Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Síða 59

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Síða 59
Hann Leó ') kvað það barnabrek, og brosti’ í ró. En Lúther kom, og »Ijóniö« ei að lambi liló. Sú fólkorusta frægust kvað við fold og dal, og rammara söng, en Ilollant kvað við Eonceval. I>ví Lúther sterki hjó svo hart, að heyrist enn: »í Kristi Guðs er foldin frí og frjálsir menn!« Hann lijó svo stórt, að höfuðið fauk af Hólastól. Og föl og blóðug féll í mar hin forna sól! Kór. hin ljósið færði líka reyk, og langt var enn að bíða, [ivi konginum fyr en Kristi varð að hlýða! Og fólkið draup og kongi kraup, þótt kirkjan þess ei biðji: »Frelsi’ oss Kristíán Friðriksson hinn þriðji!« Recítatíl'. Norðurland við sæinn svala, sett við hcimsins jökulskaut: Undrast ei, þótt sjálfri seinki sólu Guðs á þinni braut. Sunnanátt og sumri fylgja suddaél og þokutíð; lengi fram á vorin varir vetrarkuldans dauðastríð. Vonum fyrri líf og Ijómi lýsti þó hinn forna stól, þegar Brandur1 2) biskup þriðji bygðir nam og höfuðból. Hóf frá stofni stól og skóia, stiftið endurskóp og lýð; prentlist hans og Heilög Eitning lióf vort nýa frelsisstríð. Aldrei fyrri áttu Hólar afreksmeiri listamann — aldrei fyrri, aldrei síðar, afrekskörung meiri’ en liann. 1) o: Leo liiun 10. páfi (Leo þýðir ljón.). 2) Guðbrandiu’ þorláksaon, (biskup á Hólum 1570— Ifi27).

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.