Golf á Íslandi - 01.10.2011, Síða 18

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Síða 18
bikarinn???* Höfuðborgin vann öruggan sigur í KPMG-bikarnum og setti nýtt stigamet KPMG-bikarinn fór fram á Hvaleyrarvelli helgina 9.- 10. september sl. Í keppninni mætast úrvalslið Lands- byggðarinnar og Höfuðborgarinnar þar sem keppt er með svipuðu fyrirkomulagi og þekkist í Ryder- bikarnum. Keppnin er góður endapunktur á keppnis- vertíðinni hér heima á Eimskipsmótaröðinni. Leikið var bæði í meistaraflokki og í flokki eldri kylfinga. Þetta er í þriðja sinn sem KPMG-bikarinn fer fram. Flestir af bestu afrekskylfingum landsins taka þátt í mótinu en nokkra vantaði þó þar sem þeir voru farnir til Bandaríkjanna til náms. Alls leika tólf kylfingar í hvoru liði í meistaraflokki. Níu kylfingar tryggja sér keppnisrétt sökum stöðu sinnar á stigalista Eimskips- mótaraðarinnar en hinir þrír kylfingarnir eru valdir af liðstjórum. Gylfi Kristinsson (Landsbyggðin) og Sigurður Pétursson (Höfuðborgin) stýrðu liðunum í ár líkt og áður. Það var von manna að keppnin í ár yrði jafnari en undanfarin tvö ár þar sem Lands- byggðin hefur unnið nokkuð örugga sigra. Því miður gekk það ekki eftir því liðsmenn Höfuðborgarinnar höfðu mikla yfirburði í öllum þremur umferðunum og unnu að lokum stórsigur. Höfuðborgin í sérflokki í fjórleik Sigurður Pétursson, liðsstjóri Höfuðborgarinnar, var þess fullviss fyrir mótið að liðsmenn sínir myndu bera sigur úr býtum í keppninni í ár. „Úr því að við tókum þetta ekki í ár þá vinnum við alveg örugg- lega á næsta ári,“ sagði Sigurður í viðtali við Golf á Íslandi á síðasta ári. Þegar farið var yfir leikmanna- listann kom einnig í ljós að Höfuðborgin virtist vera með sterkara lið. Reynsluboltarnir, sem dregið höfðu vagninn hjá Landsbyggðinni árin á undan, voru ekki með í ár og þeirra í stað komu ungir og reynslulitlir kylfingar. Gylfi, liðsstjóri Landsbyggðarinnar, viðurkenndi fyrir mótið að líklega væri Höfuðborgin með sterkara lið en hafði þó fulla trú á sínu liði. Í fyrstu umferð var leikinn fjórleikur þar sem tveir kylfingar leika saman í liði og betra skor þeirra gegn betra skori andstæðinga ræður hverjir hljóta vinning á hverri holu. Höfuðborgin fór af stað með miklum látum og vann fyrstu tvo leikina. Signý Arnórs- dóttir og Þórdís Geirsdóttir klóruðu í bakkann fyrir Landsbyggðina með sigri gegn Sunnu Víðisdóttur og Írisi Kötlu Guðmundsdóttur. Höfuðborgin vann hins vegar hina þrjá leikina og leiddi 5-1 eftir fyrstu umferð. Heimamenn í Keili voru ekki að finna sig í fyrstu umferð og fóru þeir Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson illa með Keilisdrengina Rúnar Arnórsson og Bergstein Hjörleifsson í leik sem lauk á 14. flöt með 5/4 sigri Höfuðborgarinnar. Ófarir Landsbyggðarinnar héldu áfram Ljóst var snemma á fyrsta keppnisdegi að lið Lands- byggðarinnar átti erfitt uppdráttar gegn sterku liði Höfuðborgarinnar sem að mestu var skipað kylfingum sem urðu Íslandsmeistarar í sveitakeppni með sveitum GR í karla- og kvennaflokki. Eftir að hafa lent illa undir í fyrstu umferð vonuðust margir til að Landsbyggðin myndi koma sterk í aðra umferð og laga þar með stöðuna. Leikinn var fjórmenningur í annarri umferð þar sem tveir kylfingar leika saman en slá til skiptis. Skemmst er frá því að segja að Höfuðborgin hélt uppteknum hætti í annarri umferð. Það sýndi styrk Höfuðborgarinnar að Guðmundur Ágúst Kristjáns- son og Arnar Snær Hákonarson náðu hálfum vinning í nánast töpuðum leik gegn Andra Má Óskarssyni og Helga Birki Þórissyni. Svo fór að Höfuðborgin hlaut 4,5 vinning í annarri umferð gegn 1,5 vinn- ingum Landsbyggðarinnar. Eftir tvær umferðir hafði Höfuðborgin hlotið 9,5 vinninga gegn 2,5 vinningum Landsbyggðarinnar. Í þriðju og lokaumferðinni var leikinn tvímenningur þar sem tólf vinningar voru í boði. Höfuðborgin var í þeirri þægilegu stöðu að þeim nægði að vinna þrjá leiki til að tryggja sér sigurinn og því var staða Lands- byggðarinnar ekki öfundsverð. Gylfi liðsstjóri Lands- byggðarinnar vissi að hann þyrfti að ná sigrinum í fyrstu leikjunum til að eiga möguleika á ótrúlegri endurkomu og verja KPMG-bikarinn. Fyrsti leikur dagsins, á milli Rafns Stefáns Rafnssonar og Örvars Samúelssonar, fór alla leið á 18. flöt þar sem Rafn Stefán tryggði sér 1/0 sigur. Þar með þurfti Höfuð- borgin aðeins tvo vinninga í viðbót til að tryggja sér titilinn. Örn Ævar Hjartarson gaf Landsbyggðinni örlitla von með sigri í leik gegn Guðjóni Henning Hilmarssyni. Höfuðborgin var hins vegar í allt öðrum gæðaflokki og fór illa með lið Landsbyggðarinnar í ár. Svo fór að Höfuðborgin náði í 8,5 vinninga gegn 3,5 í tvímenningnum og vann að lokum glæsilegan sigur 18-6. Það er stigamet í KPMG-bikarnum og erfitt verður að slá það met á næstu árum, slíkir voru yfir- burðir Höfuðborgarinnar í ár. Marga sterka kylfinga vantaði í bæði lið en miklar breytingar urðu á liði Landsbyggðarinnar á milli ára. Kylfinga líkt og Björgvin Sigurbergsson, Hlyn Geir Hjartarson, Magnús Lárusson og Sigurpál Geir Hjartarson vantaði í liðið í ár en þeir búa yfir gríðarlegri reynslu sem hefði nýst liðinu vel í ár. Ungt lið Höfuðborgarinnar hafði öðlast reynslu frá fyrri árum og lék betur sem lið en undanfarin tvö ár. Von- andi verður keppnin þó jafnari á næsta ári því alla spennu vantaði í mótið eftir frábæra byrjun Höfuð- borgarinnar. Keppnin í ár var engu að síður afar vel heppnuð og góður endir á keppnisvertíð okkar bestu kylfinga. K P M G Bikarinn Siggi Pé stóð við stóru orðin Sigursveit Reykjavíkurúrvals, f.v. aftari röð: Úlfar, Alfreð, Stefán , Rafn, Nökkvi, Sigurjón og Sigurður Pétursson. Fremri röð f.v.: Guðmundur, Andri, Guðjón, Haraldur og Arnar. 18
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.