Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 92
2. mynd. Við meiri stækkun koma í ljós dökkar flikrur á baki og rauð augu. Köngul
ingurinn er þakinn hárum, enda treystir hann meira á snertiskyn en sjónskyn.
ir tveim metrum. Árásir mítlanna
leiða til sprota-og nálarstyttingar.
Yfir vetrarmánuðina lifir
köngulingurinn á eggstigi (3.
mynd). Á norðlægum slóðum
klekst vetrareggið út um mánaða-
mótin maí/júní (Bejer, 1979). f
sunnanverðri Skandinavíu verpir
hver mítill 30-40 eggjum með
meyfæðingu (Bejer, 1979). Úr
eggjum skríða sexfættar gyðlur.
Þær nærast í nokkra daga áður en
þær leita skjóls til að hafa fyrstu
hamskipti. Við fyrstu hamskipti
bætist fjórða fótaparið við. Tvenn
hamskipti fylgja í kjölfarið og er
þá kominn fram fullorðinn mftill
(lohnson & Lyon, 1988). Fjöldi
kynslóða á ári ákvarðast að
mestu leyti af hitastiginu, því
meiri hiti því fleiri kynslóðir. í
Danmörku eru að jafnaði fjórar
kynslóðir á ári. Áður en sú athug-
un, sem hér greinir frá, var gerð
lá engin vitneskja fyrir um kyn-
slóðafjöldann á íslandi en eitt af
markmiðum þessa verkefnis var
að ákvarða hann.
Sýnataka og aðferðir
Rannsóknin var framkvæmd
sumarið 1995. Sýni voru tekin úr
u.þ.b. eins hektara rauðgrenireit
í Hallormsstaðaskógi sem er um
1 km utan við Atlavík. Tekin voru
sýni þrisvar yfir sumarið: 6. júní,
4. júlf og að lokum 24. júlf. Reitn-
um var skipt í fjórar blokkir sem
hver um sig var hlutuð niður í 5
minni reiti. í allt var því um 20
smáreiti að ræða sem hver um
sig innihélt 20 merkt tré. Til-
raunaliðir voru fimm en hérverða
aðeins sýndar niðurstöður úr
ómeðhöndluðum reitum (reitum
sem ekki voru eitraðir). Sýni voru
tekin á þann hátt að úr hverjum
smáreit voru klipptar 10 greinar
af handahófi, sem hver um sig
var 15 cm löng. Flæmir var notað-
ur til að fæla lifandi mítla niður
úr greinum f lítil sýnaglös full af
alkóhóli. Hver flæming stóð yfir í
rúmlega einn klukkutíma. Ung-
viði (sexfætt) og gyðlur eða full-
orðin dýr (áttfætt) voru aðgreind
og talin undir víðsjá. Fyrir flæm-
ingu voru bæði sumar- og vetrar-
egg talin undirvíðsjá. Hverri
grein var rennt í gegnum sjónsvið
víðsjár á 20-30 sekúndum við
10 x stækkun og talin öll þau egg
sem sáust. Eingöngu vartalið á
neðra borði greina.
Lífsferill og kynslóðafjöldi
Á 4. mynd má sjá niðurstöður úr
þeim fjórum smáreitum sem ekki
voru úðaðir með eitri og ættu því
að sýna eiginlegan lífsferil
köngulingsins. Vetraregg og ný-
klaktar gyðlur fundust eingöngu
við fyrstu sýnatöku. Við aðra
sýnatöku fundust eingöngu gyðl-
ur og/eða fullorðin dýr ásamt
sumareggjum. Við þriðju sýna-
töku hafði gyðlum og/eða full-
orðnum dýrum fækkað en fjöldi
sumareggja aukist. Gera má ráð
fyrir að tíminn frá mestum fjölda
vetrareggja að mestum fjölda
sumareggja gefi til kynna þann
tíma sem það tekur eina kynslóð
að renna sitt skeið. Samkvæmt
þessum niðurstöðum spannar
ein köngulingskynslóð rúmlega
einn og hálfan mánuð (frá 4. júní
fram að 24. júlí), en hafa ber í
huga að við fyrstu talningu var
þegar komið fram sexfætt ungviði
sem bendir til þess að nokkur
hluti eggja hafi þá þegar verið
klakinn. Þvf má gera ráð fyrir að
kynslóðatími köngulingsins sé
örlítið lengri, hugsanlega kring-
um 8 vikur við meðalhita í kring-
um 10°C.
3. mynd. Sumaregg köngulings eru
rauðbleik að lit. Eitt eggjanna er þegar
klakið. Spuni mauranna festir eggin
niður á greninálina.
90
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999