Golf á Íslandi - 01.10.2011, Síða 100

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Síða 100
Golfklúbburinn Dalbúi fær að gjöf heilan skóg til gróðursetningar Golfklúbburinn Dalbúi fékk í sumar höfðinglega gjöf, sem getur gert mögulegt að breyta vellinum í Miðdal í framtíðinni með áhrifamiklum hætti. Um er að ræða 300 gróskumiklar trjáplöntur – greni, furu og lerki. Dr. Erlendur Haraldsson, heiðursprófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, hefur um langt árabil staðið í mikilli skógrækt við sumarbústað sinn í Snorrastaðahlíð. Erlendur er víðkunnur fyrir fræðistörf sín á sviði sálfræði, auk þess að vera fróðastur Íslendinga um málefni og sögu Kúrda og Kúrdistan; eftir hann liggja fjölmargar bækur og greinar um þau málefni, sem hann hefur helgað rann- sóknir sínar. Erlendur hefur ákveðið að draga úr starfi sínu í skógræktinni sökum aldurs. Því vildi hann bjóða Golf- klúbbnum Dalbúa trjáplöntur til gróðursetningar á velli félagsins í Miðdal gegn vægu gjaldi, m.a. til minningar um afa sinn sem hvílir í kirkjugarðinum í Miðdal, en afi hans og nafni, Erlendur Þorleifsson, bjó ásamt eiginkonu sinni Margréti Magnúsdóttur á Ketilvöllum 1888-1910. VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna, brást af ein- stakri rausn við beiðni Dalbúa um aðstoð við að gera klúbbnum mögulegt að nýta þetta einstæða tækifæri, og hefur ákveðið að gefa golfklúbbnum þessar þrjú hundruð trjáplöntur fyrir völlinn í Miðdal. Trén voru sótt og þeim komið fyrir tímabundið á K L Ú B B A fréttir svæði Dalbúa þar til ákveðið hefur verið hvar þær skuli endanlega staðsettar á vellinum. Umræddar trjáplöntur eru að meðaltali 1 – 2 metra háar, og allar í pottum og því tilbúnar til gróðursetningar. Það verður sameiginlegt verkefni félagsins á næstunni að huga að mögulegum staðsetningum fyrir trén í fram- tíðinni, þannig að þau megi sem best þjóna þeim tilgangi að gera völlinn enn skemmtilegri fyrir félags- menn og aðra kylfinga í framtíðinni. Stjórn golfklúbbsins Dalbúa vill koma á framfæri innilegu þakklæti sínu til Dr. Erlends Haraldssonar og VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna, fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Það er ekki á hverjum degi sem golfklúbbur fær heilan skóg að gjöf, og verður spenn- andi að sjá með hvaða hætti þessi veglega gjöf á eftir að efla völlinn í Miðdal á komandi árum. Á myndinni eru frá vinstri: Guðmundur H. Sigmundsson, rekstrarstjóri Golfklúbbs Dalbúa, Dr. Erlendur Haraldsson, Guðmundur Ragnarsson formaður VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Páll Þórir Ólafsson formaður Dalbúa og Hafsteinn Daníelsson varaformaður Dalbúa. 100
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.