Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Side 9
9
dæmi. Hófdrykkja hættuleg. Enginn liófdrykkjumaður mun
geta sagt: Eg hefi aldrei farið of langt, aldrei drukkið nema
i hófi, ætíð mór og öðrum til gagns og gleði. I>að er ó-
mögulcgt, að prédika bindindi öðrum til verulegs gagns í sín-
um eigin söfnuði, þótt þar sé óregla, ef liann er eigi sjálfur
í bindindi. Einst ekkert mál í nútímanum grípa meira um
sig til góðs, en bindindismálið. Of mikil víndrykkja lilýtur
að standa sönnum kristindómi fyrir þrifum; kom með dæmi
upp á það.
Séra Hjörleifur álítur ckkert mál betra en þetta, ef
presturinn tekur það að sér, og ber það fram með áhuga, til
að efla sannart kristindóm.
Séra Magnús talar um, að bera þetta mál betur fram
á morgun.
Séra Kristján vill forðast allar æsingar í þessu máli.
Séra Matthías: Hefi ætíð verið vinur bindindis og
hófsemi. Hefi fundið málið öfgakent, eins og það hefir verið
dregið fram nú. Málinu bezt borgið með því, að það sé
prédikað með dálítið minni öfgum, með umburðarlyndi og
sómatilfinningu.
Séra Helgi: Ef hófdrykkjan er þolanleg, af þvi að vínið
læknar svo marga, þá mætti segja hið sama um »opium«.
En nú er því þó útrýmt úr voru landi, nema sem læknislyfi.
Af því að svo fáir kunna, svo sem vora ber, með vínið að
fara, þá er hófdrykkjan skaðleg.
IJví næst var samþykt svolátandi tillaga:
»Fundurinn álítur æskilegt, að prestar séu bindindis-
mcnn og efli bindindi.«
J>egar hór var komið, var klukkan orðin 10, og fundi
því frestað til næsta dags.
Næsta dag, 27. júní, var fundnr aftur settur kl. 10 ár-
degis með sömu fundarmönnum, og var þá tokið fyrir:
4. Vfnsölubannið.
Eptir nokkrar umræður um mál þotta, var samþykt af
L