Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Síða 20

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Síða 20
Kröfur nútímans tll prestanna Inngangur að umræðum um þetta efni á prestafundi á Akureyri 2G.—27. júní 1899 eftir Zóphonías Halldórsson. Virðulegu, kæru bræður! fað var vissulega með tregðu og hálfum hug, að eg tók að mér, að tala inngangsorð í jafn mikilvægu málefni, eins og þetta er. Undir eins og mér kom í hug, að það væri rætt, var mér það Ijóst, að það er víðtækt og stórt og svo þungt og ervitt, að það var og er ekki mitt meðfæri, að leysa ijóst og uppbyggiiega úr því, hverjar kröfur nútíminn gjörir til prestanna; en hins vegar fann eg það mjög vel, að enginn prestur leysir sitt vandasama og ábyrgðarmikla starf af hendi með góðum árangri og trúmensku, nema honum meðal annars sé sem ijósast, hvað nútíminn heimtar af hon- um. það hefir vakað fyrir mér, að vér gætum liaft þess uppbyggileg not, að vér gjörðum oss þessar kröfur vel ijósar. Og þrátt fyrir minn mikla ófullkomleik til að flytja þetta merka mál hér á fundinum, þá vildi eg samt flytja inngangs- orð að því, í því trausti einkum og sér í lagi, að þér, kæru embættisbræður! bættuð upp hið marga og mikla, sem áfátt verður hjá mér, því að eg er sannfærður um, að hér eru margir glöggskygnari en eg í þessu efni, og eg fagna því, að búast við, að geta lært af því, er þeir segja, bæði í þessu efni og öðrum. I>að er augljóst, að mikla glöggskygni og skarpa dóm- greind og víðtækan lestur þarf til þess, að leggja réttan dóm

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.