Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Síða 22

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Síða 22
22 honum. Sumstaðar er jarðvegurinn of harður, sumstaðar of votur o. s. frv. Eg skal fyrst minna á, að til eru kröfur til prestanna, sem eru sameiginlegar á öllum tímum og í öllum löndum. |>essar almennu kröfur á öllum tímum, hvernig sem ástatt er, eru þær, að sérhver prestur þarf að vera trúarsterkur og glaður í lifandi von til Drottins síns, en þó fremur öllu öðru kærleiksríkur. í öllu lífi prestsins, í sorg hans og gleði, í baráttu hans og framkvæmdum þarf að koma fram kærleikur til Guðs og manna með sínum lifandi, helgandi og blessandi einkennum eftir atvikum. þ>að er einnig almenn krafa' til prestsins sem slíks, að hann sé sannarlega guðhrædd- ur, og í einu orði, að hann hafi öll einkenni hins sanna kristindóms. J>essar kröfur til prestsins eru sífelt í fullu gildi, hvernig sem tíminn er í það og það sinn. f>essu megum vér aldrei gleymn. Um liinar almennu kröfur tala eg hér ekki meira. En nú ætla eg í stuttu máli að minnast á liinar sér- stöku kröfur, sem nútíminn gjörir að mínu áliti sérstaklega til vor íslenzku prestanna. 1. A tímanum, sem vér nú lifum á, er farið að leggja mikla áhcrzlu á mentun og upplýsingu, og það er rétt. Skólar hafa þotið upp bæði fyrir karlmenn og kvennmenn, og skólarnir eru mjög margir í hlutfalli við fólksfjöldann. pannig eru á landinu 4 búnaðarskólar, 2 realskólar, 3 kvennaskólar og margir harnaskólar, og auk þessa hefir um- ferðarkensla í sveitunum vaxið stórkostlega, svo að næstliðið ár hafa 154 sveitakennarar verið á öllu landinu samkvæmt Stjórnartíðindunum. Yið alla þessa skóla og kensln — sem og aðra skóla landsins í Reykjavík — hygg eg, að nær öll áherzlan sé lögð á, að þekking lærisveinanna sé aukin eftir föngum, en víðast hvar mun monning samvizkunnar og vilj- ans verða útundan. [>að er lögð rækt við skynsemina, en tilfinningalífið er alveg vanrækt. Að alþýðumentunin vaxi enn meira, og að þekking fólksins verði sem mest, er í sjálfu sér harla gott og æskilegt, en að því sé gleymt við fræðslu

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.