Golf á Íslandi - 01.10.2011, Qupperneq 44

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Qupperneq 44
Hérna sést þetta mjög vel, vinstri of beygð og vandræði á næsta leiti, kylfan lokast. Ólafía Þórunn var í sérflokki í Íslandsmótinu á Hólmsvelli Alltaf verið sterk í rokinu „Þetta var mjög sætur sigur. Það var mjög sárt að tapa fyrir Tinnu á Kiðjabergsvelli í fyrra og ég tók það mjög mikið inn á mig. Ég vildi ekki lenda í því aftur. Ég fór í mótið með það að markmiði að enda á parinu alla fjóra dagana því ég vissi að Ís- landsmótið hefur verið að vinnast á mun verra skori en það á síðustu árum. Ég var á parinu eftir þrjá daga og átti mörg högg, þannig að ég breytti aðeins hugsunarhætt- inum.“ Ólafía lagði grunninn að sigrinum á þriðja hring þegar hún lék Hólmsvöll á 74 höggum við mjög erfiðar aðstæður. Með þeim hring náði hún þrettán högga for- ystu sem ljóst var að erfitt yrði að tapa. „Þriðji hringurinn var eiginlega ótrúlegur. Ég hafði óvenju góða stjórn á boltanum í mjög slæmu veðri. Ég kom upp mér upp kerfi hvernig ég ætlaði að slá í meðvindinum og mótvindinum en að auki þá púttaði ég mjög vel. Það kom mér ekki á óvart hversu vel ég lék í vindinum því ég og Alfreð bróðir höfum alltaf átt það sameiginlegt að vera sterk í rokinu,“ segir Ólafía sem gat farið afslöppuð inn í lokahringinn með góða forystu. „Það var mjög þægilegt að hafa svona mikla forystu. Það eina sem ég þurfti eiginlega að passa var að gera ekki nein reglumistök eða að fá frávísun.“ Er andlega sterkari Af miklu var búist af Ólafíu fyrir keppnistímabilið enda hefur hún verið talin ein sú efnilegasta sem komið hefur fram á sjónarsviðið í kvennagolfinu á undanförnum árum. Eftir að hafa lent í öðru sæti á Íslandsmótinu á síðasta ári áttu margir von á því að árið 2011 yrði hennar ár. Tímabilið fór þó ekkert sérstaklega vel af stað hjá þessari 19 ára stúlku sem átti í erfiðleikum í fyrstu mótum sumarsins. „Ég var búin að æfa mjög mikið í allt sumar en var ekki að fá það til baka úti á velli fyrr en loksins rétt fyrir Íslandsmótið. Það er frábært fólk í kringum mig sem sagði við mig að ég gæti þetta og hafði fulla trú á mér. Ég fór með gott hugarfar inn í mótið og það hjálpaði mér mikið. Ég hafði ekki náð að vinna mót á mótaröðinni og það efldi mig ennþá meira. Löngunin til að sigra varð meiri. Að minn fyrsti sigur í Íslandsmótinu var þvílíkur sigur fyrir mig. Ég er andlega sterkari og er búin að læra hvernig á að vinna mót. Ég lærði að halda út og komast alla leið.“ Háskólagolfið stökkpallur í atvinnumennsku Ólafía fer ekki leynt með þann draum sinn að leika einn daginn á stóru atvinnumótaröðunum í kvennagolfinu. Hún leikur golf og stundar nám við Wake Forest háskólann í Bandaríkjunum sem er einn af bestu golfháskólum landsins. Hún vonast til að nýta háskólagolfið sem stökkpall til frekari afreka. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í sérflokki á Íslands- mótinu á Hólmsvelli: Alltaf verið sterk í rokinu „Þetta er stærsti titillinn sem ég hef unnið og þetta var stór stund fyrir mig. Ég sannaði fyrst og fremst fyrir sjálfri mér að ég gæti þetta. Það var alltaf draumurinn að verða Íslandsmeistari þegar ég var yngri. Ég var rosalega nálægt þessu á síðasta ári og ég setti mér það sem aðal- markmið í ár að verða Íslandsmeistari,“ segir Íslandsmeistari kvenna í höggleik, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR sem fagnaði öruggum sigri á Íslandsmótinu á Hólmsvelli í Leiru. Ólafía var í sérflokki í kvennaflokki, lék langbest við erfiðar aðstæður á síðari hluta Íslandsmótsins. Hún lék samtals á átta höggum yfir pari og varð níu höggum á undan Tinnu Jóhannsdóttur úr Keili sem varð önnur og hafði titil að verja. Ólafía viðurkennir að sigurinn hafi verið sætur. 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Golf á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.