Golf á Íslandi - 01.10.2011, Side 12

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Side 12
G O L F fyrri 9 Þórður Rafn og Ólafyr Már komust ekki í gegnum fyrstu úrtökuna á Evrópumótaröðinni Úlfar Jónsson úr GKG er PGA-meistari árið 2011 en hann vann Sigurpál Geir Sveinsson úr GK í úrslita- keppni eða bráðabana sem haldin var samhliða Heklu-bikarnum sem er nokkurs konar Ryder bikar atvinnumanna á Íslandi, en leikið var á Hellu. Þeir léku holukeppni um sigurinn á mótaröðinni en þeir voru jafnir að stigum eftir keppnistímabilið. „Ef ég missti einbeitinguna í eina sekúndu þá refsaði Úlfar mér, hann spilaði nánast hnökralaust golf, fékk einn “flyer” en að öðru leyti var unaður að spila með karlinum. Í dag var hann einfaldlega betri en ég,“ sagði Sigurpáll á heimasíðu PGA á Íslandi. Úlfar setti niður 6 metra pútt á 18. holunni fyrir fugli og landaði þannig sigrinum. Yngri unnu síðan Heklu- bikarinn nokkuð örugglega. Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness varð í 16. sæti í Duke of York unglingamótinu sem fram fór á Hoylake vellinum hjá Royal Liverpool golfklúbbnum í Englandi í byrjun september. Bjarki lék lokahringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari og var það hans besti hringur í mótinu. Bjarki lék samtals á 236 höggum eða 20 höggum yfir pari og varð tíu höggum á eftir Harry Casey frá Eng- landi sem fagnaði sigri eftir bráðabana við Harang Lee frá Spáni. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili tók einnig þátt í mótinu og varð í 40. sæti í mótinu á 247 höggum. Hún lék lokahringinn á 79 höggum sem var hennar besti hringur í mótinu. Duke of York mótið er mjög sterkt alþjóðlegt unglingamót þar sem landsmeist- arar unglinga í Evrópu og víðar eiga keppnisrétt. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR fór með sigur af hólmi í þessu móti á síðasta ári en kylfingar líkt og Rory McIlroy og Pablo Martin hafa báðir orðið í öðru sæti á þessu móti. Ólafur Már Sigurðsson og Þórður Rafn Gissurarson úr GR komust ekki áfram á annað stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina en leikið var á Fleesensee vellinum í Þýskalandi. Þórður datt út eftir tvo hringi en Ólafi gekk betur. Hannlék hringina fjóra á samtals 288 höggum eða á pari og var þremur höggum frá því að komast áfram á annað stig úrtökumótsins af þremur. Alls komust 22 kylfingar áfram á annað stig og hefði Ólafur þurft að leika á 71 höggi á lokahringnum til að komast áfram. Hann lék hins vegar á tveimur höggum yfir pari. Þar með er ljóst að aðeins Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG mun spreyta sig í úr- tökumóti á öðru stigi í nóvember sem fram fer á Spáni. Ólafur getur þó tekið margt jákvætt út úr spila- mennsku sinni á úrtökumótinu og ljóst að ef hann heldur áfram á sömu braut þá gæti hann átt góðan möguleika á næsta ári. Ólafur snéri aftur í keppnis- golfið í vor eftir að hafa verið lítið með undanfarin fjögur ár. Daninn Cristopher Lange sigraði á úr- tökumótinu á samtals 13 höggum undir pari. Átta kylfingar frá Svíþjóð og Danmörku voru á meðal þeirra sem komust áfram á annað stig. Kristján Þór Einarsson úr GKj og félagar hans í Nicholls State háskólanum í Bandaríkjunum lentu í óvenjulegri uppákomu í móti í Texas í septembermánuði. Aflýsa þurfti þriðja hring eftir að býflugur réðust stöðugt á þá kylfinga sem voru við leik á 18. flöt. Í ljós kom að býflugnabú með um 20 þúsund býflugum í var skammt frá flötinni og töldu mótshaldarar skynsam- legast að aflýsa þriðja hring til að komast hjá slysum hjá keppendum. Kristján Þór fann sig ekki í mótinu en hann lék hringina tvo á 155 höggum eða 11 höggum yfir pari. Hann lék fyrri hringinn á 78 höggum en þann seinni á 77 höggum og varð í 65. sæti af 100 keppendum. Kristján sagðist hafa verið langt frá sínu besta í járnahöggunum. Býflugur stoppuðu Kristján Þór á háskólamóti Úlfar PGA meistari Bjarki varð í 16. sæti á Royal Liverpool 12
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.