Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Qupperneq 17
17
Séra E. Kolbeins: Tekur fram, að samskotin liafi
ætíð gengið vel í Húnavatnsprófastsdæmi. Vill, að ágóði, er
verða kynni af hinu væntanlega ársriti, gangi í prestsekkna-
sjóðinn.
Séva Emil heldur enn fram 5 kr. tillagi.
Séra Zóphonías lýsir yfir, að ávalt — í 10 ár — liafi
verið gelið í sínu prófastsdæmi af fiestum prestum.
Sú tillaga, að liver félagsmaður borgi 5 kr., feld með
öllum atkvæðum gegn einu.
Sú tillaga, að væntanlegur ágóði af ársritinu gangi í
prestsekknasjóðinn, tekin aftur. — Málinu svo lokið.
10. Fríkirkjumálið.
Séra Hjörleifur kvað þetta mál komið úr sínu pró-
fastsdæmi, en fliitningsmaður væri hér eigi til staðar. Vill
því, að umræður fari nú ekki fram um það.
Séra Árni vill, að málið sé rætt, og að það liefði ver-
ið tekið fyrir fyrri á fundinum. Vildi álíta, að hver kirkja
ætti sínar eignir.
Séra E. Kolbeins: Álítur að konungur hafi átt allar
eignirnar.
Séra Matthías: Telur, að kirkjan hér hafi nóg ráð
til að bæta hag sinn og auka líf sitt. Höfum frelsi. Gát'
eigi séð, að okkar kirkjustjórn sé ströng. Aleit, að menn
gætu haft góðar þjóðkirkjur. Vill láta málið bíða.
Séra Helgi er því samþykkur, að málið bíði.
Séra Hjörleifur vill láta slíta umræðunum, þar eð
dagur sé að kvöldi kominn.
Séra Björn L. Blöndal gjörir þá athugasemd, að það
væri undarlegt að tala um fríkirkju, en vilja þó fá laun
sín úr landsjóði; álítur ekki tíma kominn til að breyta fyrir-
komulaginu, þótt það hins vegar að ýmsu leyti virðist sann-
gjarnt.
Séra Magnús telur sér ofvaxið að tala um þetta mál.
Margt hafi verið ritað um frfkirkju. Kveðst aðhyllast skoð-