Skógræktarritið - 15.05.1999, Side 48

Skógræktarritið - 15.05.1999, Side 48
hleðslur og láta hann breiða úr sér niður á við. Þúfuvíðir ‘Bústi' - Salix barrattiana ‘Bústi’ Bústi er úr safni tilraunastöðvar- innar f Palmer í Suður-Alaska, ca. 61°46’N. Um uppruna hans er ekkert nánar vitað. Bústi er þéttgreinóttur, lágur, hálfkúlulaga runni. Ungargreinar eru stuttar, uppsveigðar og hærð- ar, en eldri greinar rauðbrúnar til dökkbrúnar. Blöð hafa tilhneigingu til að rísa lóðrétt upp, sem gefur runn- anum sérkennilegt yfirbragð. Þau eru mjóöfugegglaga, með kíllaga grunni, silfurgrá og loðin. Axla- blöð eru áberandi en ekki stór. Haustlitur er gulur og með áber- andi dökkum æðastrengjum. Bústi blómstrar fyrir laufgun. Karlkynsblómstrandi reklarnir eru í fyrstu áberandi rauðleitir, en sfðan skærgulir og rétt fyrir visn- un mynda þeir eins og bleikt ský yfir öllum runnanum. Bústa er hægt að nota á ýmsa vegu, svipað og gert er með lág- vaxinn loðvfði. Mætti prófa að hafa þá saman í þekjugróður- setningum ásamt myrtuvíði. Auk þess er Bústi tilvalinn í ekki of grasgefin sumarbústaðalönd. Demantsvíðir 'Flesja' - Salix planifolia ssp. pulchra 'Flesja' Náð var í Flesju við Peterslæk á Bjarnarfjalli í Suður-Alaska, ca. 62°15’N. Flesja er, eins og klónsheitið gefur til kynna, flatvaxinn og nær allar greinar láréttvaxandi. Runn- inn vex hratt og þekur auðveld- lega tvo fermetra á fáeinum árum. Tegundin demantsvíðir myndar venjulega 1-2 metra háa runna (sjá umfjöllun um ‘Glóa’) og Flesja er því mjög sérstök með sínar láréttu greinar. Vetrarlitur ársprotanna er áberandi gulrauð- brúnn. Blöð Flesju eru áberandi fallega græn og gljáandi. Þau eru lensu- laga, líkjast gulvíðiblöðum (gul- vfðir og demantsvíðir eru taldir af mörgum til sömu tegundar), en eru langyddari íbáða enda. Haustlitur er gulur, appelsfnugul- urtil gulbrúnn. Sérkenni Flesju sést betur eftir lauffall, en það eru áberandi löng og mjó axlablöð, sem haldast oftast allan veturinn á greinunum. Flesja er kvenkynsblómstrandi. Reklar eru litlir, lítið áberandi og blómgast fyrir laufgun. Notkunarsvið er eins og hjá Skriðni, en Flesja myndar þó heldur greinaþéttari „mottu". Skrautrunnar kynntir 1997 Á ráðstefnu garðplöntuframleið- enda um „íslenska garðplöntu- framleiðslu" þann 9. október 1997 voru eftirfarandi skrautrunn- ar úr Alaskaefniviðnum frá 1985 kynntir og tilbúnir til sleppingar: Sveighyrnir ‘Roði’ - Cornus sericea 'Roði’ Roði er frá Dyea við bæinn Skag- way í Suðaustur-Alaska, ca. 59°27'N. Roði varð fyrstur til að blómstra af fimm runnum af þessu kvæmi og hefur haldið því forskoti síðan. Sérkenni sveighyrnis er dumb- rauður börkur á ársprotum. Hefur hann því mjög upplífgandi áhrif á vetrarmynd garða. Sveighyrnir verður 1-3 metra hár og breiður í heimkynnum sínum. Hann er þéttgreinóttur, og greinar sem svigna niður að jörð, slá auðveld- lega rót. Af þeim eiginleika er dregið eldra vísindaheiti hans stolonifera. Roði verður fyrir haust- kali ef frystir óvenjumikið og snemma, en kelur annars lítið. Blöð eru gagnstæð, breiðspor- baugótt, ydd og mjög áferðarfal- leg. Haustlitur er mjög áberandi gulur og rauður. Blómin eru hvít í sveip á endum sprota síðasta árs. Má sjá blómhnappana strax að hausti árið áður. Berin eru hvít til ljósblá, en þau sjást sjaldan hér. Roði er kærkomin viðbót í stór og lítil runnabeð með sinn sér- staka vetrarlit. Best er að stað- setja hann þar sem einhvers skjóls og hlýju nýtur, til að tryggja góða herðingu greinanna alveg út í enda þar sem blómin myndast. Silfurblað 'Skíma' - Elaeagnus commutata 'Skíma' Náð var í Skfmu við ána Chicka- loon í Matanuskadal í Suður- Alaska, ca. 61°55’N. Skíma kom út með besta rótun og vöxt af 8 klónum af þessu kvæmi. Skíma þolirvel umhleypinga- sama vetur á Reykjum, þrátt fyrir að vera ættuð úr tiltölulega stöð- ugu meginlandsloftslagi á bak við strandfjöll Alaska. Silfurblað verður eftir aðstæð- um 1-3 metra hátt í heimkynnum sínum. Á bersvæði og mjög áveð- urs verður runninn miklu lægri og breiðist út með rótarskotum. Skímu kelurað jafnaði ekkert. Silfurblað hefur, eins og nafnið gefurtii kynna, frekar óvenjulega og sterka liti. Ársprotar eru silfur- hvítir til að byrja með, en verða síðan ryðrauðirtil bronslitiraf skjaldhárum. Blöðin standa þétt og eru silfurhvít. Haustlitur er daufgulur eða ljósbrúnn. Blóm eru klukkulaga, hanga við hliðina á blaðstilkunum og sjást illa vegna þess að þau eru silfur- hvít eins og þlöðin. En að innan eru þau skærgul. Flestirtaka fyrst eftir blómgun hjá silfurblaði, vegna ilmsins sem þau gefa frá sér. Ilmurinn er áberandi sterkur og þægilegur. Eftir lauffall koma í Ijós silfur- hvít, stór ber, sem skreyta runn- ann fram á vetur. Skíma hentar þar sem rótar- skot hennar verða ekki til vand- ræða. Rótarskot koma oftast ekki í ljós fyrstu árin í görðum, nema 46 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.