Helgarpósturinn - 29.05.1986, Qupperneq 3
FYRST OG FREMST
ÞAU ERU ekki beint beysin
launin fyrir austan tjald, eins og
eftirfarandi saga sýnir: Tíðinda-
maður póstsins hitti gamlan félaga
sinn niðri á Lækjartorgi í nýliðinni
viku og kvaðst sá vera að hverfa
til skrifstofustarfa í Póllandi í
sumar, en hann er menntaður í
viðskiptafræði. Þetta hygðist hann
einkum gera sér til upplifunar og
skemmtunar. Engu að síður var
Póllandsfarinn spurður hvað hann
kæmi til með að hafa upp úr
krafsinu. „Það verður víst eitthvað
um 2100 íslenskar," svaraði hann
heldur vandræðalega. ,,Nú jæja,“
brást tíðindamaður við og hélt
áfram, „það er ekki svo slappt,
gerir nærri tíuþúsund á mán-
uði. . .!“ Að þeim orðum sögðum,
varð Póllandsfarinn ennþá vand-
ræðalegri. Og sagði svo hikandi:
„Ja, þessar 2100 krónur eru nú
eiginlega mánaðarkaupið,
sjáðu. . .“
FYRIR ÞÁ sem fljótir eru að
gleyma, gerðum við okkur að leik
hérna á Helgarpóstinum fyrir fá-
einum vikum að reikna út laun
tekjuhæstu manna í landinu. 1 Ijósi
þeirra niðurstaðna má bæta því
við ofangreinda sögu, að allmargir
íslendingar virðast hafa tvöföld
pólsk mánaðarlaun á tímann, ég
endurrita: á tímann. . .
MÖNNUM HEFURorðið
nokkuð tíðrætt um „klúbbinn"
sem stofna á í tilefni Listahátíðar í
Reykjavík og verður starfræktur á
Hótel Borg meðan á hátíðinni
stendur. Slíkir klúbbar hafa reynd-
ar verið fastur liður á Listahátíð
hin síðari ár, en nú ber svo við að
framkvæmdin verður með nokkuð
öðru móti en tíðkast hefur. Þeir
sem vilja fá inngöngu í klúbbinn
verða nefnilega að kaupa sér
meðlimskort sem kostar 1200
krónur. Fyrir það lítilræði fá kort-
hafar að blanda geði við ýmislegt
stórmenni sem sækir Reykjavík
heim í tilefni Listahátíðar —
kannski lngmar Bergmann, en
varla Picasso, því hann er dauður,
og svo náttúrlega helstu broddana
í menningarlífinu í höfuðborginni.
Sú ákvörðun að ekki verði teknir
inn fleiri en 400 klúbbfélagar ætti
líka að tryggja það að þetta sam-
neyti geti farið fram án óþægi-
legrar átroðslu utanaðkomandi.
Hinsvegar hcifa einhverjir úrtölu-
menn verið að þusa um að það sé
býsna stórt skarð í fjárhaginn að
greiða 1200 krónur fyrir þann sem
fer ekki nema einu sinni i klúbb-
inn, hvað þá fyrir hjónin sem koma
utan af landi til að hlusta á Dave
Brubeck og langar þvínæst að
skreppa niðrí klúbb. Og gott ef
þeir voru ekki líka að fjasa um
„snobb" — við megum kannski
eiga von á því að stofnaður verði
and-klúbbur Listahátíðar . . .
MORGUNBLAÐIÐ birti
hugðnæmt, en jafnframt hryggi-
legt ævintýri um daginn, og það á
síðu sem liefur einatt verið lögð
undir pólitískt þras — sjálfri leið-
arasíðunni. Ævintýrið fjallaði um
nokkra íslendinga sem villtust af
ógáti inní frumskóg og fóru villur
vegar. Við getum ekki orðað þetta
betur en Mogginn: „Málavextir
vegna þessa mikla gjaldþrots
minna á, hve viðskiptalífið er
orðið flókið hér sem annars
staðar. Stjórnendur fyrirtækja
starfa í frumskógi lagareglna. Þeir
rata ekki nema með leiðsögn sér-
fræðinga. Þegar leiðir eru valdar
kemur oft í Ijós, að engin ein er
ótvírætt rétt. Fordæmi vantar svo
til þess að fá úr því skorið, hvort
það sé beinlínis lögbrot að fara
einhverja þeirra. A þetta jafnt við
um reikningsskil sem aðra ráð-
stöfun fjármuna. í Hafskipsmálinu
reynir vafalítið á mörg matsatriði
af þessu tagi.. .“
Já, maður klökknar . . .
ÞAÐ VERÐUR ekki sagt
annað en Flokkur mannsins reki
frekar nýstárlega kosningabaráttu,
sem miðist ekki aðeins við þær
kosningar sem fara í hönd heldur
líka í fjarlægri framtíð. Þannig hitti
einn starfsmanna HP flokk krakka
úr þessum félagsskap á dögunum,
sem réttu honum strax barmmerki
með exi bandstriki og emmi.
Okkar maður, frjáls og óháður,
kvaðst ekki hafa áhuga á þessu
merki og rétti krökkunum það
aftur, en þau sögðu þá í einum
brosandi og líflegum kór: „Þá
skaltu bara gefa barninu þínu
það...!“
MENN ERU eitthvað að blóta
þessum frjálsu styrktarhapp-
drættum með jöfnu millibili, en
það er þeim sammerkt að gefa út
meira en hundruð þúsund miða
sem gerir það að verkum að aug-
lýstir vinningar falla flestir á
ókeypt númer. Og hér kemur
heilagur sannleikur sem við
heyrðum úr herbúðum eins af
þessum happdrættum: Kvikindis-
lega þenkjandi starfsmaður þess
mun hafa gert sér leik að því um
stund að hringja í fólk út um allt
land, sem hafði fengið sent miða
sem vinningar höfðu lent á, en
ekki greitt þá, og spyrja hvort því
fyndist þetta ekki vera gremjulegt
og hvort því fyndist ekki núna að
það hefði betur borgað miðana!
Það fylgir þessari furðulegu sögu
að margsinnis hafi verið skellt á
'ann. . .
ÞAÐ ER enginn notandi með
þetta símanúmer. Vinsamlega
athugið hvort rétt símanúmer
hefur verið valið.“ Þannig hljómar
rödd símsvara ef hringt er sam-
kvæmt nýútkominni bók, — Síma-
skrá 1986. Póstur og sími hefur
hafið dreifingu á þessum kjörgrip
en mörg númer eru þar ný af nál-
inni. Tekin hafa verið upp fleiri
6-númer en fæstar þeirra breyt-
inga eru komnar í gagnið. Við hér
á HP fregnum að nýja bókin taki
gildi og breytingarnar verði
keyrðar í gegn í fyrstu viku júní.
Þangað til er eins gott að nota
bara þá gömlu góðu.. .
OG ENN af símanum. Það er
mikið að gera hjá símvirkjum
þessa dagana við að setja upp
kosningasíma á hinar aðskiljan-
legustu kosningaskrifstofur. Þannig
var það með einn HP mann sem
flutti í fyrri viku og datt í hug að
færa símann, að honum var svar-
að pent að það yrði sko enginn
almúgasími færður fyrr en eftir
kosningar. Þangað til væri ailur
tími þeirra símfærslumanna upp-
pantaður. . .
OG ÞRIÐJA símasagan. Um
áramótin síðustu lýsti samgöngu-
ráðherra því fjálglega í ræðu að
nú væri kominn sjálfvirkur sími
um allt land og gömlu sveifatólin
með stutt löng stutt heyrðu sög-
unni til. I afskekktum byggðum
Öxarfjarðar og Kelduhverfis
kemur mönnum þetta spánskt
fyrir sjónir og gömlum bændum
dettur í hug að þeir sjálfir séu nú
taldir eitthvað aftan úr 19. öldinni.
Þar er ennþá stutt og löng hálfu
ári eftir að sjálfvirkur kom um allt
land...
HELGARPUSTURINN
Ekkert mál
Alfreð bað um piss hann Jón minn Pál,
að pínulitlum dropa úr sér skvetti.
Kappinn sagði mér er ekkert mál,
en míga skal ég fyrir Hæstarétti.
Niðri.
Hafðirðu skrifað
lengi fyrir
skúffuna?
Guðmundur Ólafsson leikari
„Bæði já og nei. Ég hafði dálítið fengist við að skrifa þó að
það hefði mestmegnis verið fyrir sjálfan mig. En fyrir tveimur,
þremur árum sendi ég inn smásögu í samkeppni sem Samtök
móðurmálskennara stóðu fyrir. Konan mín, Olga Guðrún Árna-
dóttir, fékk að vísu fyrstu verðlaun, en sagan mín var eigi að síð-
ur valin til birtingar í smásagnasafninu sem Samtök móður-
málskennara gáfu út. Sú saga var það fyrsta af mínum ritsmíð-
um sem kom fyrir almenningssjónir."
— Varð þessi barnabókasamkeppni þér síðan hvati til
frekari afreka á ritvellinum?
„Já, hún hvatti mig vissulega. Ég var reyndar byrjaður á sög-
unni um Emil og Skunda en hafði hugsað hana sem langa smá-
sögu. En þegar ég frétti af þessari samkeppni ákvað ég að
lengja hana. Mig langaði fyrst og fremst að sannreyna fyrir
sjálfan mig hvort ég yfirleitt entist til að skrifa. Því ýmsir vilja
gjarnan skrifa en hafa ekki úthald til að sitja nógu lengi við. En
ég varð náttúrulega ákaflega undrandi þegar hringt var í mig og
mér tilkynnt úrslit dómnefndarinnar."
— Lastu söguna fyrir börnin þín jafnóðum og þú
samdir hana?
„Þegar ég var búinn að skrifafjóra, fimm kaflasagði ég börn-
unum mínum að kunningi minn hefði beðið mig um að yfirfara
fyrir sig sögu. Svo las ég fyrir þau kaflana og spurði hvort þeim
fyndist að þessi kunningi minn ætti að halda áfram með sög-
una. Ég hagræddi sannleikanum lítið eitt til þess að þau yrðu
ekki of hlutdræg. Krökkunum leist vel á söguna og þá upplýsti
ég að ég væri í rauninni höfundurinn. Hefðu þau verið mjög nei-
kvæð er ég ekki viss um að ég hefði haldið áfram með hana."
— Er sagan ætluð einhverjum tilteknum aldurshópi?
„Það veit ég svei mér ekki. Ég reikna með að krakkar allt frá
sex, sjö ára aldri og upp í tólf, þrettán ára geti haft gaman af
henni, jafnvel eldri unglingar. Við höfum haft þann háttinn á hér
á heimilinu að við lesum oft fyrir börnin okkar sögur sem ætlað-
ar eru miklu eldri börnum, og jafnvel fullorðnum. Bókmennta-
áhugi barna mótast af því sem þau eru vanin við."
— Hvað viltu svo láta uppi um söguþráðinn?
„Sagan fjallar um strák sem á heima í Reykjavík og á foreldra
sem eru að byggja eins og svo margir aðrir. Hann langar til að
eignast hund og fer að safna sér fyrir hvolpi. Sagan gengur
mestmegnis út á þetta og síðan hvað gerist þegar hann eignast
hvolpinn. Meira vil ég ekki segja um söguþráðinn því ég vænti
þess að sagan sé spennandi á köflum og því vil ég ekki spilla
eftirvæntingunni fyrir lesendum."
— Hvaðan kemur þetta fáheyrða nafn, Skundi?
„Þetta nafn er mér dálítið kært vegna þess að afi minr, sálugi
átti hund með þessu nafni. En ég hef ekki heyrt þetta hunds-
nafn hvorki fyrr né síðar. Og vonandi á hvolpurinn hans Emils
síðar meir eftir að verða frár á fæti í samræmi við nafngiftina."
— Og hyggstu ekki halda áfram að skrifa?
„Jú, ég hef áhuga á því. Það er nokkuð nærtækt fyrir mig
þar sem ég vinn í leikhúsi og er því stöðugum samvistum við
bókmenntirnar. Ég er farinn að hugsa fyrir næstu sögu sem
verður líka fyrir krakka þótt hún sé annars eðlis en Emil og
Skundi."
Guðmundur Ólafsson leikari hlaut á þriðjudag fyrstu verðlaun sem veitt
eru úr Verðlaunasjóði íslenskra barnabóka fyrir bók sína Emil og
Skundi. i dómnefndaráliti segir m.a.: „Sagan er vel samin og skemmti-
leg. Persónusköpun er góð, söguhetjan trúverðug og bregst við vanda-
málum á rökréttan hátt. Söguþráður er spennandi og umhverfi allt rót-
fast í íslenskum veruleik." Við verðlaunaafhendinguna kom fram í
ávarpi Ólafs Ragnarssonar útgefanda og formanns stjórnar Verðlauna-
sjóðs íslenskra barnabóka, að dómnefndarmenn hefðu verið á einu
máli um að bakvið dulnefnið sem höfundur Emils og Skunda skýldi sér
með leyndist einhver þekktur og reyndur höfundur barna- og unglinga-
bóka, svo kunnáttusamlega væri sagan skrifuð. En reyndin var önnur.
Hér var kominn fram á sjónarsviðið nýr höfundur og verðlaunabókin
Emil og Skundi hans fyrsta bók.
HELGARPÖSTURINN 3