Golf á Íslandi - 01.10.2011, Síða 84
Sveifla Darrens var góð alla vikuna á Opna
breska, en þriðji hringurinn hans, á 69
höggum, var lykillinn að sigrinum. Það var
ógleymanlegt að sjá hversu góða stjórn
Darren hafði á boltanum í rokinu, á meðan
margir aðrir kylfingar voru að skila sér í hús
á mun hærra skori. Að mínu áliti var þessi
hringur einn af þeim bestu í sögu Opna
breska meistaramótsins.
Sveiflan hjá Darren getur breyst mikið, og
fer stundum eftir því hvernig honum líður,
en það þarf ekki endilega að koma niður á
skorinu. Clarke er nefnilega einn af fáum
kylfingum sem geta skorað vel, jafnvel þótt
þeir séu að slá illa. Þegar hann er þreyttur
eða með timburmenn þá er sveiflan hans
ekki sú sama og á góðum degi. Eftir langa
leiktíð og mörg mót, þá fer hann kannski
LENGRI SVEIFLA
Fyrsta staðan snýst um að Darren vill lengja
kylfuferilinn. Kylfuhausinn er kominn út fyrir
hendurnar, kannski aðeins of mikið.
Í JAFNVÆGI
Mjög fín staða í toppi baksveiflunnar. Góður
snúningur á efri hluta líkamans, kylfan í réttri
stöðu og fæturnir mynda mótstöðuna og kraftinn.
Hornrétti vinkillinn í handleggjunum er góður, og
vinstri framhandleggur er í sömu línu og hryggurinn;
handleggurinn þarf ekki að vísa beint upp eins og
sumir golfkennarar tala stundum um.
SNÚNINGUR
Hægri olnboginn fer framhjá brjóstkassanum á
meðan Darren losar um snúninginn. Sjáið að kylfan
er ekki farin að falla niður. Hægra hnéð er aðeins
meira bogið, en hefur samt ekki misst spennuna.
SEM SKILAÐI SIGRI Í ROKINU Á ROYAL ST. GEORGESPETE COWEN, ÞJÁLFARI DARRENS CLARKE, UM SVEIFLUNA
MEISTARA SVEIFLAN
G O L F
Clarke
84