Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Síða 43

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Síða 43
og krafti, en ef hann hverfur oss, erum vér anrllega daprir og- dauðir. Sjáum vér ekki þannig opinberunina í náttúrunni í kring um oss? — Hvar liöfum vér augun, ef vér finnum ekki í henni ótal trúarlærdóma, er söfnuðurinn skilur hundrað sinnum betur en jmngskilda orðahljóðun hinna og annara trú- arlærdóma, er samj)yktir hafa verið með atkvæðafjölda fyrir fleiri eða færri öldum? j>ann voginn fór Kristur, þegar liann var að prédika. Eg man ekki eftir, að hann hafi prédikað eða talað út af ákveðnum trúarlærdómum Gvðinga — lög- málið snertir eigi það mál — en náttúruna var hann alt af að tala um. Lítið tii fuglanna í loftinu .... skoðið akurs- ins liljugrös .... mennirnir, sem bvgðu sín hús á hjargi og sandi .... það var kenning, som áheyrendur hans skildu. j>ar var undirstaða undir lærdómunum, scm þeim var ijós og glögg, miklu ljósari og glöggvari, en j>ó að gengið væri út frá einhverjum lærdómi, einhverri ákveðinni grundvallargrein, sem hvorki er eða getur verið Ijós í meðvitund almennings. Presturinn þarf að hera mcira en lítið skyn á náttúrufræði, annars getur hann ekki staðið á vorði fyrir kristindóminn á móti árásum, sem bygðar eru á grunnri og andaneitandi skoð- un á náttúrunni. Hann má til að vera eins vel heima í fróð- leiknum um Guðs verk eins og orðahljóðan setninga kirk- junnar; og j>á er eg viss uin, að hann kemst nær Guði með tilheyrendur sína, en með sumum skýringum á Agsborgarját- ningunni og Stóra Katekismus. Eða mun ekki hin fagra og áhrifamikla náttúrulíking í sálmunum: »j>ó holdið liggi lágt og læst í dróma« og »í fornöld á jörðu« lyfta huganum hærra — nær Guði, en j>ó að eiuhverir trúarlærdómar séu útlistaðir jafn jmngum orðum og jieir eru sjálfir til, eftir játningarritunum, og það þó að vel sé gert? Mér er nær að halda, að svo sé. Annað atviðið cr lífið, lífiö í kring um oss, þetta vort daglega líf, sem vér liftun, hrærumst og erum í. Oss virðist jietta líf vort einatt vera tilbreytingalítill ruglingur af því sama upp aftur og aftur, en ef vol er að gáð, þá er það samsett

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.