Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Síða 57

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Síða 57
57 þá hét hann á Föðurinn suður í Itóm, cn hinir á föðurinn Fjanda. Og kirkjan stundi svo karar-snauð, öll kristnin var orðin lifandi dauð. Hve mátti sú menning standa? Sem syndanna fórn og glæpanna gjald þeir gáfu sig páfa og konungi' á vald. En höfnuðu hoilögum anda. Kór. Og andinn kvaddi vor frægu ílet og frelsið í dauðans vanda. 1 fjöllunum glotti við hel og hret; og hraun og jökull og bára grét: »Nú liafnið þér heilögum anda!« Rccítatíf. Og svo líða þrjú hundruð andvana ár með ánauð og drepsóttir, skelfing’ og fár. I-Iver megnar vorn skapadóm skilja? Hver skilur, að alt fer í aldanna sjó, cn ait saman — alt saman lifir þó, og rís upp með vitund og vilja? Á Hólum fór vaxandi valdið og prakt, en visnandi Guðs ríkis eilífa makt, meðan klerkarnir kreddurnar þylja. Með liarðstjórnar kúgun þeir hjörðina flá, sem horaðist dýrðlingabeinunum á, og hrjáðist í hjátrúar klungri. Á Hólastól Gottskálk inn grimmi býr; sú »guðsnáð« varð Norðlingum heldur dýr, sem fitnaði’ á feiknum og hungri.

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.