Skógræktarritið - 15.05.1999, Síða 31
A-plöntur í sept. 1991 á Kópaskeri.
Frostsviðinn alaskavíðir. Kópaskerí
lok júní 1992 eftir hret.
og flestir höfðu ekki roð við um-
hleypingunum á Reykjum. Þeir
voru því látnir standa óhreyfðir
áfram þar til séð yrði hvort þeir
næðu sér upp.
En þeim hélt áfram að hraka.
Er um þriðjungur plantnanna
ennþá lifandi og aðeins örfáar
halda í horfinu árið 1998. Þær
hafa ekkert sérstakt við sig, til að
verða valdar til framleiðslu, að
minnsta kosti miðað við reynsl-
una af þeim í reitnum á Reykjum.
Mat mitt er þvf, að best sé að láta
úrval í víði frá Yukon fara fram í
Hafursárreitnum, sem hefur
einna best skilyrði við prófun á
efniviði úr meginlandsloftslagi og
spara vinnu við víði frá Yukon
sunnanlands.
Kópasker. Gróðursett var í sept-
emberbyrjun 1991 og aftur í júní-
lok 1992. Eru þar 261 mismun-
andi klónar og kvæmi af víði og
barrtrjám, alls 1035 plöntur. Til-
raunareiturinn er rétt norðan við
byggðarlagið, aðeins nokkur
hundruð metra frá sjó.
Barrtrén voru gróðursett á
hefðbundinn hátt með plöntustaf
í lyngmóa á tveim stöðum. Annar
staðurinn er í móa, þar sem
snjóalög eru lítil að jafnaði, en
hinn f kvos, þar sem snjór hlífir
meira. Þau hafa lftið vaxið síðan
og eru mörg hver ákaflega
dvergsleg í vexti, þau sem ennþá
lifa. Víðirinn var gróðursettur
með meiri fyrirhöfn, þar sem
grafin var hola fyrir hverja plöntu
og settur húsdýraáburður með.
Heimamenn úr sveitinni og frá
Kópaskeri mættu íbæði skiptin
og hjálpuðu til við gróðursetn-
inguna. í seinna skiptið, sem var í
júnílok, var snjókoma og hiti rétt
um eða yfir frostmarki, en það
aftraði engum að drífa af gróður-
setninguna.
Flestar plönturnar hafa lifað og
stækkað þrátt fyrir skjólleysið og
stutt sumur. Því er enn ósvarað,
hvort einhverjar af víðiplöntun-
um muni geta vaxið eðlilega upp
f hæðina við þessi skilyrði. í
görðum á Kópaskeri og einnig á
Raufarhöfn geta víðilimgerði yfir-
leitt ekki vaxið upp í eðlilega
hæð ein og óstudd. Það þarf
skjólgirðingar til að tryggja það.
Verður því spennandi að fylgjast
með, hvort eitthvað nái sér upp á
þerangri á þessu svæði.
Hvanneyri. Beiðni kom frá Árna
Brynjari Bragasyni kennara á
Hvanneyri um að víðirinn yrði
prófaður þar. Ég féllst á það með
skilyrðum. Árni kom og sótti víði-
græðlingana vorið 1991, og fékk
hann eingöngu þá víðiklóna, sem
þá þegar báru af á Reykjum, en
það voru 310 tilraunanúmer af
1146 tilraunanúmerum af víði
gróðursettum á Reykjum. Árni sá
um rótun og pottun græðling-
anna og síðan gróðursetningu
þeirra 27. júlf 1992. Urðu það alls
1068 plöntur af 288 tilraunanúm-
erum, sem fóru í reitinn, eða f
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
29