Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Page 42

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Page 42
vera neinn fyrirmyndar prédikari, og er ]>ar að auki ínjög fá- lesinn í útlendri prédikunarliat og prédikunmn, og það líklega svo, að fáa mun gruna. En svo mikið hofi eg litið í þá grein gnðfræðinnar, er varnarfræði (Apologetik) heitir, að mér er það vel skiljanlegt, hverja þýðingu þekking á þeirri grein hefir fyrir prédikara. Og svo mikið veður hefi eg af náttúruvís- indum og mannkynssögu, að mér er það vel Ijóst hverja þýð- ingu þær greinar hafa fyrir prédikara. feið veit eg og, að raörg hin ágætustu skáldrit heimsins geta líka haft afarmikla þýðingu, því að margt er í þeim sem innblásin orð. Shak- spere, Schillers og Geroks kvæði, svo að eg nefni eitthvað á nafn, sem til er á íslenzku, gefa efni til ótal hugleiðinga, som hafa stórþýðingu fyrir oss presta. Biblíuna tala eg ekki um. Hún er hinn sjálfsagði grundvöllur prédikunarinnar; en út úr sambandinu við lífið verður svo margt annað að koma til greina, og samband mannsins og tilverunnar við Guð birtist á svo margan hátt og í svo mörgum greinum, að það má ekki heldur ganga fram hjá því. Og þau atriðin eru Jiað, som eg ætlaði að benda á, sem eg er hræddur um, að prestar taki alment lítið tillit til, og skal eg í sem fæstum orðum leyfa mór að nefna þau á nafn. sem eg ætla, að vór þurfum að hafa með í prédikun vorri. Fyrsta atriðið er náttúran í kring um oss. Eg liefi drepið á það áður, hvernig þessi nýa hálfmenning utan lands og innan hefir náttúruna sem vopn á raóti Guði. En vér eigum að sýna og sanna, livað er falskt í þessu. Vér eigum að sýna og sanna, að náttúran markar oss leiðina til Guðs, og að hún er oss ímynd svo margra ágætra lærdóma, því að sannarlega er Guð eins náttúrunnar faðir og guð, eins og hann er mannanna faðirogguð. Vér skulum taka lítið dæmi, eitt af þúsund: Blómin, semvérgöngum á, opnast ogbreiða sig út, er sólin skín á þau, en daprast og lokast, er sólin gengur undir, og næturkuliö kemur. Er það ekki ímynd mannshjartans og mannssálarinnar í sambandi við Guð? Ef hann skín vcrmandi voru hjarta, erum vór með andlegu lííi

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.