsprota er hærður og börkur dökkbrúnn. Sumar- sprotar þunnhærðir og Ijúka vexti um miðjan september. Blöð eru dökkgræn og gljáandi. Framleiðsla á Mekki gengur vel og kelur hann lítið eða ekkert. Sprotar vaxa um 80-100 cm á ári. Auðnuvíðir: NÝPA - er góð inn til landsins, en þarf meira skjól annars staðar (Reykir, Selpartur, Haukadalur, Akureyri). Náð var í Nýpu við ána Matanuska norðan við Anchorage f Suður-Alaska, ca. 61°45'N. Lýsing: Grannvaxinn, þéttgrein- óttur, fíngerður, smávaxinn, kvenkynsblómstrandi runni (um 1,2 m á hæð á Reykjum ‘95). Vetr- arsprotar eru hvítloðnir og börkur rauðgulbrúnn. Sumarsprotar loðnir og ljúka vexti um miðjan september. Blöð eru lítil, breið- sporbaugótt og ljósgrá af hær- ingu. Framleiðsla á Nýpu gengur frekar illa eða sæmilega og kelur hana mikið hjá framleiðendum fyrir sunnan, en hins vegar kelur Nýpu mjög lítið á Akureyri. Notk- unarsvið er helst sem skraut- runni. Bitvíðir: BUSKA - er góð í öllum tilrauna- reitum (Reykir, Selpartur, Hauka- dalur, Lækur, Kópasker, Akureyri, Hvanneyri). Náð var í Busku við Steriing, norðan við Anchorage f Suður-Alaska, ca. 60°32'N. Lýsing: Breiðvaxinn, lágur, mjög þéttgreinóttur, fínlegur, kvenkynsblómstrandi runni (um 1,2 m hár og breiður á Reykjum '95). Vetrarsprotar eru hárlausir og börkur grænn til gulbrúnn og gljáandi. Sumarsprotar Ijúka vexti í þriðju viku ágúst. Blöð eru breiðsporbaugótt, þunn og ljós- græn. Framleiðsla á Busku gengur vel til sæmilega og kelur hana lítið eða ekkert. Demantsvíðir: GLÓl - er betri að Læk en í til- raunareitunum fyrirsunnan (Reykir, Hvanneyri, Selpartur, Haukadalur), þar eð honum hættirtil að lifna snemma í um- hleypingum. Hann er góður alls staðar þar sem skjóls nýtur og þrífst betur inn til landsins. Náð var í Glóa við lækinn Sampson á Sewardskaga í Vestur-Alaska, ca. 65°N. Lýsing: Breiðvaxinn, lágur (um 70 cm á Reykjum '95), þéttgrein- óttur, ffnlegur karlkynsblómstr- andi runni. Vetrarsprotar hárlaus- ir og börkur karamellubrúnn. Löng, örmjó axlablöð haldast á ársprotum fram á vetur. Sumar- sprotar vaxa um 40-60 cm og ljúka vexti í byrjun september. Blöð eru mjólensulaga. Framleiðsla á Glóa gengur sæmilega og kelur hann mikið til að byrja með fyrir sunnan. Von- ast er til að kal verði minna við réttari framleiðsluaðstæður fyrir norðan. Lensuvíðir: L)ÓMI - er til í nær öllum til- raunareitunum (Reykir, Hvann- eyri, Kópasker, Lækur, Akureyri, Selpartur. Haukadalur). Hann er góður alls staðar þar sem skjóls nýtur, og er betri inn til landsins. Náð var í Ljóma í Palmer norðan viðAnchorage í Suður-Alaska, ca. 61°46'N. Lýsing: Mjög grannvaxinn, þéttgreinóttur, fínlegur og karl- kynsblómstrandi runni (um 2 m á hæð á Reykjum '95). Vetrarsprot- ar eru hárlausir, dálítið gljáandi og börkur brúnn til brúnfjólublár, en fljótlega ber mikið á gulgráum „veðrunarskellum". Eldri greinar eru gulgráar. Sumarsprotar Ijúka vexti í byrjun september. Blöð eru mjó, mjög langydd, áberandi tennt og dökkgræn. Framleiðsla á Ljóma gengur vel til sæmilega og kelur hann yfir- leitt lítið, nema allra syðst í SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.