Golf á Íslandi - 01.10.2011, Side 112

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Side 112
Special Olympics samtökin voru stofnuð af Kennedy fjölskyldunni árið 1968 og standa að íþróttastarfi fyrir fólk með þroskahömlun. Allir eiga jafna möguleika á að vera valdir á leikana og engin lágmörk gilda eins og á ólympíumótum fatlaðra. t Íþróttasamband fatlaðra hefur í samstarfi við GSÍ unnið að því að efla golfíþróttina meðal fatlaðra. Golfsamtök fatlaðra á Íslandi (GSFÍ) hafa undanfarin ár staðið að vikulegum sumaræfingum fyrir fatlaða í samstarfi við golfklúbba. Æfingar fara nú fram í Hraunkoti í samstarfi við golfklúbbinn Keili en um- sjón hefur Jóhann Hjaltason, golfþjálfari. Hann ákvað síðasta haust að halda áfram æfingum yfir vetrar- tímann og hefur sýnt mikinn áhuga á verkefninu. Tveir kylfingar sem mætt hafa vel á æfingar GSFÍ og æft golf með foreldrum sínum, voru valdir til þátt- töku í golfi á leikunum, þau Elín Fanney Ólafsdóttir, Golfklúbbnum Keili og Sigurður Reynir Ármannsson, Golfklúbbi Álftaness. Ísland sendi 38 keppendur til þátttöku í 10 greinum, boccia, fimleikum, frjálsum íþróttum, golfi, keilu, knattspyrnu, lyftingum og sundi. Keppnisfyrirkomulagið var ferns konar og byggt upp í þrepum. Hver keppandi gat skráð sig í einn keppnis- flokk í mótinu, Stig (level) 1., 2., 4., eða 5. Fyrsta stig: Keppni í þrautum þ.e.a.s. kylfingur þarf að framkvæma ákveðin golfhögg og fær stig fyrir getu, s.s. pútt, stuttaspilshögg og upphafshögg. Annað stig: 9 holu höggleikur og spilaður sem tveggja manna forsome leikur (fatlaður og ófatlaður spila saman). Fjórða stig: 9 holu höggleikur, 4x9 holur. Fimmta stig: 18 holu höggleikur, 4x18 holur. Elín og Sigurður kepptu á fjórða stigi og spiluðu því 4x9 holu höggleik. Fyrstu tveir höggleiksdagarnir voru til að raða keppendum í riðla eftir styrkleika. Næstu tvo daga kepptu kylfingar síðan innbyrðis í sínum riðli. Elín og Sigurður voru bæði spennt og klár í slaginn þegar keppnin hófst. Feður beggja kylfinganna, Ármann Ólafsson og Ólafur Ragnarsson, voru kylfu- sveinar þeirra. Þau nutu keppninnar og voru landi og þjóð til sóma. Hitinn var mikill, um 30 stig alla dagana, og sólin hátt á lofti. Oftast sást til kylfinga þar sem þeir slógu bolta sínum og hlupu síðan undir næsta tré í skugga. Völlurinn var snyrtilegur og skemmtilega uppsettur en þó var hann mjög þurr og erfitt að halda boltum inni á brautum og á flötum. Elín stóð sig mjög vel og endaði í 4. sæti í 1. styrk- leikaflokki kvenna. Íslenskir keppendur í golfi á alþjóða- leikum Special Olympics í Grikklandi GOLF FRÉTTIR Sigurður stóð sig einnig mjög vel og varð í 1. sæti í 7. styrkleikaflokki karla. Alþjóðaleikar eru haldnir fjórða hvert ár en fjölmörg mót eru í boði á vegum Special Olympics í Evrópu og einstakra landa. Allir geta verið með og því spenn- andi tækifæri sem þarna skapast fyrir golfiðkendur. Elín og Sigurður ætla að halda ótrauð áfram að æfa golf hjá Jóhanni Hjaltasyni golfkennara hjá GSFÍ í Hraunkoti, æfingasvæði Keilis. Æfingar eru á þriðjudögum kl. 19-20 og allir fatlaðir eru velkomnir að hafa samband við Jóhann ef þeir hafa áhuga á að mæta á æfingar. Elín Fanney Ólafsdóttir, Golfklúbbnum Keili og Sigurður Reynir Ármannsson, Golfklúbbi Álftaness fegður þeirra, Ármann Ólafsson og Ólafur Ragnarsson 112
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.