Skógræktarritið - 15.05.1999, Side 114

Skógræktarritið - 15.05.1999, Side 114
Þetta fólk bar hitann og þungann af skipulagningu ferðarinnar, Richard Toleman, Jean Balfour og Michael Osborne Ljósm.: I.G.P. (S.í). grein fyrir því helsta sem læra mátti í ferðinni. Tel ég að óvíða séu forsendur skógræktar eins líkar okkar og í Skotlándi, bæði í náttúrulegum, sögulegum og fé- lagslegum skilningi. Ætla ég ekki að rekja ferðasöguna lið fyrir lið heldur reyna að bregða almennu ljósi á umhverfi skógræktar í Skotlandi. Hópurinn flaug frá Keflavík til Glasgow þaðan sem skipulögð var hringferð norður um skosku hálöndin. Ferðuðumst við á tveimur rútum og voru Richard Toleman og Dr. Jean Balfour leið- sögumenn. Richard er skógfræð- ingur og fyrrverandi sérfræðingur hjá Rfkisskógræktinni (Forestry Commission) en Jean er fyrrverandi formaður skoska skógræktar- félagsins, mikill íslandsvinur og hefur komið hingað til lands margoft. Þeim til halds og trausts var sfðan Michael Osborne, fram- kvæmdastjóri RSFS. Komið til Skotlands Skotland er um 80.000 km2 að flatarmáli eða liðlega 3/4 af flatarmáli íslands. Skipta má Skotlandi landfræði- lega í tvennt, svokölluð hálönd (highlands) sem liggja lengst í norðri og svo láglendari syðri hluta (lowlands). Láglöndunum má síðan skipta f tvo meginhluta, láglent miðbik þar sem stærstu borgirnar, Glasgow og Edinborg er að finna og svo hæðirnar þar suður af (southern uplands). Þéttbýli er mest um þetta láglenda mið- bik, en hálöndin eru strjálbýl, sér- staklega þegar norðar dregur. Skotland er hvergi mjög hálent, heldur einkennist af ávölum hæðum, djúpum ílöngum vötn- um, heiðalöndum og svo um- 112 fangsmiklum mýrlendum. Lofts- lag er hafrænt, mildir vetur, frekar svöl sumur, vindasamt og mikil úrkoma, sérstaklega í vestari hlutanum sem veit að Atlants- hafi. Austari hlutinn ber meiri meginlandseinkenni með þurrara veðurfari, hærri sumarhita og meira skjóli. Eignarhald á landi í Skotlandi er talsvert ólfkt því sem hér ger- ist. Ríkið er afar stór landeigandi og á í dag um 46% allra skóga. Land í einkaeign tilheyrir hins vegar frekar fáum, mjög stórum landeigendum (estate owners), sem síðan leigja út lönd til leiguliða. Þetta fyrirkomulag hefur verið lengi við lýði og er algengt að sama leiguliðafjölskyldan hafi búið á.sömu jörðinni f margar kynslóðir. Skógar í Skotlandi til forna Saga Skotlands segir merkilega svipaða sögu af skógeyðingu og við þekkjum héðan frá íslandi. Eftir að hlýna tók í lok síðustu ís- aldar fyrir um 9000 árum klædd- ist stærstur hluti Skotlands skóg- um. Láglendið laufskógum, sem samanstóðu aðallega af trjáteg- undunúm eik, aski og álmi, en hálöndin að mestu skógarfuru- og birkiskógum. Skógarfuran er eina sígræna trjátegundin sem hefur myndað samfellda skóga í Skotlandi eftir ísöld. Hægfara eyðing skóga í Skot- landi er talin hefjast fyrir um 4000 árum samhliða þróun í akuryrkju og fjölgun búpenings. Þegar kom fram á miðaldir er talið að mikið hafi verið gengið á skógana. en engu að síður hafi Burknastóð í skógarfuruskógi. Ljósm.: J.G.P. (S.f). SKÓGRÆ KTARRITIÐ 1999
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.