Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 114
Þetta fólk bar hitann og þungann af
skipulagningu ferðarinnar, Richard
Toleman, Jean Balfour og Michael
Osborne Ljósm.: I.G.P. (S.í).
grein fyrir því helsta sem læra
mátti í ferðinni. Tel ég að óvíða
séu forsendur skógræktar eins
líkar okkar og í Skotlándi, bæði í
náttúrulegum, sögulegum og fé-
lagslegum skilningi. Ætla ég ekki
að rekja ferðasöguna lið fyrir lið
heldur reyna að bregða almennu
ljósi á umhverfi skógræktar í
Skotlandi.
Hópurinn flaug frá Keflavík til
Glasgow þaðan sem skipulögð
var hringferð norður um skosku
hálöndin. Ferðuðumst við á
tveimur rútum og voru Richard
Toleman og Dr. Jean Balfour leið-
sögumenn. Richard er skógfræð-
ingur og fyrrverandi sérfræðingur
hjá Rfkisskógræktinni (Forestry
Commission) en Jean er fyrrverandi
formaður skoska skógræktar-
félagsins, mikill íslandsvinur og
hefur komið hingað til lands
margoft. Þeim til halds og trausts
var sfðan Michael Osborne, fram-
kvæmdastjóri RSFS.
Komið til Skotlands
Skotland er um 80.000 km2 að
flatarmáli eða liðlega 3/4 af
flatarmáli íslands.
Skipta má Skotlandi landfræði-
lega í tvennt, svokölluð hálönd
(highlands) sem liggja lengst í
norðri og svo láglendari syðri
hluta (lowlands). Láglöndunum má
síðan skipta f tvo meginhluta,
láglent miðbik þar sem stærstu
borgirnar, Glasgow og Edinborg
er að finna og svo hæðirnar þar
suður af (southern uplands). Þéttbýli
er mest um þetta láglenda mið-
bik, en hálöndin eru strjálbýl, sér-
staklega þegar norðar dregur.
Skotland er hvergi mjög hálent,
heldur einkennist af ávölum
hæðum, djúpum ílöngum vötn-
um, heiðalöndum og svo um-
112
fangsmiklum mýrlendum. Lofts-
lag er hafrænt, mildir vetur, frekar
svöl sumur, vindasamt og mikil
úrkoma, sérstaklega í vestari
hlutanum sem veit að Atlants-
hafi. Austari hlutinn ber meiri
meginlandseinkenni með þurrara
veðurfari, hærri sumarhita og
meira skjóli.
Eignarhald á landi í Skotlandi
er talsvert ólfkt því sem hér ger-
ist. Ríkið er afar stór landeigandi
og á í dag um 46% allra skóga.
Land í einkaeign tilheyrir hins
vegar frekar fáum, mjög stórum
landeigendum (estate owners), sem
síðan leigja út lönd til leiguliða.
Þetta fyrirkomulag hefur verið
lengi við lýði og er algengt að
sama leiguliðafjölskyldan hafi
búið á.sömu jörðinni f margar
kynslóðir.
Skógar í Skotlandi til forna
Saga Skotlands segir merkilega
svipaða sögu af skógeyðingu og
við þekkjum héðan frá íslandi.
Eftir að hlýna tók í lok síðustu ís-
aldar fyrir um 9000 árum klædd-
ist stærstur hluti Skotlands skóg-
um. Láglendið laufskógum, sem
samanstóðu aðallega af trjáteg-
undunúm eik, aski og álmi, en
hálöndin að mestu skógarfuru-
og birkiskógum. Skógarfuran er
eina sígræna trjátegundin sem
hefur myndað samfellda skóga í
Skotlandi eftir ísöld.
Hægfara eyðing skóga í Skot-
landi er talin hefjast fyrir um
4000 árum samhliða þróun í
akuryrkju og fjölgun búpenings.
Þegar kom fram á miðaldir er
talið að mikið hafi verið gengið á
skógana. en engu að síður hafi
Burknastóð í skógarfuruskógi.
Ljósm.: J.G.P. (S.f).
SKÓGRÆ KTARRITIÐ 1999