Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 127
MINNING
Hannes M. Þórðarson
kennari
F. 4. apríl 1902. • D. 4. janúar 1998.
Þótt Hannes væri ekki mér vitanlega virkur í skógræktar-
félagsskapnum, er hans minnst hér fyrir sérstakt verk í
þágu skógræktar á íslandi: Rétt fyrir 1960 gekkst hann fyrir
því, að hluti jarðarinnar Jórvíkur í Breiðdal, Suður-Múla-
sýslu, var afhentur Skógrækt ríkisins til eignar. Gefendur
voru fjögur systkin frá lórvík, og meðal þeirra var Hannes.
í þetta sinn gáfu þau Skógræktinni landið ofan þjóðvegar,
sem var allmjög vaxið lágvöxnu birkikjarri. Og þar er einn af
fáum stöðum á íslandi, þar sem blæösp vex villt á fslandi.
Síðar gáfu þau Skógræktinni allt landið. Viðbótin er mik-
ið sléttlendi í dalbotninum milli þjóðvegar og Breiðdalsár.
Skógræktinni var þetta stórgjöf, þar sem hún átti ekkert
land á Austfjörðum, og vantaði vissulega vettvang til að
vinna á þarna á ströndinni.
Sumarið 1961 var lokið við að setja upp rúmlega 8 km
langa girðingu um iandið frá þjóðvegi og svo langt upp í
hlíðina, sem skynsamlegt þótti.
Gróðursett var í girðinguna í þremur iotum 1962, 1964
og 1966, en auk þess stór samanburðartilraun með sitka-
greni 1974. Það voru sosum ekki stórar spildur, en nógu
stórar til að sýna með tímanum, hvernig þessum nýja
gróðri reiddi af á svæði, sem enn var ekki mikil reynsla um.
Meðan á þessum framkvæmdum stóð frá 1960 til 1966
dvaldi Hannes austur í Breiðdal hjá hjónunum á næsta
bæ, Höskuldsstöðum, sem sýndu þessari óvenjulegu fram-
kvæmd í dalnum mikinn velvilja. Hannes fylgdist grannt
með öllu frá girðingarvinnu til gróðursetningar, og hvatti
til dáða piltana, sem við þetta unnu.
Hannes fékk góðan vin sinn, Þórð Pálsson kennara í
Reykjavík, til að stjórna gróðursetningunni 1962 og 1964.
Það var mikill greiði við Skógrækt ríkisins á Hallormsstað,
sem hafði yfrið nógu að sinna þar á staðnum. Þórður Páls-
son var þaulvanur gróðursetningu trjáplantna. Hafði í
mörg ár séð um ræktunina í Þrastaskógi í Grímsnesi fyrir
UMFÍ. Þórður var frábær verkstjóri og árangur af starfi
hans var svo góður, að nánast hver einasta planta komst á
legg.
Á næstu árum var Hannes oft austur í Breiðdal og
fylgdist með framvindu gróðursins í Jórvík, sem reyndar
var ósköp hæg á kuldaárunum síðari hluta sjöunda áratug-
arins. Ég vildi bíða og sjá, hvernig þetta þróaðist við að-
stæður, sem voru gjörólfkar því, sem gerðist á Upphéraði.
Það var í rauninni fyrst á 9. áratugnum, að nýmarkirnar
fóru verulega að spretta úr spori, og sérstaklega hin síð-
ustu 10 árin. Nú má sjá í Jórvik glæsilega teiga af flestum
þeirra trjátegunda, sem gróðursettar voru fyrir 35 árum,
þar sem jarðvegsskilyrði eru nægilega góð. En stór flæmi í
Jórvíkurlandi eru raunar ákaflega jarðgrunn og bjóða trjám
ekki mikinn vöxt. En birkikjarrið hefir líka breiðst nokkuð
út, en fer hægt. Blæöspin lætur líka á sér kræla víðar en
var, meðan þarna var beitiland, en vex ákaflega hægt.
Á liðnu sumri fór ég allmikið um nýmarkirnar í Jórvík. Þá
óskaði ég mér þess oft, að Hannes mætti líta upp úr gröf
sinni og sjá, hvað sprottið' hefir af hinni miklu gjöf þeirra
systkinanna - og hvað gera má þar í framtíðinni.
Ekki aðeins Skógrækt ríkisins stendur í þakkarskuld við
Hannes Þórðarson og systkini hans, heldur skógræktar-
hreyfingin í landinu, af því að í Jórvík varð til enn einn
stökkpallur til framsóknar í því að gefa íslandi nýjan,
öflugri og fjölbreyttari gróður en þar var fyrir.
Hannes Þórðarson var gagnfræðingur frá Flensborg og
Akureyri, sótti lýðháskólana í Fana í Noregi og Askov í
Danmörku og brautskráðist fimleikakennari frá hinum
þekkta skóla Niels Bukh í Ollerup í Danmörku 1938. Hann
fór síðar námsferðir til margra landa. Lengst af var hann
kennari við Austurbæjarskólann í Reykjavík. Hann kenndi
við nokkra aðra skóla og tók þátt f stéttarfélagsskap barna-
kennara frá stofnun 1931, formaður 1945-1948, svo stórt
sé stiklað á störfum hans.
í öllu fasi og framgöngu var Hannes ákveðinn og sköru-
legur, eins og heyrði til starfi hans sem fimleikakennara.
Mér þótti mikilsvert að kynnast slíkum manni þessi ár,
sem samskipti okkar stóðu.
Sigurður Blöndal
SKÓGRÆ KTARRITIÐ 1998
125