Golf á Íslandi - 01.10.2011, Blaðsíða 64
Lokastigamótið á Arion banka unglingamótaröðinni
fór fram á Hamarsvelli á Borgarnesi við nokkuð
erfiðar aðstæður í lok ágúst. Í mörgum flokkum var
hart barist um stigameistaratitla og því mikið undir
í mótinu. Björn Öder Ólason úr GO fór með sigur af
hólmi í piltaflokki en hann lék báða hringina á 73
höggum eða tveimur höggum yfir pari. Hann lék því
samtals á 146 höggum og varð tveimur höggum á
undan Gísla Þór Þórðarsyni úr GR sem varð annar.
Magnús Björn Sigurðsson úr GR fór holu í höggi á
16. holu vallarins í síðari hring mótsins en það er
krefjandi par-3 hola þar sem flötin er á uppbyggðri
eyju í tjörn. Í stúlknaflokki vann Guðrún Brá Björg-
vinsdóttir úr Keili öruggan sigur en hún lék samtals
á 150 höggum eða átta höggum yfir pari. Hún varð
fimmtán höggum á undan Höllu Björk Ragnarsdóttur
úr Keili sem varð önnur.
Ragnar Már Garðarsson úr GKG stóð uppi sem
sigurvegari í drengjaflokki eftir að hafa haft betur í
bráðabana við Kristin Rey Sigurðsson úr GR. Þeir léku
báðir á 151 höggi eða níu höggum yfir pari. Í telpna-
flokki vann Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili góðan
sigur. Hún lék á 152 höggum eða tíu höggum yfir pari
og lék sjö höggum betur en Guðrún Pétursdóttir úr
GR sem varð önnur.
Í strákaflokki þurfti bráðabana til að knýja fram úrslit
og hafði Birgir Björn Magnússon úr Keili betur gegn
Óðni Þór Ríkharðssyni úr GKG. Þeir léku báðir á 144
höggum eða tveimur höggum yfir pari. Ragnhildur
Kristinsdóttir úr GR vann öll mót sumarsins í stelpu-
flokki. Hún lék á 160 höggum í mótinu í Borgarnesi og
vann öruggan sigur.
ARION banka
mótaröðin
Tveir bráðabanar í
lokamótinu í Borgarnesi
Úrslit í mótinu:
Piltaflokkur, 17-18 ára:
1. Björn Öder Ólason GO 73-73=146 +4
2. Gísli Þór Þórðarson GR 67-81=148 +6
3. Dagur Ebenezersson GK 75-75=150 +8
Stúlknaflokkur, 17-18 ára:
1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 71-79=150 +8
2. Halla Björk Ragnarsdóttir GR 80-85=165 +23
3. Högna Kristbjörg Knútsdóttir GK 84-83=167 +25
Drengjaflokkur, 15-16 ára:
1. Ragnar Már Garðarsson GKG 74-77=151 +9
(eftir bráðabana)
2. Kristinn Reyr Sigurðsson GR 78-73 =151 +9
3.-4. Ísak Jasonarson GK 79-76=155 +13
3.-4. Aron Snær Júlíusson GKG 73-82=155 +13
Telpnaflokkur, 15-16 ára:
1. Anna Sólveig Snorradóttir GK 76-76=152 +10
2. Guðrún Pétursdóttir GR 79-80=159 +17
3. Sara Margrét Hinriksdóttir GK 84-86=170 +28
Strákaflokkur, 14 ára og yngri:
1. Birgir Björn Magnússon GK 71-73=144 +2
(eftir bráðabana)
2. Óðinn Þór Ríkharðsson GKG 70-74=144 +2
3.-4. Gísli Sveinbergsson GK 71-82=153 +11
3.-4. Fannar Ingi Steingrímsson GHG 71-82=153 +11
Stelpuflokkur, 14 ára og yngri:
1. Ragnhildur Kristinsdóttir GR 81-79=160 +18
2. Birta Dís Jónsdóttir GHD 89-84=173 +31
3.-4. Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK 93-89 =182 +40
3.-4. Eva Karen Björnsdóttir GR 91-91=182 +40
Björn Öder vann í fyrsta sinn
í elsta flokki á mótaröðinni.
Guðrún Brá í
sveiflu með
dræverinn.
Skemmtileg mynd frá
eyjaholunni.
Myndir/Helga Björnsdóttir.
Gísli Þórðarson náði ekki
að fylgja eftir frábærum
fyrri hring. Anna Sólveig
vann öruggan sigur í
telpnaflokki.
64