Golf á Íslandi - 01.10.2011, Qupperneq 72

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Qupperneq 72
Golfklúbbur Norðfjarðar hélt síðla sumars mót til heiðurs Stefáni Þorleifssyni heiðursfélaga og einum af stofnfélögum klúbbsins og formanni hans til margra ára. Stefán golfkappi er enginn venjulegur kylfingur því hann leikur enn golf reglulega þótt hann sé orðinn 95 ára og leikur sér að því að leika á betra skori en aldurinn. Stefán er ern mjög og vel á sig kominn enda íþróttamaður frá unga aldri og stundar enn auk golfs, sund, skíði, leikfimi og dans. Hann tók auðvi- tað þátt í mótinu en var nú ekki ánægður með eigin frammistöðu, en þess ber að geta að hann var í fyrsta holli og það hreppti versta veðrið. Stefán varð 95 ára þann 18. ágúst og tekur þátt í vel- flestum mótum sem fram fara á Grænanesvelli. Hann hefur verið í fararbroddi í íþrótta- og æskulýðsmálum í Neskaupstað auk þess að vera framkvæmdastjóri Fengu land undir golfvöll gegn því að þar mættu líka ganga sauðfé og kýr Stefán Þorleifsson, 95 ára heiðursfélagi í Golfklúbbi Norðfjarðar leikur enn golf en hann hefur verið einn af forystumönnum klúbbsins í áratugi: G O L F viðtalið Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað um árabil. Segja má að Stefán hafi alla tíð látið félagsmálin og bæjarlífið í Neskaupstað sig miklu varða hvort sem það er á vettvangi pólitíkur eða félagsmálin almennt. Yfir 50 kylfingar mættu á mótið sem sýnir best þann hug sem Austfirðingar bera til þessa mikla höfðingja. Við mótsslitin flutti Ragnar Sverrisson stjórnarmaður í GN Stefáni og fjölskyldu kveðjur klúbbfélaga og Stefán flutti sköruglega þakkarræðu að vanda. Alma Guðmundsdóttir hitti hinn aldna kylfing í haust og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Hvenær byrjaðir þú að leika golf og hvernig vildi það til? Gissur Ó Erlingsson, sá mikli félagsmálafrömuður, kom hingað til Neskaupstaðar sem stöðvarstjóri Pósts og Síma og hann var hvatamaður að stofnun Golfklúbbs Neskaupstaðar 1965, en nafninu var síðar breytt í Golfklúbb Norðfjarðar. Gissur hafði kynnst golfíþróttinni og meðal verka hans var aðild að stofnun Golfklúbbs Vestmannaeyja. Við vorum nokkrir sem gengum til liðs við Gissur og okkar fyrsta verk var að fá land undir golfvöll. Það var ekkert auð- hlaupið þar sem þá voru 13 eða 14 kúabú í sveitinni og að auki allmikill fjárbúskapur þannig að hver land- spilda var nýtt. Okkur golfáhugamönnum ásamt bændum í sveitinni kom saman um að svæðið norðan Norðfjarðarár væri fýsilegasti kosturinn þó þar væri enn lausaganga búfjár og svæðið frekar óslétt og illt yfirferðar. En samningar tókust við landeigendur og við fengum þarna úthlutað svæði með því fororði að þarna mættu ganga sauðfé og kýr en ekki hestar – og svei mér þá ef ég held ekki að þetta sé ennþá ákvæði í samningnum, sem nú er í gildi. Við byrjum án nokkurra tækja eða tóla og byrjuðum á að setja niður 6 holur. Vitanlega kom enginn arkitekt að hönnuninni en Gissur hafði kynnt sér málið og var sá eini sem eitthvað þekkti til golfvalla. Í raun og veru er ótrúlegt að hugsa til þess í dag að okkur hafi dottið í hug að gera þarna golfvöll. Þegar við vorum komnir með sæmilega slétt svæði komum við með sláttuvélarnar að heiman frá okkur til að slá flatirnar sem voru auðvitað ekki fyrir garð- sláttuvélar. Fyrsta alvöru vélin sem við eignuðumst fengum við að gjöf frá Golfklúbbi Reykjavíkur og önnur tæki voru svo keypt frá Bretlandi en þá sigldu norðfirsk skip með afla til Bretlands og var tækifærið notað til tækjakaupa. Fyrsta athvarfið okkar á vellinum var gamall vega- vinnuskúr sem gerði ekki meira en að halda vatni og vindi en seinna var flugskýlið á Norðfjarðarflugvelli auglýst til sölu en þar sem enginn vildi kaupa það var klúbbnum gefið húsið. Það þjónaði okkur í mörg herrans ár. Stefán með félögum sínum í afmælismótinu í sumar. Að ofan má sjá hann einbeittan í rigningunni. 72
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Golf á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.