Freyja - 01.01.1905, Page 12

Freyja - 01.01.1905, Page 12
i58. FREYJA VII. 6.-7 Haustið 1899 var Kuchler veítt kennara embætti viö lœröan skóla í bænum Varel i Oldenburg á Þýzkalandi. Nú er hann þar vfirkennari og kennir tungumál, einkum ensku, frönsku og þýzku. Viö þaö starf hefir hann nú verið í rúm fimm ár, Er nú vinnu- tími hans styttri daglega en meðan hann vann á ritstjórnar-stofu herra Badekers í Leipzig, og getur hann nú betur gefið sig við sín- um prívat-ritstörfum, en hann þráir stöðugt, að geta fengið kenn- ara-stöðu við einhvern háskóla, enda er vonandi, að hann fái slíka stöðu, áður en mörg ár líða. Carl Kuchler er óþreytandi starfsmaður, og er alveg undrun- arvert, hvað miklum ritstörfum hann hefir getað afkastað á örfá- um árum, þrátt fyrir fátækt og ýmsa aðra örðugleika. Meðan hann varí Kaupmannahöfn þýddi hann ,,Kœrleiksheimilið“ [eftir Gest Pálsson.] Var þýðing sú prentuð í Höfn 1891, og í Leipzig 1899, ,.Norrænu kappasögurnar" hans komu út 1892, og þýðing hans á þremur sögum eftir Gest Pálsson kom út 1896. I Leipzig ritaði hann I.þátt hinnar íslenzku bókmenntasögu sinnar, sem var ákaf- lega mikið verk, þegar tillit er tekið til þess, að hann var fjarri Islendingum og góðum íslenzkum bókasöfnum, meðan hann samdi það rit. í Leipzig þýddi hann leikrit Indriða Einarssonar, ,,Sverð og bagall. “ Eftir að hann flutti til Varel ritaði hann II. þátt hinn- ■ar íslenzku bókmenntasögu sinnar, þar þýddi hann lfka tvœr sögur Gests Pálssonar, og fjórar sögur eftir Jónas Jónasson. Auk þess hefir hafir hann ritað yfir tuttugu ritgjörðir um ísland í ýms blöð og tímarit. Svo hefir hann einnig þýtt nokkrar danskar, norskar og sænskar bækur. Carl Kuchler er frœðimaður mikill. Hann er maður vinfastur og hreinhjartaður og í öllu drengur hinn bezti. Og víst munu þeir vera mjög fáir, meðal nú lifandi útlendra manna, sem unnið hafá íslenzkum bókmenntum og ístenzkri tungu meira gagn en hann, og enginn, sem ann þeim meira. Og það má svo heita, að hann, í síðast liðin fjórtán ár, hafi eingöngu unnið í þeirra þarfir. J. Magni's Bjarnason.

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.