Golf á Íslandi - 01.10.2011, Síða 48

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Síða 48
Arnór Ingi: „Þetta er minn stærsti sigur á ferlinum og jafnframt sá fyrsti á Eimskipsmótaröðinni þannig að ég er mjög sáttur,“ segir Arnór Ingi eftir sigurinn í Íslands- mótinu í holukeppni. „Það er gott að hafa loksins náð að brjóta ísinn og það er ennþá betra að þetta skuli vera Íslandsmeistaratitill. Ég var búinn að vera frekar dapur á golfvellinum í sumar og frammi- staðan á flötunum hreint út sagt ömurleg fram að meistaramóti GR. Slátturinn hefur alltaf verið fínn en eftir meistaramót hafa púttin verið að koma til. Ég sló mjög vel í þessu móti og það var líklega lykillinn að sigrinum,“ segir Arnór kátur. Arnór hefur áður lent í öðru sæti í Íslandsmótinu í holukeppni en það var árið 2007 þegar hann tapaði fyrir Ottó Sigurðssyni í úrslitaleik. Hann var svo í fjórða sæti árið eftir og hefur því náð fínum árangri í holukeppni. „Ég er annað hvort svona góður í holukeppni eða lélegur í höggleik,“ segir Arnór og hlær en hann er 22ja ára gamall. Æfir markvissara og ætlar að bæta púttin Arnór segist vera farinn að æfa markvissara en undanfarin ár en hann eyddi áður miklum tíma á æfingasvæðinu. „Ég æfði líklega of mikið. Nú æfi ég mun markvissara og í styttri tíma í einu. Núna er ég búinn að vinna einu sinni og kannski verður þá auðveldara að vinna aftur. Ég veit núna hvað þarf til að vinna mót og hef fengið staðfestingu á því að ég get þetta.“ „Mig hefur skort gæðin á flötunum“ Arnór er farinn til Bandaríkjanna þar sem hann stundar nám í Belmont Abbey háskólanum í Norður- Karólínu. Hann ætlar að reyna að bæta stutta spilið hjá sér í vetur og þannig ná að bæta árangur sinn í íþróttinni.„Ég er stöðugur en mig hefur skort gæðin á flötunum. Um leið og ég rúlla boltanum rétt á flötunum þá er ég kominn í toppklassa. Ég hitti alltaf að lágmarki þrettán flatir á hring í tilætluðum högg- fjölda og um leið og púttin fara að detta þá koma lágu hringirnir. Það hefur verið mikill stígandi í mínum leik og vonandi heldur þetta svona áfram.“ „Þetta er ólýsanleg tilfinning og frábær endir á sumrinu,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR sem varð Íslandsmeistari í þriðja sinn í sumar á Hellu eftir sigur í Íslandsmótinu í holukeppni. Hún vann öruggan sigur á Signýju Arnórs- dóttur úr Keili í úrslitaleik, 6/5. Fyrir hafði Ólafía orðið Íslandsmeistari í höggleik og Íslands- meistari í Sveitakeppni með kvennasveit GR. Ólafíu gekk vel í mótinu og vann nokkra stóra sigra á leið sinni að titlinum. Hún lék Karen Guðnadóttur úr GS grátt í 8-manna úrslitum og fagnaði þar öruggum 6/5 sigri. Sunna Víðisdóttir úr GR varð fórnarlamb hennar í undanúrslitum en leikur þeirra var þó tals- vert meira spennandi. Að lokum mætti hún Signýju í úrslitum sem hafði lagt titilhafann Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni í úr- slitum og hafði Signý þar betur. Úrslitaleikurinn á milli Ólafíu og Signýjar náði aldrei að verða spennandi. Signý glímdi við meiðsli sem háðu henni og var hún í raun gríðarlega sátt með að komast í úrslitaleikinn. Eftir níu holur hafði Ólafía þriggja holu forystu og gerði út um leikinn á 13. holu eftir að hafa unnið þrjá holur af fjórum á seinni níu holunum. Valdís Þóra tryggði sér þriðja sætið í mótinu eftir að hafa lagt Sunnu Víðisdóttur úr GR í leik um þriðja sætið, 2/1. Ólafía Þórunn var kát að móti loknu enda hafði hún náð þeim frábæra árangri að verða bæði Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni í ár. „Ég spilaði mög vel í mótinu og var alltaf í kringum parið eða undir því. Ég bætti mig með hverjum leik. Eftir þessa sigra hef ég mun meiri trú á sjálfri mér og það er gaman að geta loksins sýnt öllum hvað ég get,“ segir Ólafía sem viðurkennir að hún hafi ekki byrjað sumarið eins og hún hefði kosið. „Ég byrjaði sumarið rólega en var búin að vera í smá lægð í háskólagolfinu úti áður en ég kom heim. Svo fór ég að æfa eins og ég sjálf vildi hafa æfingarnar mínar til að koma mér aftur í gamla gírinn. Eftir það gekk bara vel því ég var dugleg að æfa og hafði líka gaman af því. Ég hef bætt mig í sumar og er orðin mun stöðugri kylfingur.“ Ólafía Þórunn stundar nám og keppir með Wake Forrest háskólanum í Norður- Karólínu sem er einn af bestu golfháskólum í Bandaríkjunum. Ólafía hefur sitt annað ár hjá skólanum í haust og ætlar sér stóra hluti í vetur. „Ég set stefnuna hærra og ætla mér að verða enn betri. Ég vona að á næstu þremur árum muni mér takast að vinna vonandi eitt háskólamót,“ segir Ólafía Þórunn sem hefur lengi verið ein af efnilegustu kvenkylfingum landsins og gæti náð langt í íþróttinni. Ólafía Þórunn í stuði á Strandarvelli„Sjálfstraustið hefur aukist með sigrunum í sumar“ Meðal óvæntra úrslita í riðlakeppninni á Hellu var þegar Hólmar F. Christiansson vann landsliðsmanninn Alfreð B. Kristinsson. Hér er Hólmar í aksjón á Hellu. Sumarið var frekar rýrt hjá Íslandsmeistara kvenna í höggleik 2009 og í holukeppni 2010. Hún endaði í 3. sæti á Hellu. 48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.