Golf á Íslandi - 01.10.2011, Síða 36

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Síða 36
Stuttar fréttir úr Leirunni: Axel og Ragnhildur högglengst Keppt var um nafnbótina högglengsti kylfingur Ís- lands á Hólmsvelli í Leiru degi fyrir Íslandsmótið í höggleik. Þar voru komnir saman margir af högg- lengstu kylfingum landsins og voru margir búnir að hita vel upp fyrir keppnina. Slegið var niður 18. brautina í átt að klúbbhúsinu og urðu högg kylfinga að vera innan brautarmarka til að fá metin gild. Örvar Samúelsson frá Akureyri átti titil að verja í mótinu en hann sigraði fyrir tveimur árum þegar keppt var í Grafarholti. Hann sló frábæru höggi upp á 273 metra en varð að láta sér lynda annað sætið. Axel Bóasson úr Keili stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa slegið 284 metra. Axel er gríðarlega högg- langur og sýndi það og sannaði í þessu móti. Það skal tekið fram að slegið var á móti vindi sem undirstrikar hversu högglangur Axel í raun og veru er. Í kvennaflokki kepptu Heiða Guðnadóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir til úrslita. Ragnhildur hafði þó nokkra yfirburði og sló 216 metra en Heiða sló 180 metra. Sigurjón fór holu í höggi í Leirunni Sigurjón Sigmundsson úr Golfklúbbi Ásatúns fór holu í höggi á öðrum keppnisdegi í Íslandsmótinu í höggleik. Ásinn kom á 8. holu vallarins sem er 137 metra löng af hvítum teigum. „Ég sló með 9-járni og boltinn stefndi allan tímann beint á pinna. Ég sá hann ekki detta niður þar sem pinninn er í hvarfi af teignum séð en kylfingarnir á níunda teig gáfu mér merki um að boltinn hefði farið niður,“ sagði Sigurjón sem lék annan hringinn á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari. Sigurjón er með 4,9 í forgjöf. „Það er aldrei leiðinlegt að fara holu í höggi og þetta bjargaði deginum hjá mér. Ég verð sennilega að berjast við að komast í gegnum niðurskurðinn og ég vona að ásinn hjálpi mér að komast í gegn. Það er meiriháttar að taka þátt í þessu móti. Flatirnar á vell- inum eru frábærar og umgjörðin einnig. Það að fara holu í höggi í Íslandsmóti er frábært og verður mér eftirminnilegt.“ Hlynur heppinn og óheppinn Hlynur Geir Hjartarson úr Golfklúbbi Selfoss hafði heldur betur heppnina með sér á öðrum hring í Ís- landsmótinu í höggleik. Á 18. holunni sló hann öðru höggi sínu í átt að klúbbhúsinu sem staðsett er við hlið flatarinnar. Boltinn hafnaði á gangstéttinni sem er fyrir framan húsið og skoppaði svo naumlega út á grasið. Kylfingar á Suðurnesjum eru ekki óvanir að slá í golfskálann sem staðsettur er nærri 18. flötinni. Í meistaramóti GS fyrr í sumar var meira að segja slegið inn um hurð í skálanum. Klúbbhúsið er út fyrir vallarmörk og einnig gang- stéttin. Hlynur var aðeins um tíu sentímetrum frá því að slá út fyrir vallarmörk og hefði í kjölfarið tapað höggi eða höggum vegna þessa. Hlynur Geir lék annan hringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Hlynur fékk lausn frá klúbbhúsinu þar sem boltinn lá á nýlögðu grasi. Hlynur fékk par en hefði hæglega getað lent í talsverðum vandræðum. Heppinn þarna en óheppinn annars með meiðsli því hann fann fyrir verkjum í baki og í ökkla í á fyrsta degi. Eftir heimsókn til læknis kom í ljós að hann var með slitið liðband í ökkla. Þrátt fyrir þessi meiðsli tókst Hlyni að lenda í 13. sæti í Íslandsmótinu og var hann meðal efstu kylfinga eftir tvo hringi. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég fór að því að komast í gegnum þetta Íslandsmót. Annað hvort er ég svona hrikalega þrjóskur eða bara heimskur að hafa klárað mótið. Fyrstu tveir dagarnir sluppu þar sem veðrið var svo gott og maður gleymdi sér í adrenalíninu. Þegar veðrið versanaði þá var þetta orðið of erfitt,“ sagði Hlynur Geir sem hefur unnið nánast allt sem hægt er að vinna í íslenska keppnisgolfinu. Það eina sem honum vantar í safnið er sjálfur Íslands- meistaratitilinn. „Það er sorglegt að lenda í þessum meiðslum í stærsta móti ársins og það lá við að ég væri með tárin í augunum á fyrsta keppnisdegi á æfingasvæðinu. Ég á vonandi mörg ár eftir og kem sterkari tilbaka á næsta ári þegar keppt er á Hellu.“ þriðja hring en hann nældi sér i sinn fyrsta sigur á Eimskipsmótaröðinni í Vestmannaeyjum fyrr í sumar. „Það skemmir ekki fyrir mér að hafa unnið það mót. Nú hef ég fengið smjörþefinn að því hvernig er að vinna golfmót.“ Heiðar Davíð Bragason úr Golfklúbbi Ólafsfjarðar hefur verið í baráttunni um sigurinn í Íslandsmótinu undanfarin ár og það var engin breyting þar á í ár. Hann var í fjórða sæti fyrir lokahringinn og var alveg tilbúinn í að endurtaka leikinn frá því þegar hann vann sinn eina Íslandsmeistaratitil á Hólmsvelli árið 2005. „Fyrir mót hafði ég vonast eftir því að við fengjum að sjá góð skor og því er svolítið svekkjandi að fá þetta slæma veður. Við eigum allir eftir að lenda í vandræðum með sláttinn á lokahringnum. Það verður erfitt að velja réttar kylfur. Sá kylfingur sem er að gera bestu hlutina í kringum flatirnar á eftir að standa vel að vígi því við eigum ekki eftir að hitta margar flatir. Það verða mörg löng pútt.“ Staðan eftir 54 holur: 1. Axel Bóasson GK 65-71-76=212 -4 2. Guðjón Henning Hilmarsson GKG 70-70-75=215 -1 3. Alfreð Brynjar Kristinsson  GKG 66-70-80=216 0 4. Heiðar Davíð Bragason GÓ 69-70-78=217 +1 5.-7. Davíð Gunnlaugsson GKJ 71-73-74=218 +2 5.-7. Þórður Rafn Gissurarson  GR 71-69-78=218 +2 5.-7. Ólafur Már Sigurðsson GR 71-67-80=218 +2 8.-9. Ólafur Björn Loftsson  NK 70-74-75=219 +3 8.-9. Örn Ævar Hjartarson  GS 76-68-75=219 +3 10.-11. Haraldur Franklín Magnús  GR 73-73-74=220 +4 10.-11. Kristján Þór Einarsson  GKj 66-74-80=220 +4 Guðjón Henning var í toppbaráttunni fram á lokahring en lék þá illa og hrapaði niður töfluna. Heiðar Davíð vann 2005 í Leirunni og var núna í baráttunni um titilinn. Hér eru Kristján og Alfreð á 2. braut. Hlynur í nettri golfskálaheimsókn. 36
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.