Golf á Íslandi - 01.10.2011, Page 54
Frá því um 1980 hafa driverar smám saman lengst og eru þeir búnir að lengjast
um 3“ í heildina. Í dag eru flestir driverar sem seldir eru úti í búð handa körlum um
45,5“ til 46,5“, en áður fyrr voru þeir um 43,5“. Hvernig stendur eiginlega á þessu?
Ekki hefur fólk stækkað svona mikið síðustu 30 árin og ekki hefur fólk heldur orðið
mikið betra í golfi. Ástæðurnar eru sennilega nokkrar. Á síðustu 30 árunum hafa
golffyrirtæki þrefaldast, þannig að samkeppnin er gríðarleg, og lengd er það sem
selur mest. Þessi fyrirtæki halda að kylfingar slái lengra með lengri sköftum og
gjarnan halda kylfingar það líka. Það er líka mjög algengt í dag að kylfingar séu
„fittaðir“ innandyra í „launch monitor“. Þar pæla kylfingarnir gjarnan of lítið í
hversu skakkt þeir slá í netið og þegar þeir slá lélegt högg þá er ekkert að marka
það. Það sem er rýnt í er eina góða höggið af tuttugu og að það gæti hugsanlega
verið nokkrum metrum lengra en með styttri dræver. Á golfvellinum er svo ennþá
erfiðara að endurtaka þetta töfrahögg sem slegið var innandyra. Þar er kylfingurinn
ekki búinn að vera að slá bolta eftir bolta með drævernum í nákvæmlega eins að-
stæðum, heldur tekur hann í driverinn á korters fresti við mismunandi aðstæður.
Þetta eina draumahögg verður þá svo sjaldgæft að það sést aldrei á golfvellinum.
Hversu oft hefur maður séð kylfing nota brautartré eða blending á teig af því að
hann getur einfaldlega ekki slegið vel með drævernum?
ER DRÆVERINN
ÞINN OF LANGUR?
G O L F
búnaður
Birgir Vestmar Björnsson ,
golfkylfusmiður skrifar
54