Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Page 6

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Page 6
þetta mál, hversu mikið til þess þarf, að vera góður prestur. Umtalsefninu skifti hann í fernt: a. Upplýstur tími þarf upplýstan prest. I>ekk- ing síns tíma nauðsynleg. Trúr verkamaður þarf sem allra bezt að þekkja sinn víngarð, til þess að geta ræktað hann rétt og lilúð að jurtunum í honum. Presturinn þarf einkum að vera kærleiksríkur; einnig guðhræddur. Fólkið er nú orðið mentaðra en fyr, eða að minsta kosti helir það sjálft það álit á sér. þ>ess vegna þarf þekking og mentun prestsins að eflast og aukast því meir, sem fólkið fræðist. Prestsins andlegi sjóndeildarhringur þarf í hvorjum söfnuði að vera stærstur. Hann þarf að auka þekkingu sína með lestri góðra bóka og íhuga stríð og starf góðra manna. Vér eigum að vaxa í vizku; tíminn heimtar það. b. Nútíminn er fyrir mörgum tími deyfðar og kæruleysis í trúarefnum. I>ess vegna þarf presturinn að vera áhugamikiil í störfum sínum og kappsamur, heitur og trúr. Hann má aldrei verða kahlur. Hiti kærleikans þarf að koma fram í orðum lians og athöfnum, með öllum hans blessunarríku greinum, og er ein umburðarlyndi. c. Nútíminnerfyrirmörgumtímiefa og van- trúar, sem oft kemur af íhugun og rannsóknum. Prestur- inn má aldrei gleyma þessum orðum Krists: »Hver, sem elskar sannleikann, sá hlýðir minni röddu.« Presturinn á að taka mjúkum höndum á þoim mönnum, sem eru að leita sannleikans; þarf að biðja um meira Ijós, en meira ljós skín ekki nema inn í eitt hjarta, þ. e. lireint lijarta. Oss má ekki furða á því, þó að hugsandi menn finni ýms atriði efa- söm í kirkjunnar efnum. Lútherska kirkjan leyfir frjálsa rannsókn í trúarefnum, rannsókninni fylgir oft ýms efi, og svo vilja margir ekki láta hreifa við neinu, er til kemur. — Sannleiksþekking er skilyrði fyrir helgun. d. Nútíminn er að ýmsu leyti spiltur tími. En þó hefir kristindómurinn aldrei sýnt eins vel og nú sinn skap- andi og endurfæðandi kraft. — Hver cr prestsins köllun?

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.