Skógræktarritið - 15.05.1999, Side 127

Skógræktarritið - 15.05.1999, Side 127
MINNING Hannes M. Þórðarson kennari F. 4. apríl 1902. • D. 4. janúar 1998. Þótt Hannes væri ekki mér vitanlega virkur í skógræktar- félagsskapnum, er hans minnst hér fyrir sérstakt verk í þágu skógræktar á íslandi: Rétt fyrir 1960 gekkst hann fyrir því, að hluti jarðarinnar Jórvíkur í Breiðdal, Suður-Múla- sýslu, var afhentur Skógrækt ríkisins til eignar. Gefendur voru fjögur systkin frá lórvík, og meðal þeirra var Hannes. í þetta sinn gáfu þau Skógræktinni landið ofan þjóðvegar, sem var allmjög vaxið lágvöxnu birkikjarri. Og þar er einn af fáum stöðum á íslandi, þar sem blæösp vex villt á fslandi. Síðar gáfu þau Skógræktinni allt landið. Viðbótin er mik- ið sléttlendi í dalbotninum milli þjóðvegar og Breiðdalsár. Skógræktinni var þetta stórgjöf, þar sem hún átti ekkert land á Austfjörðum, og vantaði vissulega vettvang til að vinna á þarna á ströndinni. Sumarið 1961 var lokið við að setja upp rúmlega 8 km langa girðingu um iandið frá þjóðvegi og svo langt upp í hlíðina, sem skynsamlegt þótti. Gróðursett var í girðinguna í þremur iotum 1962, 1964 og 1966, en auk þess stór samanburðartilraun með sitka- greni 1974. Það voru sosum ekki stórar spildur, en nógu stórar til að sýna með tímanum, hvernig þessum nýja gróðri reiddi af á svæði, sem enn var ekki mikil reynsla um. Meðan á þessum framkvæmdum stóð frá 1960 til 1966 dvaldi Hannes austur í Breiðdal hjá hjónunum á næsta bæ, Höskuldsstöðum, sem sýndu þessari óvenjulegu fram- kvæmd í dalnum mikinn velvilja. Hannes fylgdist grannt með öllu frá girðingarvinnu til gróðursetningar, og hvatti til dáða piltana, sem við þetta unnu. Hannes fékk góðan vin sinn, Þórð Pálsson kennara í Reykjavík, til að stjórna gróðursetningunni 1962 og 1964. Það var mikill greiði við Skógrækt ríkisins á Hallormsstað, sem hafði yfrið nógu að sinna þar á staðnum. Þórður Páls- son var þaulvanur gróðursetningu trjáplantna. Hafði í mörg ár séð um ræktunina í Þrastaskógi í Grímsnesi fyrir UMFÍ. Þórður var frábær verkstjóri og árangur af starfi hans var svo góður, að nánast hver einasta planta komst á legg. Á næstu árum var Hannes oft austur í Breiðdal og fylgdist með framvindu gróðursins í Jórvík, sem reyndar var ósköp hæg á kuldaárunum síðari hluta sjöunda áratug- arins. Ég vildi bíða og sjá, hvernig þetta þróaðist við að- stæður, sem voru gjörólfkar því, sem gerðist á Upphéraði. Það var í rauninni fyrst á 9. áratugnum, að nýmarkirnar fóru verulega að spretta úr spori, og sérstaklega hin síð- ustu 10 árin. Nú má sjá í Jórvik glæsilega teiga af flestum þeirra trjátegunda, sem gróðursettar voru fyrir 35 árum, þar sem jarðvegsskilyrði eru nægilega góð. En stór flæmi í Jórvíkurlandi eru raunar ákaflega jarðgrunn og bjóða trjám ekki mikinn vöxt. En birkikjarrið hefir líka breiðst nokkuð út, en fer hægt. Blæöspin lætur líka á sér kræla víðar en var, meðan þarna var beitiland, en vex ákaflega hægt. Á liðnu sumri fór ég allmikið um nýmarkirnar í Jórvík. Þá óskaði ég mér þess oft, að Hannes mætti líta upp úr gröf sinni og sjá, hvað sprottið' hefir af hinni miklu gjöf þeirra systkinanna - og hvað gera má þar í framtíðinni. Ekki aðeins Skógrækt ríkisins stendur í þakkarskuld við Hannes Þórðarson og systkini hans, heldur skógræktar- hreyfingin í landinu, af því að í Jórvík varð til enn einn stökkpallur til framsóknar í því að gefa íslandi nýjan, öflugri og fjölbreyttari gróður en þar var fyrir. Hannes Þórðarson var gagnfræðingur frá Flensborg og Akureyri, sótti lýðháskólana í Fana í Noregi og Askov í Danmörku og brautskráðist fimleikakennari frá hinum þekkta skóla Niels Bukh í Ollerup í Danmörku 1938. Hann fór síðar námsferðir til margra landa. Lengst af var hann kennari við Austurbæjarskólann í Reykjavík. Hann kenndi við nokkra aðra skóla og tók þátt f stéttarfélagsskap barna- kennara frá stofnun 1931, formaður 1945-1948, svo stórt sé stiklað á störfum hans. í öllu fasi og framgöngu var Hannes ákveðinn og sköru- legur, eins og heyrði til starfi hans sem fimleikakennara. Mér þótti mikilsvert að kynnast slíkum manni þessi ár, sem samskipti okkar stóðu. Sigurður Blöndal SKÓGRÆ KTARRITIÐ 1998 125
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.