Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 40
S. alaxensis ssp. longistylis í haustlit.
Alaskavíðir (hárlaus).
Haukadalur, Selpartur), einnig
nálægt sjó sunnanlands. Klónar
af sama kvæmi og tegund fyrir
norðan og vestan eru einnig góð-
ir þar. Náð var í Heklu við jökul-
fljótið Dangerous íYakutat í
Suður-Alaska, ca. 59°30'N.
Lýsing: Fágreinóttur, mjög
grófur, mjög þéttblöðóttur og
kvenkynsblómstrandi runni (um
2,8 m á hæð á Reykjum '95).
Vetrarsprotar eru ýmist kafloðnir
(dvergsprotar) eða hárlausir
(langsprotar) og börkur er brún-
blár, en greinar brúngrænar og
gljáandi. Sumarsprotar ljúka
vexti í byrjun september. Blöð
eru mjög stór og breið (hálfgerð
„rabarbarablöð").
Framleiðsla á Heklu gengur vel
til sæmilega, og hana kelur ekkert.
Sprotar vaxa um 40-50 cm á ári.
TÖGGUR - er góður í öllum til-
raunareitum sunnan heiða (Reyk-
ir, Hvanneyri, Selpartur, Hauka-
dalur, Prestsbakki), einnig nálægt
sjó. Kvæmi Töggs er ekki til fyrir
norðan og vestan því miður, en
annað kvæmi af sömu tegund frá
stað ekki langt frá Alaganik þrífst
vel og er til alls staðar. Náð var í
Tögg við ána Alaganik á Cordova-
svæðinu í Suður-Alaska, ca.
60°30’N.
Lýsing: Grannvaxinn, fástofna,
mjög grófur og karlkynsblómstr-
andi runni (um 4 m á hæð á
Reykjum '95). Vetrarsprotar eru
hárlausir og börkur gulgrænn til
gulur, en greinar gulbrúnar og
gljáandi. Sumarsprotar eru græn-
ir, vaxbornir og Ijúka vexti í byrj-
un september. Blöð eru stór,
bylgjuð og breið.
Framleiðsla á Tögg gengur vel
og hann kelur ekkert. Sprotar
vaxa um 80-100 cm á ári.
SKESSA - er góð í öllurrr til-
raunareitum sunnan heiða
(Reykir, Haukadalur, Selpartur
og Prestsbakki), einnig nálægt
sjó. Kvæmi Skessu er ekki til fyrir
norðan og vestan því miður, en
annað kvæmi af sömu tegund frá
stað ekki langt frá Alaganik þrífst
vel og er til alls staðar. Náð var í
Skessu við ána Alaganik á
Cordovasvæðinu í Suður-Alaska,
ca. 60°30’N.
Lýsing: Marggreinóttur, geysi-
lega þróttmikill, mjög grófur og
kvenkynsblómstrandi runni (um
4 m á hæð á Reykjum '95). Vetr-
arsprotar eru hárlausir og börkur
dökkbrúnfjólublár, en greinar
gulbrúnar og gljáandi. Sumar-
sprotar ljúka vexti í byrjun sept-
ember. Blöð eru breið og miðl-
ungsstór.
Framleiðsla á Skessu gengur
vel og hana kelur ekkert. Sprotar
vaxa um 80-100 cm á ári.
38
SKÓGRÆKTARRlTiÐ 1999