Golf á Íslandi - 01.10.2011, Page 40
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Athygli vakti að Íslandsmeistarinn Tinna Jóhanns-
dóttir úr Keili, sem sló vallarmetið á fyrsta hring, var
langt frá sínu besta og lék annan hringinn á 81 höggi
og féll fyrir vikið niður í sjöunda sæti í mótinu. Tinna
varð fyrir meiðslum á fyrsta hring og lék sárkvalin á
öðrum hring. Hún íhugaði það um miðjan hring að
hætta keppni en ákvað að harka hringinn af sér í þeirri
von að hún ætti ennþá möguleika á að verja titilinn.
„Ég íhugaði það alvarlega að hætta keppni á öðrum
hring. Ég hafði áhyggjur af því að höndin væri jafn-
vel brotin því verkurinn varð alltaf verri og verri.
Annar hringurinn var algjör martröð og á seinni níu
holunum var ég komin á það mikið af verkjalyfjum að
ég var eiginlega bara í vímu,“ sagði Tinna eftir annan
hring.
Ólafía var ánægð með að hafa náð forystunni. „Það
er mjög góð tilfinning að vera komin í forystu. Ég var
að pútta mjög vel og kom mér í góð færi. Vindurinn
var aðeins erfiðari í dag þó byrjun vallarins hafi verið
auðveldari. Það er frábært að vera í forystu og ég er
að spila mjög öruggt golf,“ sagði Ólafía kát.
Staðan eftir 36 holur:
1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 72-70=142 -2
2. Eygló Myrra Óskarsdóttir GO 70-74=144 par
3. Signý Arnórsdóttir GK 71-76=147 +3
4. Berglind Björnsdóttir GR 72-76=148 +4
5.-7. Ingunn Gunnarsdóttir GKG 77-72=149 +5
5.-7. Valdís Þóra Jónsdóttir GL 71-78=149 +5
7.-9. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 74-76=150 +6
7.-9. Þórdís Geirsdóttir GK 74-76=150 +6
7.-9. Tinna Jóhannsdóttir GK 69-81=150 +6
10. Karen Guðnadóttir GS 77-78=155 +11
3. dagur
Ólafía með níu fingur á titlinum eftir frábæran hring
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR lék frábært golf við
mjög erfiðar aðstæður á þriðja keppnisdegi á Hólms-
velli. Ólafía lék á 74 höggum eða tveimur höggum
yfir pari og var því samtals á pari í mótinu eftir 54
holur. Með þeirri frammistöðu hafði hún náð algjörri
yfirburðarstöðu í mótinu og hafði 13 högga forystu á
Signýju Arnórsdóttur úr Keili fyrir lokahringinn.
Ólafía lék feikilega stöðugt golf í miklum vindi og
einu mistök hennar á hringnum komu á 17. holu þar
sem hún fékk tvöfaldan skolla. Fram að því hafði
hún fengið einn fugl og einn skolla. Þar með var
hún komin í dauðafæri að sínum fyrsta Íslands-
meistaratitli og nánast komin með níu fingur á
titilinn.
„Ég náði að stjórna boltanum gríðarlega vel miðað
við aðstæður. Púttin voru líka mjög góð sem er mikil-
vægt þegar það er svona mikill vindur. Spilamennskan
hjá mér í dag kemur mér ekki á óvart en það kemur
mér svolítið á óvart að ég skuli vera með svona mikla
forystu. Ég ætla að halda áfram mínu striki og hafa
hlutina einfalda,“ sagði Ólafía afslöppuð eftir þriðja
hring.
Staðan eftir 54 holur:
1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 72-70-74=216 par
2. Signý Arnórsdóttir GK 71-76-82=229 +13
3. Tinna Jóhannsdóttir GK 69-81-81=231 +15
4. Þórdís Geirsdóttir GK 74-76-82=232 +16
5. Eygló Myrra Óskarsdóttir GO 70-74-89=233 +17
6.-7. Valdís Þóra Jónsdóttir GL 71-78-85=234 +18
6.-7. Ingunn Gunnarsdóttir GKG 77-72-85=234 +18
8. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 74-76-85=235 +19
9. Berglind Björnsdóttir GR 72-76-88=236 +20
10. Heiða Guðnadóttir GKJ 79-79-81=239 +23
Ólafía púttaði mjög
vel í mótinu.
Titilvonir Tinnu fóru
út um gluggann
þegar meiðsli tóku
sig upp í 2. hring.
Signý Arnórsdóttir
endaði einu sinni
sem oftar í 2. sæti.
Eygló Myrra lék
mjög vel fyrstu tvo
hringina en hrundi í
þeim þriðja og datt
úr toppbaráttunni.
Tinna og Guðrún Brá
með mæðrum sínum
á gangi í Bergvík.
40