Golf á Íslandi - 01.10.2011, Page 12
G O L F
fyrri 9
Þórður Rafn og Ólafyr Már komust ekki í
gegnum fyrstu úrtökuna á Evrópumótaröðinni
Úlfar Jónsson úr GKG er PGA-meistari árið 2011 en
hann vann Sigurpál Geir Sveinsson úr GK í úrslita-
keppni eða bráðabana sem haldin var samhliða
Heklu-bikarnum sem er nokkurs konar Ryder bikar
atvinnumanna á Íslandi, en leikið var á Hellu. Þeir léku
holukeppni um sigurinn á mótaröðinni en þeir voru
jafnir að stigum eftir keppnistímabilið.
„Ef ég missti einbeitinguna í eina sekúndu þá refsaði
Úlfar mér, hann spilaði nánast hnökralaust golf, fékk
einn “flyer” en að öðru leyti var unaður að spila með
karlinum. Í dag var hann einfaldlega betri en ég,“
sagði Sigurpáll á heimasíðu PGA á Íslandi.
Úlfar setti niður 6 metra pútt á 18. holunni fyrir fugli
og landaði þannig sigrinum. Yngri unnu síðan Heklu-
bikarinn nokkuð örugglega.
Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness varð í 16.
sæti í Duke of York unglingamótinu sem fram fór á
Hoylake vellinum hjá Royal Liverpool golfklúbbnum í
Englandi í byrjun september. Bjarki lék lokahringinn á
74 höggum eða tveimur höggum yfir pari og var það
hans besti hringur í mótinu.
Bjarki lék samtals á 236 höggum eða 20 höggum yfir
pari og varð tíu höggum á eftir Harry Casey frá Eng-
landi sem fagnaði sigri eftir bráðabana við Harang
Lee frá Spáni.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili tók einnig þátt
í mótinu og varð í 40. sæti í mótinu á 247 höggum.
Hún lék lokahringinn á 79 höggum sem var hennar
besti hringur í mótinu. Duke of York mótið er mjög
sterkt alþjóðlegt unglingamót þar sem landsmeist-
arar unglinga í Evrópu og víðar eiga keppnisrétt.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR fór með sigur
af hólmi í þessu móti á síðasta ári en kylfingar líkt og
Rory McIlroy og Pablo Martin hafa báðir orðið í öðru
sæti á þessu móti.
Ólafur Már Sigurðsson og Þórður Rafn Gissurarson
úr GR komust ekki áfram á annað stig úrtökumóts
fyrir Evrópumótaröðina en leikið var á Fleesensee
vellinum í Þýskalandi. Þórður datt út eftir tvo hringi
en Ólafi gekk betur. Hannlék hringina fjóra á samtals
288 höggum eða á pari og var þremur höggum frá
því að komast áfram á annað stig úrtökumótsins af
þremur.
Alls komust 22 kylfingar áfram á annað stig og hefði
Ólafur þurft að leika á 71 höggi á lokahringnum til
að komast áfram. Hann lék hins vegar á tveimur
höggum yfir pari. Þar með er ljóst að aðeins Birgir
Leifur Hafþórsson úr GKG mun spreyta sig í úr-
tökumóti á öðru stigi í nóvember sem fram fer á
Spáni.
Ólafur getur þó tekið margt jákvætt út úr spila-
mennsku sinni á úrtökumótinu og ljóst að ef hann
heldur áfram á sömu braut þá gæti hann átt góðan
möguleika á næsta ári. Ólafur snéri aftur í keppnis-
golfið í vor eftir að hafa verið lítið með undanfarin
fjögur ár. Daninn Cristopher Lange sigraði á úr-
tökumótinu á samtals 13 höggum undir pari. Átta
kylfingar frá Svíþjóð og Danmörku voru á meðal
þeirra sem komust áfram á annað stig.
Kristján Þór Einarsson úr GKj og félagar hans í Nicholls
State háskólanum í Bandaríkjunum lentu í óvenjulegri
uppákomu í móti í Texas í septembermánuði. Aflýsa
þurfti þriðja hring eftir að býflugur réðust stöðugt
á þá kylfinga sem voru við leik á 18. flöt. Í ljós kom
að býflugnabú með um 20 þúsund býflugum í var
skammt frá flötinni og töldu mótshaldarar skynsam-
legast að aflýsa þriðja hring til að komast hjá slysum
hjá keppendum.
Kristján Þór fann sig ekki í mótinu en hann lék
hringina tvo á 155 höggum eða 11 höggum yfir pari.
Hann lék fyrri hringinn á 78 höggum en þann seinni
á 77 höggum og varð í 65. sæti af 100 keppendum.
Kristján sagðist hafa verið langt frá sínu besta í
járnahöggunum.
Býflugur stoppuðu Kristján Þór á háskólamóti
Úlfar PGA meistari
Bjarki varð í
16. sæti á Royal
Liverpool
12