Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 40
Á AÐ FLENGJA BÖRNIN.
—:o:—
Þessi spurning hefir fyrir nokkru síöan oröið aö allmiklu um-
talsefni meöal Vestur-íslendinga. Hvaö hefir vakið upp þenna
draug, er ekki gott að segja. En víst er það, að nokkrir kennarar
héldu með sér fund á St. Louis sýningunni til að ræða svipaö
mál, n. þ. hvort heppilegt muni að leggja líkamlega hegningu á
börn. Urðu um það deildar skoðanir, en sérstaklega var gerður
góður rómur að máli John W. Crooks frá De Kalb, IIL, hann lauk
máli sínu um það efni með þsssum orðum:
,,Það sem hvert barn œtti fyrtst af öllu að lœra, erheilsusam-
leg virðing fyrir öllu réttmœtu valdi. Hvert það kenningakerfi sem
ekki kennir barninu þetta—jafnv.el þó sú kenning útheimti líkam-
lega refsingu, sáir frœkornum dauðans mitt í siðmenningu vorra
tíma. “
Þetta eru alvarleg orð. en sem betur fer ekki sönn. Það barn
sem einungis hlýðir fyrir ótta sakir er í alla staði jafn hœttulegt
siðmenningu vorri eins og hitt sem ekkí hlýðir. Ottinn kyrkir
sjálfstæðíð og gjörir úr barninu þroél, hugleysinga, hrœsnara og
hœfilegt fyrir alla varmensku, og hefir barnið þá keypt virðinguna
fyrir yfirvaldinu of dýru verði. Þegar of mikið er borgað fyrir ein-
hverja dyggð—veröur hún að ódyggð. Sé barnið hýtt eða barið í
viðurvist skólans, er því með slíkri hegningu gjört óbœtanlegttjón.
Sú hegning verður að nokkurskonar Kains brennimarki í sál barns-
ins sem aldrei máist af svo framarlega sem það er viðkvœmt að
eðlisfari. En sé barnið ekki viðkvæmt fyrir virðingu sinni verður
hegningin máttlaus, og gjörir þá barnið kœrulaust. Og af því að
iíkamleg hegning er ekki nærri eins áreiðanlegt meðal við ó-
hlýðni unglinga, eins og hún er áreiðanlega skaðleg í afieiðingum
sínum á viðkvœmt eðlisfar, verður oss að efast um vísdóm Crooks
og félaga hans í þessu máli. Það eru lélegir foreldrar sem ofur-
selja börn sín undir annara keyri—eða vendi. Verði ekki hjá því
komist að hirta börn líkamlega ættu foreldrarnir—-sérstaklega móð-
irin að gjöra það, því hjá henni yrði þó hegningin tempruð af
mildi, Það væri syndsamlegt að fá drenginn sinn eða stúlkuna
gína í hendur ókunnugs manns til að ieggja á þau líkamlega refsingu.