Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 25

Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 25
ÓLAFUR STURLA NJÁLSSON Úrvinnsla Alaskaverkefnis frá 1985 INNGANGUR í grein þessari er fjallað um úrval plantna úr svokölluðum Alaska- efnivið frá árinu 1985. Er fyrst og fremst fjallað annars vegar um víðinn og hins vegar skrautrunn- ana, en ýmislegt fleira fær að fljóta með. Haustið 1985 héldu fjórirgal- vaskir gróðurelskendur, Óli Valur Hansson, Ágúst Árnason, Kári Aðalsteinsson og Böðvar Guð- Salix alaxensis ssp. longistylis. Hárlaus alaskavíðir í haustlit. Haustskoðun Gróðurbótafélagsins í víðireitum í Mörkinni á Hallormsstað, sept. '91. mundsson til Alaska og Yukon og ferðuðust mörg þúsund kílómetra um þvert og endilangt norðvest- urhorn Ameríku, til þess að ná í sem fjölbreyttastan efnivið af sem flestum tegundum trjáa, runna og jurta. Mikil áhersla var lögð á að ná í sem flest kvæmi og klóna af hverri tegund og óðu þeir um í öllum gróðursamfélögum og loftslagsgerðum, alveg frá fjöru og upp í skógarmörk við söfnun si'na á fræi, græðlingum og plönt- um. Lýsingu á ferð þeirra félaga má finna í greininni „Fræsöfnun í Alaska og Yukon haustið 1985", sem birtist í Ársriti Skógræktarfé- lags íslands árið 1986. Að taka síðan á þessum efni- viði öllum, ala hann upp og gróð- ursetja víða um land og fylgjast með, hefur á margan hátt reynst brautryðjendastarf. Bæði er um- fangið svo mikið og hitt að samstarf hinna ýmsu stofnana í landbúnaðargeiranum og skóg- ræktargeiranum varð að koma til. Svokallað Gróðurbótafélag varð til af aðkallandi nauðsyn, til að koma lykilfólki í geirunum saman til skrafs og ráðagerða um fram- tíð og meðhöndlun efniviðarins. Vorið 1986 var ákveðið að skipta í tvennt hverri grein af öll- um víði og öspum. Annar helm- ingurinn fór f ræktun hjá Skóg- rækt ríkisins á Hallormsstað en hinn helmingurinn til Garðyrkju- skóla rfkisins, þar sem mér var falin umsjá og prófun efniviðar- ins. Sama tilraunanúmer er á báðum helmingunum, þannig að samanburður á að vera auðveld- ur. Reiturinn á Hallormsstað er í umsjá Rannsóknastöðvarinnar á Mógilsá, og verður þvf lítið fjall- að um hann hér. Óli Valur Hansson sendi mér næstu tvö árin litlar fræprufur af nær öllum tegundum og kvæm- um barrtrjáa, lauftrjáa og skraut- runna úr ferðinni. Eru því til sýnishorn af þeim í tilraunareit- um, í garði skólans og á ýmsum stöðum í skógræktinni á Reykjum. Ég var í fullu starfi sem fag- deildarstjóri á garðplöntubraut skólans, og því hlaut öll tilrauna- vinna að mæta afgangi frá ágúst- lokum og fram til loka maí ár hvert. Skólastarfið varð að ganga fyrir á þvf tímabili. í tvo mánuði á hverju sumri var efniviðnum, mælingum og öðru sinnt að fullu, en dugði ekki til. Allmargir hafa tekið þátt í að gróðursetja plönturnar, og greiða götu mína á einn eða annan hátt og kann ég SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.