Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Síða 39

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Síða 39
alda tízkunnar, som fcr yfir landið eins og vorhrct, og verkar {iessi áhrif, sumpart mömmm óafvitandi. Ef annar andi yrði tízka, kirkjuleg stefna »kæmistí móð«, mundi þetta breytast; liver sá, sem meira og minna liefir kynst einstökum mönnum í söfnuðum sínum, og talað við þá um þess konar efni, liann mun geta vottað það með mér, að það or í mörgum manni, mjög mörgum, djúpur trúarlegur (religios) grundvöllur, sem þá kemur fyrst upp, þegar farið er að leita að því. Sumir halda, að þeir séu meiri »fríþenkjarar«, on þeir eru, án þess að mér detti í lmg, nð neita því, að undiraldan í trúarlííi íslendinga er talsvcrt mögnuð skynsemistrú, og það munu ekki svo fáir prestar líka eiga drjúga sneið af þeirri köku í vitum sínum. Fjöldinn af fólki er svo, að Jiað, að minsta kosti nú á dög- um, les miklu minna biblíuna og guðræknisrit, en áður var. ]>að eru tiltölulega fáir nú á dögum, sem lesa ritninguna. En það er ekki af óbeit á henni. Nú er ndg annað orðið til; menn vilja lesa; enda sést nú nærfolt á hverjum bæ meira og minna af miður hollu blaðadóti, sem flytja innan um ann- að margan ósómann inn á heimilin, og svo öðrum ritum, bæði á íslenzka og útlenda tungu, sem fræða um eitt og ann- að, sem bæði betur og líka miður fer. [>etta tekur upp þann tíma fyrir almenningi, sem liann hefir ráð á til að lesa. Fyrir 50 --60 árum var fátt af slíku til, og J>að, sem var, kom ekki nema á einstöku bæi. Nú oru [>yrnar og Úranía og fjöl- mörg önnur rit víða á öðrum og þriðja hverjum bæ, og eru léðar þangað, sem þær eru ekki keyptar. Menn heyra nú og lesa um, að flestar gátur séu ráðnar. Alt á nú að vera orð- ið fullskilið og rannsakað. Nú á að vera fullsannað, að sál mannsins geti ekki verið ódauðleg; það eru nú nýustu fréttirnar. [>etta og annað eins flýgurinn í hugi fróðleiksþyrstra manna, festir þar rætur, skýtur öngum út til annara, og svo er út- breiðslan fengin. [>annig liafa menn í blööum og tímaritum hrafl og mola, satt og logið, af endalausnm mannfræðislegum og náttúrufræðislegum niðurstöðum, og nógir eru alt af til að breiða það út og færa Jiað í stílinn. Skólarnir gera og sitt

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.