Golf á Íslandi - 01.10.2011, Side 56

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Side 56
Því lengri sem kylfan er, því erfiðara er að stjórna henni og því erfiðara er að slá beint og því erfiðara er að slá stöðugt á miðjuna á höggfletinum. Hér má læra af bestu kylfingum heimsins. Tiger Woods var lengi með 43,5“ dræver þegar hann var upp á sitt besta. Bubba Watson er með 44,5“ og Sergio Garcia 43,75“. Meðallengd á driverum á PGA tour er 44,5“ og hefur verið það frá því 2005. Þar ertu með bestu golfara jarðar, með frábærar sveiflur, en samt nota þeir drævera um 2“ styttri en dræver sem seldur er út í búð handa miðlungs kylfingi. Af hverju eru bestu kylfingar heims ekki með lengri drivera? Golf er þeirra lifibrauð og þeir eru búnir að prófa mismunandi löng sköft. Það er augljós yfirhönd í golfi að slá langt. Það þarf ekki að rýna lengi í tölfræðina eða peningalistann til að sjá það. Þessir kylfingar vilja slá eins langt og þeir geta, en þeir einfaldlega ráða ekki við lengri kylfu! T.d. sagði Bubba Watson í viðtali fyrir stuttu að lykillinn að lengd væri styttra skaft í dræver. Svo gott sem allir kylfingar slá sjaldnar á sæta blettinn með lengri kylfu. Þeir einu sem ráða sæmilega við lengri kylfu og sjá smávægilega aukinn kylfuhraða eru þeir sem hafa gott vald á kylfunni, nota úlnliðina seint í niðursveiflunni (mikið „lag“), eru með mjúkt tempó og fara ekki „over the top“ (inn-út feril). Ef að þetta á ALLT við þig, þá gætir þú prófað að vera með driver í lengri kantinum til að ná í nokkra auka metra. Ef að einungis eitt af þessu á ekki við þig, sem eru flestir kylfingar, þ.e. þú sveiflar hratt, notar úlnliðinn snemma, ferð „over the top“, slæsar, eða ert óstöðug(ur) með dræver, þá ætti rétta lengdin fyrir þig á dræver að vera frá 43,5“- 44,5“ fyrir karla og um 42“-43“ fyrir konur. Ef þú ert ekki enn sannfærð(ur) um að spila með styttri dræver, þá ættu niðurstöður nokkurra rannsókna vonandi að hjálpa. Í einni sem gerð var á stórum hópi af kylfingum með mismunandi getu þá juku einungis 10% af þeim kylfuhraðann þegar þeir fóru úr 42“ dræver í 48“. Fæstir af þeim bættu við boltahraða því þeir hittu ekki jafn oft á miðjuna á höggfletinum. Ef að þú slærð 1,5 cm frá „sæta blettinum“, þá missirðu um 5% af lengdinni. Ef þér skeikar um 2,5 cm, þá missirðu um 10%.Að lokum bendi ég á að rjúka ekki beint út í bílskúr að stytta dræverinn þinn. Það þarf að þyngja hausinn rétt til að viðhalda sömu tilfinningu (swingvigt eða MOI) þegar hann er styttur. Láttu lærðan kylfusmið um verkið. Birgir Vestmar Björnsson - Golfkylfusmiður www.golfkylfur.is Af hverju hafa dræverar lengst? Á myndinni hér fyrir neðan má sjá aðra rannsókn gerða af Tom Wishon á 50 kylfingum af mis- munandi getu. „Því lengri sem kylfan er, því erfiðara er að stjórna henni og því erfiðara er að slá beint og því erfiðara er að slá stöðugt á miðjuna á höggfletinum.“ 56
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.