Golf á Íslandi - 01.10.2011, Page 52
Aðstæður: Það voru frábærar aðstæður á
Urriðavelli þegar lokastigamótið á Eimskips-
mótaröðinni fór fram. Þrátt fyrir að september
væri genginn í garð var mjög hlýtt og veður með
eindæmum gott. Urriðavöllur var einnig í frábæru
ásigkomulagi og hefur sjaldan verið betri.
Sigurvegarar: Stefán Már Stefánsson úr GR (67-
66-71=204 -9) og Sunna Víðisdóttir úr GR (74-70-
73=217 +4).
Bestu skorin: Í karlaflokki; Stefán Már Stefánsson,
66 högg. Í kvennaflokki; Sunna Víðisdóttir úr GR,
70 högg.
Högg mótsins: Helgi Runólfsson úr Keili átti
kannski ekki fallegasta högg mótsins en líklega
það dýrasta. GSÍ og Bílabúð Benna stóðu fyrir
skemmtilegri keppni þar sem nokkrum kylfingum
gafst færi á að vinna sér inn Chevrolet Camaro
bifreið fyrir að fara holu í höggi. Helgi var einn
þátttakenda í keppninni. Hins vegar var högg hans
í keppninni ekki alveg á stefnu því hann sló bolta
sínum beint í Camaro bifreiðina. Rándýrt högg!
Vendipunkturinn: Segja má að línur hafi farið að
skýrast í mótinu strax eftir fyrri keppnisdag en þá
höfðu Stefán Már og Sunna tekið afgerandi forystu
í sínum flokkum. Pútterinn var sjóðandi heitur hjá
Stefáni Má á fyrri keppnisdegi þar sem hann fékk
alls tólf fugla og einn örn og skildi keppinauta sína
eftir í karlaflokki. Sunna lék sérlega vel á öðrum
hring í mótinu og kom í hús á 70 höggum eða einu
höggi undir pari. Bæði höfðu þau sjö högga forystu
fyrir lokahringinn og fögnuðu að lokum öruggum
sigri.
Ummæli mótsins: „Annað sætið er ansi oft mín
saga,“ sagði Signý Arnórsdóttir úr Keili eftir að hafa
orðið í öðru sæti á Urriðavelli. Hún varð alls þrisvar
í öðru sæti í sumar og tvisvar í þriðja sæti. Hún
tryggði sér engu að síður stigameistaratitilinn á
Eimskipsmótaröðinni þrátt fyrir sigurleysi í sumar.
Mesta bæting á milli hringja: Í karlaflokki;
Jón Karlsson úr NK, þrettán högg (84-71). Í
kvennaflokki; Íris Katla Guðmundsdóttir úr GR, níu
högg (81-72).
Auðveldasta og erfiðasta holan: Fimmta hola
Urriðavallar spilaðist sem auðveldasta holan í
Chevrolet-mótinu. Meðalskor á þessa par-5 holu
var 4,80 högg sem þýðir að margir kylfingar voru
að næla sér í fugl eða örn á holuna. Erfiðasta holan
var aftur á móti þriðja holan sem er afar krefjandi
par-4 hola. Meðalskor á holunni var 4,85 högg.
Dómari: Sigurður Geirsson.
Sunna Víðisdóttir úr GR hafði mikla yfirburði í
kvennaflokki í Chevrolet-mótinu á Urriðavelli og
fagnaði að lokum góðum sex högga sigri. Hún lék
mjög gott og stöðugt golf í mótinu og hafði sjö
högga forystu fyrir lokahringinn. Sunna lék sérlega
vel á öðrum hring en þá kom hún í hús á 70 höggum
eða einu höggi undir pari. Hún stóðst svo pressuna á
seinni keppnisdegi og lék á 73 höggum eða tveimur
höggum yfir pari. Samtals lék hún á fjórum höggum
yfir pari og varð sex höggum á undan Signýju
Arnórsdóttur úr Keili sem varð önnur.
„Ég er rosa ánægð með þennan sigur. Ég var að spila
mjög stöðugt golf og gerði fá mistök. Ég var búin
að vera að spila vel síðustu vikurnar fyrir mótið og
púttin hjá mér voru mjög góð á fyrri keppnisdegi. Það
er gaman að standa sig vel á Urriðavelli því þetta er
erfiður en um leið mjög fallegur golfvöllur. Þetta er
besta mótið hjá mér frá upphafi og vonandi er þetta
byrjunin að einhverju stærra,“ sagði Sunna að móti
loknu.
Sunna verður 17 ára gömul í haust en þrátt fyrir
ungan aldur hefur henni nú tvívegis tekist að sigra
á Eimskipsmótaröðinni. Hún vann einnig lokamótið
á mótaröðinni á síðustu leiktíð sem fram fór á
Strandarvelli og er ljóst að framtíðin er björt hjá
Sunnu sem er gríðarlegt efni. Hún mun halda í há-
skólanám í Elon háskólann í Norður-Karólínu haustið
2012.
Þótt Signý Arnórsdóttir úr Keili hafi þurft að láta sér
lynda annað sætið í mótinu þá tryggði það henni
stigameistaratitilinn í kvennaflokki. Þrátt fyrir að
hafa ekki tekist að vinna mót í sumar þá var Signý
oft í baráttunni og var sem dæmi þrisvar í öðru sæti
og tvisvar í þriðja sæti. „Annað sætið er ansi oft mín
saga. Það hefði verið skemmtilegra að vinna eitt mót
í sumar. Það er svekkjandi að hafa svona oft verið
í baráttunni en það telur að vera svona ofarlega,“
sagði Signý eftir mótið.
Karen Guðnadóttir úr GS varð í þriðja sæti á fjórtán
höggum yfir pari sem er hennar besti árangur á
Eimskipsmótaröðinni. Eldri systir hennar, Heiða
Guðnadóttir úr GKj, og Íris Katla Guðmundsdóttir úr
GR urðu jafnar í 4.-5. sæti á tuttugu höggum yfir pari.
Lokastaða í kvennaflokki:
1. Sunna Víðisdóttir GR 74-70-73=217 +4
2. Signý Arnórsdóttir GK 74-77-72=223 +10
3. Karen Guðnadóttir GS 76-75-76=227 +14
4.-5. Heiða Guðnadóttir GKj 76-77-80=233 +20
4.-5. Íris Katla Guðmundsdóttir GR 81-72-80=233 +20
6. Guðrún Pétursdóttir GR 82-82-74=238 +25
7. Jódís Bóasdóttir GK 82-77-80=239 +26
8. Ragnhildur Kristinsdóttir GR 77-78-85=240 +27
9. Þórdís Geirsdóttir GK 81-78-82=241 +28
10. Hansína Þorkelsdóttir GKG 85-82-77=244 +31
Atvinnukylfurnar teknar fram að nýju
Stefán Már hefur leikið sem atvinnumaður undan-
farin ár og þá aðallega í Þýskalandi. Hann lék ekkert
erlendis í ár eftir að hafa orðið fyrir meiðslum á úlnlið
á síðasta ári. Stefán er hins vegar orðinn heill heilsu
og hyggst reyna fyrir sér að nýju á erlendri grundu.
„Ég ætla að fara aftur út að keppa og mun taka heilt
keppnistímabil á þýsku mótaröðinni sem hefst í
janúar á næsta ári. Ég hef mjög gaman af þessu. Ég
tók góða pásu hér heima eftir að hafa meiðst en er
nú hungraður í eitthvað meira og ætla mér alla leið.
Það er ekki spurning að ég á fullt erindi í atvinnu-
mennskuna og ég var að leika mjög vel áður en ég
lenti í meiðslunum,“ segir Stefán sem mun ásamt
Þórði Rafni Gissurarsyni úr GR taka heilt keppnis-
tímabil á þýsku mótaröðinni á næstu leiktíð.
„Besta mótið frá upphafi“
Yfirburðir
hjá Sunnu
Sunna lék flott golf. Signý varð önnur
og tryggði sér stigameistaratitilinn.
seinni 9
52