Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Side 14

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Side 14
14 a. Fundurinn óskar t>°ss, að scrhver prestur gjöri sér við livert hentugt tækifæri alvarlogt far um, að laga sérhvað það, sem liann sór að aflaga fer í lielgisiðum utan kirkju og innan, sérstaklega að pví er snertir kirkjusönginn og erfis- drykkjurnar. b. Fundurinn felur forseta sínum, að bera jiá ósk sína og áskorun fram fyrir útgefanda sálmabókarinnar, að gefa sálmabókina út, sem allra fyrst með smáu lotri og í smáu broti þannig, að hún verði svo ódýr, sem verða má, og svo handhæg, að bera megi hæglega í vasa sínum, líkt og útlend- ar sálmabækur. 7. Hvernig eiga prestar að prédika? Flutningsmaður, séra Jónas Jónasson, flutti langan, skáldlegan og áhrifamikinn fyrirlestur um þetta mál. Luku fundarmenn samhuga miklu lofsorði á fyrirlesturinn, og var eftir nokkrar umræður samþykt, að láta prenta hann, ásamt fyrirlestri séra Zóphoníasar: »Kröfur nútímans, etc.«, í sér- stöku ársriti. í ritnefnd voru kosnir: Séra Jónas Jónasson, séra Matthías Jochumsson og séra Davíð Guðmundsson. pá var klukkan orðin 3, og var tekið þriggja stunda fundarhlé til þess, að nefnd sú, sem kosin var, gæti gognt störfum sínum. 4. fundur. pá var fundur aftur settur kl. 6 síðd., ogfyrsttekið fyrir: Nefndin, sem kosin var til að íhuga kjör presta, lagði fram skriflegt álit sitt, er forseti las upp, og urðu um það nokkrar umræður. Séra Helgi: Fanst heimtað nokkuð lítið í tillögum nefndarinnar. Séra Hjörleifur telur mjög leiðinlegt, að prestar þurfi að innheimta tekjurnar sjálfir. Ríkisþingið í Noregi hefir fundið ástæðu til að taka innheimtuna af prestunum, og mun það eiga jafnt við hér. Séra Árni vildi helzt hallast að því, að taka annað

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.