Golf á Íslandi - 01.10.2011, Blaðsíða 73
73GOLF Á ÍSLANDI • Október 2011
„Okkar fyrsta verk var að fá land undir golfvöll. Það var ekkert
auðhlaupið þar sem þá voru 13 eða 14 kúabú í sveitinni og að
auki allmikill fjárbúskapur þannig að hver landspilda var nýtt.“
Þegar Gissur flutti frá Neskaupstað kom frekar daufur
kafli í starfsemi klúbbsins og var hann nánast í andar-
slitrunum. Sjálfur var ég í mikilli vinnu sem og allir
aðrir. En svo kom að því að félögum fjölgaði og upp-
hófst kraftmikið starf sem enn í dag er að stórum
hluta unnið í sjálfboðavinnu.
Hvað finnst þér skemmtilegast við íþróttina?
„Nú, maður er alltaf að glíma við sjálfan sig, gera
eins vel og maður getur og ýmist gleðst maður eða
hryggist yfir árangrinum. En fyrst og fremst er það
glíman við sjálfið sem heillar mig. Flestir ef ekki allir
mínir gömlu félagar eru farnir og ég spila því oftast
einn. Mesti missirinn fannst mér þegar konan mín
missti sjónina en við höfðum oft gengið völlinn og
spilað saman.
Hefurðu leikið á fleiri völlum utan þíns svæðis og jafn-
vel í útlöndum, ef svo er, hverjir eru skemmtilegastir?
Já, ég hef spilað bæði fyrir norðan og sunnan og á
öllum völlunum hér austanlands. Erlendis hef ég
spilað á Spáni og í Portúgal. Á Mallorca spilaði ég
oftast á velli sem sonur minn, sem þar bjó og var hlut-
hafi í og áttum við hjónin þar margar góðar stundir.
Svo hef ég líka auk fyrrgreindra staða spilað á megin-
landinu. Oftast lét ég mér nægja 9 holur en stundum
fór ég 18.“ Stefán tekur fram fallega styttu og sýnir
blaðamanni en hann vann hana á golfmóti Úrvals
Útsýnar á Matalacanas 2003, þá á níræðisaldri.
Hefur þú náð að leika 18 holurnar nálægt þínum aldri
á golfferlinum?
„Já, það má segja að það geri ég nánast daglega – alla
vega þegar vel viðrar. Ég fer á völlinn daglega, oftast
9 holur en fer oft tvisvar á dag. Í næstsíðasta móti fór
ég 18 holurnar á 88 höggum, 42 högg fyrri 9 holurnar
og 46 þær seinni. Árangur minn á 95 ára afmælis-
mótinu var ekki sem skyldi og tala ég ekkert frekar
um það.“
Er næsta markmiðið að ná 100 ára aldrinum og ná
golfhring þá?
„Ja, maður veit aldrei, kannski verður það svo, en
ég ætla að spila golf á meðan ég get hreyft mig en
undirstaðan er að stunda líkamsrækt í einhverskonar
mynd.
Eitthvað að lokum Stefán?
Það verður að koma fram að allar þær framkvæmdir
sem hafa verið og eru í gangi á golfsvæðinu hefðu
ekki verið framkvæmanlegar án mikils sjálfboða-
starfs, sem ég hef jú áður minnst á, og skilnings
bæjarstjórnar Neskaupstaðar og síðar Fjarðabyggðar,
og velvilja og skilnings landeigenda. Talandi um sjálf-
boðastarf verð ég að minnast á starf kvennanna í
klúbbnum sem sjá alfarið um veitingar á mótum og
að halda skálanum hreinum.
Að mínu mati er golfvöllurinn okkar á bökkum Norð-
fjarðarár einn besti 9 holur völlur landsins. Norð-
fjarðaráin rennur að sunnan og austan, sjá má menn
samtímis við veiðar og leika golf og fuglalíf er mikið.
Þær endurbætur sem nú standa yfir með nýju og
stærra æfingasvæði eru til mikillar bóta og ber að
þakka Samvinnufélagi útgerðarmanna í Neskaupstað
þá framkvæmd.
Það er þýðingarmikið að hver klúbbur leggi rækt við
unglingastarfið og verði ásamt Golfsambandinu
skjöldur og skjól allra kylfinga. Í þessari nýju aðstöðu
okkar á að verða athvarf æskunnar því hún mun
landið erfa.“
Hér er Stefán á teig í
afmælismóti sem haldið
var honum til heiðurs
þegar hann varð 90 ára.
Til hliðar má sjá hann í 95
ára mótinu á skutlunni.
Stefán púttar í
rigningunni í 95 ára
afmælismótinu.