Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Page 36

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Page 36
mér oft og víða vera of lítil áherzla lögð, bæði af mór og öðrum. Kg útliáta |iol! a ekki frekar, þar cð eg vona, að yður só orðin skoðun míu full ]jós. En það er mér vel ijóst, og eílaust einnig yður, að lilut- verk það, sem vér höfum tekist á hendur að vinna, er afar ervitt og vandasamt, en einnig at'ar áríðandi fyrir tímanlega og eilífa velferð manna. pað er grundvöllurinn undir sannri gæfu í lífinu hér og eftir dauðann. Og verk vort er því meira þreytandi, sem það er misskilið eða lítils metið af of mörgum, og vinnan þannig löguð, að ávöxturinn er vanalega eigi sýnilegur og tvísýnn, og vór verðum sífclt að vinna í v o n i n n i. A hinn bóginn vitum vér allir, hve breyzkir og fjarri hinni heilögu fyrirmynd, Kristi, vór erum. petta beygir oss djúpt niður í mestu auðmýkt, og vér biðjum Guð um náð og líkn, lið og ijós. Biðjum liann allir, að vera máttugan í veikleika vorum fyrir Jesum Krist. Hann hjálpi oss í Jesú nafni til þess, að vinna hans dýrðlega ríki til cllingar. þess er vert að geta, að nútíminn lileður ýmsum störf- um á íslenzkan prest, som eru óviðkomandi embætti hans, og sem liljóta að taka mikið upp af hugsun hans og tíma. — Hann verður að vera bóndi og helzt góður búmaður til að geta lifað með fjölskyldu; af laununum tómum yrði líf lians mjög víða á landinu reglulegt sultarlíf. Fólk lítur flest smærri augum á prestinn, ef honum búnast illa. En virðing fólksins fyrir prestinum er eitt af sMIyrðunum fyrir því, að hann geti unnið gagn. Honum eru einnig falin oddvitastörf, hreppsnefndastörf, sýslunefndastörf, amtsráðsstörfo. fl., og auk þess vafsast hann oft í kaupfólagsstörfum og pólitík. Hversu þetta spillir fyrir hinu eiginlega prestsstarfi hans, ætti öllum að vera vel Ijóst.

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.