Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 78
greindum plássum sprettur skóg-
ur, heldur fúnar og rotnar."16
í öðru bréfi síðar í desember
1847 mælist skógverndarnefndin
til þess að skógarló sú sem þá var
í Búrfelli yrði alfriðuð næstu þrjú
árin. „En í stað þess sparnaðar
ættum vér Eystrihreppsmenn að
nota okkur til kola - í millitíð -
kalviðarló þá sem hér og þar er að
finna um afrétt okkar''.17
Tíminn var enn ekki kominn til
friðunar Búrfellsskógar. En árið
1852 skrifuðu þeir Guðmundur
Þorsteinsson í Hlíð, Guðmundur
Magnússon á Minna-Hofi og
Bjarni Oddsson í Sandlækjarkoti
Þórði Guðmundssyni á Litla-
Hrauni sem þá var nýlega orðinn
sýslumaðurÁrnesinga. Skoruðu
þeir á sýslumann að friða Búr-
fellsskóg og meina Rangæingum
að kaupa skóg á Skriðufelli. Ekki
treysti sýslumaður sér til að af-
greiða þessa ósk þá þegar, en
þegar bónin var endurnýjuð í
september 1856 ákvað sýslumað-
ur að vísa henni til amtsins. Kær-
komin væru afskipti þess, enda
væri þetta í anda konunglegrar
tilskipunar frá 1805 fyrirdanska
konungsríkið í heild. „Grund-
vallarreglurnar úr henni um
viðhald skóganna hafa Skriðu-
fellseigendurnir ekki viljað þýð-
ast", skrifar sýslumaður, „þótt ég
hafi bréflega á mínum fyrstu
árum hér bent þeim alvarlega á
þær".18 Úrskurður amtsins var svo
gefinn þann 25. febrúar 1857. |.G.
Trampe greifi og stiftamtmaður
telur mál þetta „svo mikilsvarð-
andi fyrir land og lýð að það
mætti ætla að ekki þyrfti með
sektum og hegningum að til-
halda skógareigendum að gæta
þarna eigin hagsmuna". Fól
Trampe sýslumanni að komast
að raun um hvort Skriðufells-
skógi sé eyðilegging búin og með
ráði tilsjónarmanna megi hann
fyrirbjóða skógareigendum að
höggva skóginn „nema tii eigin
sparsamra heimilisþarfa".'5
Á Búrfellsskóg var ekki minnst f bréfinu frá Trampe.En Þorsteinn Bjarnason fræðimaður frá Há- holti drepur á þetta mál mörgum áratugum seinna og telur að Þórður sýslumaður hafi tekið málið að sér, „og vannst högg f Búrfelli og Skriðufellsbændur hættu að mestu að leyfa Rang- vellingum skógarhögg".20 Lauk þar að mestu bréfaskipt- um og skýrslum um ástand skóga ÍÁrnessýsiu, en telja má að þeim hafi verið bjargað á úrslitastund.
HEIMILDIR 12. Landsbókasafn íslands. Hand-
1. Þjóðskjalasafn fslands: Veðmála- bók Árnessýsiu 1790-1824. ritadeild: Brynjúlfur Jónsson:
Skrá yfir bændur í Gnúpverja-
hreppi frá elstu manna minnum.
2. Þ.I. Veðmálabók 1790-1824 Lbs. 2608 8vo.
3. Æfisaga Þórðar Sveinbjarnarson- 13. Þ.Í.: Bréfabók 1841-48. Árn. III. 11.
ar. Reykjavík 1916. nr. 100.
4. Þ.I.: Bréfabók sýslumanns Árnes- 14. Þ.Í.: Bréfasafn Árnessýslu. Árn. 11.
sýslu 1822-1828. Árn. III. 6. nr. 31. 26. bl. 24. febr. 1847.
5. Þ.Í.: Bréfabók 1828-31. Árn. III. 7. 15. Þ.Í.: Bréfasafn Árnessýslu. Árn. II.
nr. 561. 26.b. 14. sept. 1848.
6. Þ.Í.: Bréfabók 1822-28. Árn. III. 6. 16. Þ.Í.: Bréfasafn Árnessýsiu. Árn. II.
nr 406. 26. b. 10. des. 1847.
7. Þ.Í.; Bréfabók 1828-31. Árn. III. 7. 17. Þ.Í.: Bréfasafn Árnessýslu. Árn. II.
nr. 734. 26. bn. 20. des. 1847.
8. Þ.Í.: Bréfabók 1828-31. Árn. III. 8. 18. Þ.Í.: Bréfabók 1852-58. Árn. III. nr.
nr. 41-44. 1322. 12. des. 1856.
9. Þ.Í.: Bréfasafn Árnessýslu. Árn. II. 19. Þ.Í.: Bréfasafn Árnessýslu. Árn. II.
26. b. 30. apríl 1842. 30. 13. jan. 1857.
10. Þ.Í.: Bréfabók 1841-48. Árn. III. 11. 20. Lbs. Handritadeild: Þorsteinn
nr. 779. Bjarnason: Samtíningur um
11. ÞBréfasafn Árnessýslu. Árn. 11. Gnúpverjahrepp á 19. öld. Lbs.
26.b.30. nóv. 1847. 2866 8vo.
- FERÐAFÉLAG ÍSLANDS -
FJÖLBREYTT 0G LIFANDI STARF
Árbækur: Vandaðar heimildir um landið okkar.
Árbókin 1999 fjallarum Vestur-ísafjarðarsýslu.
Skálar: 33 sæluhús á fjöllum og í eyðibyggðum.
Ferðir: Við allra hæfi, langarog stuttar, um fjöll og
láglendi.
Félagar: Um 8000 talsins og taka þátt í dagsferðum,
helgarferðum, sumarleyfisferðum, vinnuferðum og
ýmsum verkefnum auk þess að lesa árbókina sér til
gagns og skemmtunar. Félagar njóta afsláttarkjara í
ferðum og skálum og að auki hjá ýmsum fyrirtækjum
Fræðslurit: Til fróðleiks um ýmsar leiðir og svæði,
fást á skrifstofunni ásamt öðrum útgáfum F.í.
Fréttabréf: Eru gefin út fjórum sinnum á ári, þ.á.m.
er ferðaáætlun ársins.
Deildir F.Í.: Eru 10 talsins, vítt og breitt um landið.
Skrifstofan: Mörkinni 6, 108 Reykjavík, s. 568 2533,
fax 568 2535. Fleimasíða: www.fi.is
Netfang: fi@fi.is
i
76
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999