Golf á Íslandi - 01.10.2011, Qupperneq 40

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Qupperneq 40
 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Athygli vakti að Íslandsmeistarinn Tinna Jóhanns- dóttir úr Keili, sem sló vallarmetið á fyrsta hring, var langt frá sínu besta og lék annan hringinn á 81 höggi og féll fyrir vikið niður í sjöunda sæti í mótinu. Tinna varð fyrir meiðslum á fyrsta hring og lék sárkvalin á öðrum hring. Hún íhugaði það um miðjan hring að hætta keppni en ákvað að harka hringinn af sér í þeirri von að hún ætti ennþá möguleika á að verja titilinn. „Ég íhugaði það alvarlega að hætta keppni á öðrum hring. Ég hafði áhyggjur af því að höndin væri jafn- vel brotin því verkurinn varð alltaf verri og verri. Annar hringurinn var algjör martröð og á seinni níu holunum var ég komin á það mikið af verkjalyfjum að ég var eiginlega bara í vímu,“ sagði Tinna eftir annan hring. Ólafía var ánægð með að hafa náð forystunni. „Það er mjög góð tilfinning að vera komin í forystu. Ég var að pútta mjög vel og kom mér í góð færi. Vindurinn var aðeins erfiðari í dag þó byrjun vallarins hafi verið auðveldari. Það er frábært að vera í forystu og ég er að spila mjög öruggt golf,“ sagði Ólafía kát. Staðan eftir 36 holur: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR  72-70=142 -2 2. Eygló Myrra Óskarsdóttir GO  70-74=144 par 3. Signý Arnórsdóttir GK  71-76=147 +3 4. Berglind Björnsdóttir GR  72-76=148 +4 5.-7. Ingunn Gunnarsdóttir GKG  77-72=149 +5 5.-7. Valdís Þóra Jónsdóttir GL  71-78=149 +5 7.-9. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK  74-76=150 +6 7.-9. Þórdís Geirsdóttir GK  74-76=150 +6 7.-9. Tinna Jóhannsdóttir GK  69-81=150 +6 10. Karen Guðnadóttir GS  77-78=155 +11 3. dagur Ólafía með níu fingur á titlinum eftir frábæran hring Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR lék frábært golf við mjög erfiðar aðstæður á þriðja keppnisdegi á Hólms- velli. Ólafía lék á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari og var því samtals á pari í mótinu eftir 54 holur. Með þeirri frammistöðu hafði hún náð algjörri yfirburðarstöðu í mótinu og hafði 13 högga forystu á Signýju Arnórsdóttur úr Keili fyrir lokahringinn. Ólafía lék feikilega stöðugt golf í miklum vindi og einu mistök hennar á hringnum komu á 17. holu þar sem hún fékk tvöfaldan skolla. Fram að því hafði hún fengið einn fugl og einn skolla. Þar með var hún komin í dauðafæri að sínum fyrsta Íslands- meistaratitli og nánast komin með níu fingur á titilinn. „Ég náði að stjórna boltanum gríðarlega vel miðað við aðstæður. Púttin voru líka mjög góð sem er mikil- vægt þegar það er svona mikill vindur. Spilamennskan hjá mér í dag kemur mér ekki á óvart en það kemur mér svolítið á óvart að ég skuli vera með svona mikla forystu. Ég ætla að halda áfram mínu striki og hafa hlutina einfalda,“ sagði Ólafía afslöppuð eftir þriðja hring. Staðan eftir 54 holur: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR  72-70-74=216 par 2. Signý Arnórsdóttir GK  71-76-82=229 +13 3. Tinna Jóhannsdóttir GK  69-81-81=231 +15 4. Þórdís Geirsdóttir GK  74-76-82=232 +16 5. Eygló Myrra Óskarsdóttir GO  70-74-89=233 +17 6.-7. Valdís Þóra Jónsdóttir GL  71-78-85=234 +18 6.-7. Ingunn Gunnarsdóttir GKG  77-72-85=234 +18 8. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK  74-76-85=235 +19 9. Berglind Björnsdóttir GR  72-76-88=236 +20 10. Heiða Guðnadóttir GKJ  79-79-81=239 +23 Ólafía púttaði mjög vel í mótinu. Titilvonir Tinnu fóru út um gluggann þegar meiðsli tóku sig upp í 2. hring. Signý Arnórsdóttir endaði einu sinni sem oftar í 2. sæti. Eygló Myrra lék mjög vel fyrstu tvo hringina en hrundi í þeim þriðja og datt úr toppbaráttunni. Tinna og Guðrún Brá með mæðrum sínum á gangi í Bergvík. 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Golf á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.