Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Side 12
leyft vævi, aö breyta stöku sinnum i,ii. En fundurinii gæti
raunar ekkiveitt neitt slíkt leyíi. En skoðnn sína gæti harín
sagt um þetta. Spurningin væri nú: Hvað þarf að iaga, og
iivað getum við lagað? þ>að væri helzt kirkjusöngurinn.
Vildi, að fundurinn sendi áskorun til útgefanda sálmabókar-
innar, að gefa hana út í handliægara og ódýrara broti, með
smáu skíru letri. — Minnist einnig á, að það væri falleg sið-
semi, að fólkið gengi í kirkjuna, þegar í messu byrjun, og
eigi úr henni fyr cn úti væri, að öllu sjálfráðu. J>að væri
Ijótur siður, sem hefði víða átt sér stað, oglíkl. ætti sér enn
stað sumstaðar, þótt það væri nær algjörl. aflagt í sínum
sóknum, að fólk væri surnt að rápa út, meðan þresturinn væri
á stólnum að nauðsynjalausu. Mintist á altarisgöngu að því
leyti, að lionum fanst betur viðeigandi, ef unt væri og þegar
unt væri, að koma því við, að altarisganga færi fram við
ijós að kvöldi dags í sem mestri líkingu við það, er hún
var innsett, og yfir höfuð vekja »Stemningu«. Helgisiðir
utan kirkju. J>ar væri einkum að athuga hið mikla veizlu-
umstang við jarðarfarir: veitingar með súkkulaði og kaffi, að
hann eigi talaði um, ef enn væri sumstaðar vcitt brennivín
við jarðarfarir, sem væri allra mest óhafandi og lýsti lágum
hugsunarhætti.
Séra Emil: Talaði um kirkjusönginn: að monn þyrftu að
leggja áherzluna á að syngja skýrt. Nú skilst svo lítið af
því, sein menn syngja.
Séra E. Kolbeins: Talaði um húsvitjanir; álítur að
presturinn ætti að hafa fullorðna fólkið við húsvitjunargjörð-
ina, og halda ræðu til heimilisfólksins.
Séra Tómás talar um þá óreglu, að menn komi mcð
svo marga hunda til kirkjunuar.
Séra Sigtryggur talaði um sálmasönginn, að hann
iiefði borið það mál fram með góðum árangri við sína fyrver-
andi söfnuði, að menn kæmu með sálmabækur til kirkjunnar.
Vildi að söfnuðurinn mælti fram trúarjátninguna, eða oinhver
fyrir hans höiul, á undan síðari blessun. Skriftir vildi liann