Golf á Íslandi - 01.10.2011, Qupperneq 112
Special Olympics samtökin voru stofnuð af Kennedy
fjölskyldunni árið 1968 og standa að íþróttastarfi
fyrir fólk með þroskahömlun. Allir eiga jafna
möguleika á að vera valdir á leikana og engin
lágmörk gilda eins og á ólympíumótum fatlaðra.
t
Íþróttasamband fatlaðra hefur í samstarfi við GSÍ
unnið að því að efla golfíþróttina meðal fatlaðra.
Golfsamtök fatlaðra á Íslandi (GSFÍ) hafa undanfarin
ár staðið að vikulegum sumaræfingum fyrir fatlaða
í samstarfi við golfklúbba. Æfingar fara nú fram í
Hraunkoti í samstarfi við golfklúbbinn Keili en um-
sjón hefur Jóhann Hjaltason, golfþjálfari. Hann ákvað
síðasta haust að halda áfram æfingum yfir vetrar-
tímann og hefur sýnt mikinn áhuga á verkefninu.
Tveir kylfingar sem mætt hafa vel á æfingar GSFÍ og
æft golf með foreldrum sínum, voru valdir til þátt-
töku í golfi á leikunum, þau Elín Fanney Ólafsdóttir,
Golfklúbbnum Keili og Sigurður Reynir Ármannsson,
Golfklúbbi Álftaness. Ísland sendi 38 keppendur til
þátttöku í 10 greinum, boccia, fimleikum, frjálsum
íþróttum, golfi, keilu, knattspyrnu, lyftingum og
sundi.
Keppnisfyrirkomulagið var ferns konar og byggt upp
í þrepum. Hver keppandi gat skráð sig í einn keppnis-
flokk í mótinu, Stig (level) 1., 2., 4., eða 5.
Fyrsta stig: Keppni í þrautum þ.e.a.s. kylfingur þarf að
framkvæma ákveðin golfhögg og fær stig fyrir getu,
s.s. pútt, stuttaspilshögg og upphafshögg.
Annað stig: 9 holu höggleikur og spilaður sem
tveggja manna forsome leikur (fatlaður og ófatlaður
spila saman).
Fjórða stig: 9 holu höggleikur, 4x9 holur.
Fimmta stig: 18 holu höggleikur, 4x18 holur.
Elín og Sigurður kepptu á fjórða stigi og spiluðu því
4x9 holu höggleik. Fyrstu tveir höggleiksdagarnir
voru til að raða keppendum í riðla eftir styrkleika.
Næstu tvo daga kepptu kylfingar síðan innbyrðis í
sínum riðli.
Elín og Sigurður voru bæði spennt og klár í slaginn
þegar keppnin hófst. Feður beggja kylfinganna,
Ármann Ólafsson og Ólafur Ragnarsson, voru kylfu-
sveinar þeirra. Þau nutu keppninnar og voru landi
og þjóð til sóma. Hitinn var mikill, um 30 stig alla
dagana, og sólin hátt á lofti. Oftast sást til kylfinga
þar sem þeir slógu bolta sínum og hlupu síðan undir
næsta tré í skugga. Völlurinn var snyrtilegur og
skemmtilega uppsettur en þó var hann mjög þurr og
erfitt að halda boltum inni á brautum og á flötum.
Elín stóð sig mjög vel og endaði í 4. sæti í 1. styrk-
leikaflokki kvenna.
Íslenskir keppendur í golfi á alþjóða-
leikum Special Olympics í Grikklandi
GOLF
FRÉTTIR
Sigurður stóð sig einnig mjög vel og varð í 1. sæti í 7.
styrkleikaflokki karla.
Alþjóðaleikar eru haldnir fjórða hvert ár en fjölmörg
mót eru í boði á vegum Special Olympics í Evrópu og
einstakra landa. Allir geta verið með og því spenn-
andi tækifæri sem þarna skapast fyrir golfiðkendur.
Elín og Sigurður ætla að halda ótrauð áfram að
æfa golf hjá Jóhanni Hjaltasyni golfkennara hjá
GSFÍ í Hraunkoti, æfingasvæði Keilis. Æfingar eru á
þriðjudögum kl. 19-20 og allir fatlaðir eru velkomnir
að hafa samband við Jóhann ef þeir hafa áhuga á að
mæta á æfingar.
Elín Fanney Ólafsdóttir, Golfklúbbnum Keili
og Sigurður Reynir Ármannsson, Golfklúbbi
Álftaness fegður þeirra, Ármann Ólafsson og
Ólafur Ragnarsson
112